Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 22.03.1942, Qupperneq 15

Lesbók Morgunblaðsins - 22.03.1942, Qupperneq 15
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 79 um áður en hann kom, svo ekki þurfti hann að bíða. Á þeim árum, um aldamótin, var enn allmikið um Ameríkuferðir og fór víst allmargt af fólki af Mýr- um og úr Borgarfirði. Man jeg þegar hinir og þessir — og ein- stöku heilar fjölskyldur voru að leggja upp í hina löngu ferð til Vesturheims, þar sem misjöfn kjör munu hafa beðið þeirra engu síður en hjer. Um þessar mundir voru hjá foreldrum mínum systurbörn henn ar tvö, frá Akureyri, Sólveig og Matthías að nafni. Er mjer sjer- staklega minnisstætt þegar jeg sá Matthías Einarsson í fyrsta sinn, svo að jeg muni það. Von var á gufubátnum að sunnan, en koma bans drógst fram eftir kvöldi. Við systkinin vorum háttuð þegar hann kom í land, en er hann kom að heilsa upp á okkur, þá gekk bann á höndunum inn til okkar. Þóttu mjer það svo mikil undur, að jeg hefi ekki gleymt því síðan. Hann var þá ágætur í leikfimi, en slíkt hafði víst ekki sjest áður á Mýrunum. Daginn eftir synti hann fyrir okkur krakkana í vogi einum og þótti það enn meiri furða en að ganga á höndunum, að sjá mann fljóta og komast á- fram í vatni, ýmist á hlið, baki eða bringu. Þá var sjálfsagður blutur að menn sykkju ef þeir kæmu í djvipt vatn, og drukknuðu, ef bátur var ekki til taks. Mikil er sú framför, sem orðið hefir á þessu sviði síðan um aldamótin. Það skeðu ekki stórir viðburðir í Straumfirði á þessum æskuárum mínum. Því er flest smátt sem í öiinninu hefir geymst og hefir ekki-þýðingu fyrir aðra en þann, sem það hefir lifað. En ógleym- anleg er mjer náttúrufegurð þess- arar eyjar á vor og sumardögum, tegar alt var kvikt af lífi. Faðir öiinn átti litla, netta skektu, sem bann fór á um sundin milli eyj- anna. Þar mátti taka rauðmaga öieð höndunum, á vorin, í lónum öm stórstraumsfjöru. Þótti okkur strákum það gaman. Þá mátti einnig stinga kola á hinum sendna botni voganna, þegar bjart var. Var hann oft vænn og ágætur til tnatar. Einu sinni dró faðir minn væna lúðu í Straumfjarðarröst- inni milli Höllubjargs og Kóra- ness. Er mjer sagt, að það hafi verið síðasta lúðan, sem þar hefir verið dregin, því nú er alt mjög breytt frá því sem var um fiski- göngur í þá daga. Þá man jeg eitt sinn að við sá- um frá Straumfirði reykjarstrók mikinn úr hafi, sem bar við Reykjavík. Var mörgum getum um leitt, hvað það myndi vera, en ekki frjettist fyr en með næstu skipsferð, að það voru olíuskúr- arnir hjá Batteríinu í Reykjavík, sem brunnu. Hafði kviknað í olíu- fötunum fyrir óaðgætni unglinga. Hár var sá mökkur og svartur. svartur. Frá Höllubjarginu horfðum við oft að Elínarhöfða hjá Akranesi. Var hann kendur við Elínu syst- ur Straumfjarðar-Höllu. Ef þær systur vildu talast við gekk Elín á höfðann en Halla á bjargið og töluðust við yfir þveran fjörðinn, heyrðu þær vel hvor til annarar, en þó heyrði enginn til þeirra. Vestanvert við bjargið er Höllu- vör og Höllunaust. Fyrir vest- an Straumfjarðarbæinn er lægð allmikil, sem heitir Höllugróf Þar ljet Halla gera brunn djúp- an og hlaða vandlega. Heitir hann Höllubrunnur og stendur enn ó- haggaður. Við gamla bæinn stóð einnig hestasteinn með gati á og laut í, sem sagt var að gerð hafi verið til að hægt væri að hella í hana vatni fyrir hestana. Var sá steinn einnig kendur við gömlu konuna, svo margt minti á hana í Straumfirði. Margar sögur lifðu þar einnig um hana, svo sem þegar bróðir hennar heimsótti hana einu sinni, þegar hún átti mikið þurt hey úti, en leit út fyrir vætu. „Upp og heim í garð — og rakið með!“ sagði Halla þá við flekkina, og þeir hófust á loft og heim. Hafði Sæmundur „bróðir“ hennar naum- ast við að hlaða úr og hafði þó 18 púka sjer til hjálpar. Eitt sinn höfðu vinnumenn hennar orð á því, að hundarnir ættu gott, sem gerðu ekki annað en að flatmaga í sólskininu. Þá brá Halla þeim í hundslíki og ljet reka með þeim stóð á fjall. Komu þeir þaðan aftur móðir og þreyttir og svo hásir, að þeir gátu ekki gelt og er sagt að þeir hafi orðið þeirri stund fegnastir, þeg- ar hún kom þeim í mannslíki aftur Annars vita menn lítið sann- sögulegt um Höllu í Straumfirði, og bóndi hennar er hvergi á nafn nefndur. En syni átti hún tvo, sem druknuðu í Mjósundi við Þormóðssker. Fundust líkin ekki og tók Halla það nærri sjer og hjet á Álftaneskirkju að gefa henni einhverja gersemi, ef þau kæmu fram. Skömmu síðar fund- ust líkin svo nálægt Straumfirði. Þá gaf Halla Álftaneskirkju Þor- móðssker og er það nú eign þeirr- ar jarðar. Þá var þar graslendi, æðarvarp og selatekja. Nú er það, _sem kunnugt er, nakinn klettur, þar sem fátt kvikt hefir haldist annað en selur og svartbakur, víst til lítilla nytja fyrir aðra en sjómenn, sem hafa oft komið þar á vorin, ef lendandi var við sker- ið. Um aldamótin flutti Ásgeir í Knarrarnesi þangað yrðlinga, sem náðust á grenjum og hugðist láta þá lifa þar til vetrar. En lítill arður mun hafa orðið af því, stundum tók sjór reflna, eða þá að ófært var í skerið, þegar færa þurfti yrðlingunum æti — sel- skrokka o. þ. h. Enda var refa- rækt þá ekki upp tekin. Á þessum síðustu árum fyrir aldamótin mun verslun mjög hafa eflst í Borgarnesi og viðskifti því minkað mjög við Straumfjörð, og rjett eftir aldamótin fluttu for- eldrar mínir suður til Reykja- víkur. En eftir það dvöldum við systkinin tíðum á Álftanesi, Straumfirði og í Knarrarnesi yf- ir sumartímann og það hjelt við minningunni um margt það, sem skeði þar í bernsku. Hygg jeg rjett munað, að þar hafi þá verið mörg heimili með svo miklum menningarbrag, að það muni hafa verið með því besta, sem þá gerð- ist til sveita á landi hjer. En nvt eru liðin 25 ár frá því er jeg kom síðast á Mýrarnar og vegna þess langaði mig mjög til að heimsækja fornar slóðir, — enda þótt Borgnesingar segi nú: „Aumir á Mýrunum" í staðinn fvrir ,.r>ass“. þearar þeir spila á

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.