Lesbók Morgunblaðsins - 22.03.1942, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 22.03.1942, Blaðsíða 14
78 LBSBÖK MORGUNBLAÐ8IN8 verk að taka kofuna, þegar veð- ur var gott, en í bleytum tók af gamanið, því þá er vart til óþrifa- legra verk en þetta. Voru allir í hinum verstu lörfum — kofna- görmunum — þegar kofan var tekin og var þá stundum sjón að sjá vinnumannahópinn. Var þá farið um flestar eyjar og leitað í lundaholunum, kofan tekin og snúin úr hálsliðnum og síðan lögð, með hvítu bringuna upp við holu- dyrnar, svo að ekki væri leitað aftur í sömu holunni. Oft kom það fyrir að „prófasturinn“ væri heima, og þá þótti viðvaningunum verra að fara með hendina inn til hans, því lundinn er sterkur og snar og getur bæði bitið illa og klórað. Svo var farið heim með hlaðinn bátinn að kvöldi og kofan breidd á gólf í hjöllum eða annarsstað- ar þar sem rúm var og þar lá hún þangað til hún var reytt. Það starf höfðu vinnukonurnar, en af þeim var þá enn nóg í sveitum. Jón Bjarnason bróðir Ásgeirs tók svo innan úr kofunni og saltaði hana í tunnurnar, og voru oft til fleiri tunnur af saltaðri kofu til vetrarins í Knarrarnesi. Svo var elduð kofnasúpa, meðan nýja kof- an var til, með gulrófum og nýj- um kartöflum. Þótti kofan ágæt- is matur bæði ný og vel verkuð sölt og var mikil fitufylla utan á henni, enda höfðu sandsíli, feit og spræk, verið aðalfóður hennar yfir sumarið. í eyjunum var einnig allmikill heyskapur. Prá Knarrarnesi var heyjað í nokkrum eyjum, sem voru nærri heimaeyjunni og var þaðan jafnan farið heim að kvöldi. En þar var einnig heyjað í stórri eyju alllangt frá, Geldingaey, og var þar legið við í tjaldi meðan það stóð yfir. Þurrheyið flutti húsbóndinn heim á allstórum bát, sem hann átti og nefndur var „Skeið“. Á Hofstöðum, sem eru á landi, í norður frá Knarrarnesi bjó Jón Samúelsson, systursonur Ásgeirs í Knarrarnesi. Var hann mikið fyrir sjóinn og veiðiskapinn eins og frændi hans, listaskytta og afla- maður. Var hann víst ekki minna á síó larirli. fór um aller tri<!‘3- ur á „skektunni“ sinni, sem var ekki stór, og var hverjum manni slyngari við að komast í færi við bráðina og klófesta hana. Marga álftina kom Jón Samúelsson með í Straumfjörð til móður sinnar, en hún steikti þær og var það hinn ágætasti matur. Var talið að álft- in jafngilti graslambi — fráfæru- iambi. En álftarhaminn lagði Jón inn í verslunina, þeir stóðu lengi vel í tveimur krónum og voru útflutningsvara. Þá voru miklar samgöngur milli þessara heimila við hina skerjóttu strönd Mýranna. Kynn- isferðir voru oft farnar á milli þeirra og man jeg sumar þeirra vel, einkum þó þær, er foreldrar inínir og við börnin fórum í Knarrarnes. Og svo þegar gestir komu til okkar. Jeg hefi hjer að- eins sagt lítilsháttar frá þeim bændum, sem jeg hafði mest kynni af, af þeim sem næstir voru. En mjer er það vel ljóst, að með- al húsmæðranna á þessum neðstu bæjum á Mýrunum mun hafa ver- ið alveg óvenjumikið mannval. Var þar skamt á milli mikilhæfra kvenna, þegar frú Martha sat á Álftanesi, móðir mín í Straum- firmi, Ragnheiður í Knarrarnesi og Rannveig systir hennar í Vogi og Sesselja á Hofstöðum. Enda hefi jeg aðeins heyrt þeim lýst á þennan eina veg af öllum þeim, er þektu þær, eða voru hjá þeim. Af hinu eldra fólki man jeg auðvitað fátt. Best man jeg gömlu Höllu á Álftanesi, tengda- móður frú Mörthu. Var hún kona allstórskorin, tápmikil og hraust. Á áttræðisaldri hikaði hún ekki við að fara fótgangandi á efstu bæi á Mýrunum, um þrjátíu kíló- metra veg, eða meir. .Hún var orðin heyrnarlítil þegar jeg þekti hana og lá því hátt rómur. Nef- tóbak brúkaði hún mikið og bar jafnan á sjer tóbaksbauk, sem var silfurbúin tönn. Vel gæti jeg trú- að því, að einhverntíma yrði skrif- uð bók um íslensku tóbaksbauk- ana, sem eru merkileg og þjóðleg ílát, listaverk, sumir þeirra, að útskurði og silfurbúnaði. En nú láta íslendingar sjer sæma að taka í nefið úr meðalaglösum með pqrmírcfarma í, pða jafnvel úr pappírskramarhúsum! Mikil er sú hnignun og skelfiiig að vita til hennar. • Af vinnufólki foreldra minna man jeg ýmsa menn og konur, en minnisstæðastur er mjer þó Guð- mundur gamli, sem var hjá þeim bæði í Kóranesi og í Straumfirði. Það man jeg, frá þeim einu jól- um, sem jeg man eftir mjer í Kóranesi, að Guðmundi var gefin þriggja pela flaska af brennivíni í jólagjöf — og bar jeg hana þvers yfir gólfið til hans, og þótti erfitt, því kraftarnir voru litlir, en flaskan þung. Og ekki leið á löngu áður en gamli maðurinn var orðinn góðglaður, því innihaldið kunni hann vel að meta. Guð- mundur hafði verið giftur, en ekki voru hjónin saman þá, tím- arnir höfðu verið mörgum erfiðir fyrir aldamót, einkum voru harð- indaár milli 1880 og 90. Þau höfðu átt nokkur börn og vænt þótti Guðmundi um Ástu konu sína. Þegar hann var ljendur, seui kom fyrir einstöku sinnum, þá voru vinnumennirnir stundum að spvrja gamla manninn hvort hann vildi ekki selja þeim Ástu. En þá svaraði gamli maðurinn: „Nei. «. eg farga ekki Ástu! — Jeg ljet gráa rollu fyrir Ástu“. Allmikið tók Guðmundur gamli upp í sig, og kæmi fyrir að tóbak vantaði, þá tugði hann síðast vasann, sem hann hafði haft töluna sína í. Altaf var gamli maðurinn góður við okkur krakkana. Þegar for- eldrar mínir fluttu frá Straum- firði fór gamli Guðmundur til Reykjavíkur og vann fyrir sjer þar sem vatnsberi síðustu æfiárin. Þá man jeg og er þau giftu sig á heimili foreldra minna, Guðjón Sigurðsson og Þórdís Jónasdóttir, sem síðan bjuggu allan sinn bú- skap í Straumfirði. Þá kom sjera Einar Friðgéirsson á Borg til að gefa þau saman. Jeg man þegar hann stóð austan við sundið og kallaði ferjuna eins og þá var siður, því þá var enginn síminn. Urðu ferðamenn stundum að bíða nokkuð áður en köll þeirra heyrð- ust, ef heimafólkið átti ekki von á ferðamönnum. En í þetta sinn var farið að voiiast eftir prestiu-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.