Lesbók Morgunblaðsins - 22.03.1942, Page 16

Lesbók Morgunblaðsins - 22.03.1942, Page 16
80 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS kvöldin og fá Ijeleg spil á hend- ina. Því brá jeg mjer skyndiferð að Álftanesi og Straumfirði, þó um hávetur væri, og jeg skildi ekkert í, að það skyldi vera svona langt orðið síðan jeg hafði komið fram á Mýrarnar, fæðingarstað minn, þar sem jeg hefi nú verið á sífeldu flakki um gjörvalt land- ið síðustu tvo áratugina fyrir Búnaðarfjelag íslands. Öðruvísi var þar nú um að lit- ast, um hávetur, en í sumarskrúði endurminninganna frá bernsku, og margt breytt frá því sem var, eins og eðlilegt er eftir aldar- fjórðung. Einmitt þann aldarfjórð unginn, sem breytingar hafa vafa- laust orðið mestar á síðan saga landsins hófst. Á Álftanesi er þó enn Ifið sama fólk og þá var, en miklum mun færra í heimili og hin prúða húsfreyja þar, Martha Níelsdóttir, til moldar gengin fyr- ir fáum vikum, höldruð. Að öðru leyti var þar flest með sama svip, sem jeg vildi óska að lengi mætti haldast. Þar er fagurt og víðsýnt af „virkinu" hjá bænum, þó ekki' sje það hátt að metratali. Hjá bænum liggur mikið brak úr hinu fagra skipi Dr. Charcot, sem minnir á eitt hörmulegasta sjóslys, sem orðið hefir hjer við land og hve hættuleg ströndin við Mýrarnar er. í Straumfirði er nú nýr bóndi kominn í stað Guðjóns, sem bjó þar nær fjóra áratugi. Virðist mjer hann una sjer vel og kunna að meta kosti og hlunnindi þess- arar afskektu eyjar. Mætti honum vegna þar vel. Kóraneshöfðinn er nú ber og blásinn, gærni kollurinn grár af sandi. Húsgrunnur föður míns og matjurtagarður móður minnar sandi orpnir, svo að varla sjer fyrir þeim. Æðarkollurnar, sem voru aldrei margar þar, hafa yfirgefið nesið. Mörg síðustu árin var þar aðeins ein, altaf sama koll an, sem hjelt trygð við sama hreiðr ið, orðin grá á lit af elli. Síðastl. vor kom hún ekki í Kóranesið og mun hún þá varla í lifenda tölu lengur. Sandorpin bryggja, all- mikið mannvirki, og sandorpnir húsgrunnar og grjótgarðar eru nú það eina, sem minnir á að þarna hafi bústaður og verslunarstaður verið. Guðbjarni bóndi í Straumfirði sækir mig yfir röstina. Nú þarf ekki að kalla úr Hólmanum, því riú er hægt að síma frá Álftanesi þegar lagt' er á stað þaðan. Vest- an við röstina virðist mjer alt vera eins og það var. Húsgrunn- ur, hlaðinn úr hnullungum, minn- ir mig á æskuheimilið og opinn brunnur þar hjá. En húsið er löngu burtu flutt og bygt úr efn- inu nýtt hús á prestsetrinu á Borg. Álög Höllu hafa sannast, um að þar skyldi ekki vera fastur kaup- staður og hefir verslun nú legið þar niðri í fjóra áratugi. Enda litlar líkur til að þar muni versl- un koma nokkru sinni aftur. Guðbjarni bóndi Helgason býr í timburhúsi því, sem Guðjón ljet reisa nokkru eftir aldamót, og er að byrja á að gera túninu til góða á ýmsan hátt og að jafna úr aldagömlum öskuhaugum yfir hina sendnu jörð. Hestasteinn IIöllu var svo í jörð sokkinn, að gatið í gegnum hann var horfið, en honum verður áreiðanlega lyft. Suður Búðarey virtist mjer eins og hún var að öðru leyti en því, að mjög eru nú hellurnar í kring- um æðarhreiðrin farnar að hall- ast. Járnkengurinn í klöppinni stendur þar enn traustum fæti og minnir á svínbundin kaupför í sundinu. Áttatíu hestar af eyja- töðu fengust úr Suður Búðarey í fyrra. Þó jeg væri þarna í þetta sinn um hávetur, sá jeg nóg til þess að sannfærast um, að eyjan sjálf og Mýrarnar gefa endurminning- unum ekkert eftir hvað fegurðina snertir, þegar dag fer að lengja, jörðin að gróa og fuglinn fer að taka þar heima eftir fjarveru vetrarins. Frá Ilöllubjargi er og alt með sama svip út til skerja, en þó með einni mikilsverðri breytingu. Á Þormóðssker, sem er þar yst og ber hæst, er kominn 20 metra hár viti. Næsta haust verður kveikt á honum, ef ástandið verður þá betra í henni veröld en nú. Hann á að leiftra þar í myrkr- inu, til minningar um Dr. Char- cot og skipverja hans og koma í 0 veg fyrir að slík hörmungarslys endurtaki sig við Mýrarnar. Ragnar Ásgeirsson. Fjaðrafok Anthony Asquith er maður nefndur. Hann er breskur kvik- myndaframleiðandi og á ákaflega bágt með að muna nöfn — jafn- vel góðra kunningja sinna. Hann var einu sinni að borða kvöldverð í Savoy-gistihúsi og er hann leit upp úr blaði sínu sá hann andlit á manni, er hann kannaðist mæta vel við. En nafnið gat hann ekki munað. Asquith stóð á fætur, tók í hönd mannsins og sagði: „Hvernig líð- ur þjer? Hvar hefir þú veriðí Yiltu ekki borða með mjer?“ En ekki gat hann munað nafn manns- ins. Þá sagði maðurinn alt í einu: „Jeg er þjónninn, herra. ,piinn“. ★ óttist ekki mótstöðu. Munið að flugdrekinn fer upp á við gegu, ekki með, vindinum .... ★ Það er það einkennilegasta við lífið, að ef þú neitar að taka við nolrkru nema því besta, þá færð þú það oftast. (Somerset Maugham). ★ — Ó, læknir, sagði ung stúlka. Haldið þjer að örið sjáist? — Það, ungfrú, svaraði læknir- inn, er algjörlega undir yður sjálfri komið. ★ Frúin: Hvernig stendur á því, að stór, sterkur og heilbrigður karlmaður eins og þjer getið lagt yður niður við að betla, Betlarinn: Frú min góð, það er eina atvinnan, sem jeg þekki til, þar sem maður eins og jeg get yrt á hefðarfrú eins og yður, án þess að þau hafi verið kynt. ★ Jón: Ef jeg ætti konu eins Og þú, myndi jeg aldrei fara út á kvöldin. Sigurður; Ef þú ættir konu eins og jeg, mvndir þú ekki þora ót á kvöldin.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.