Lesbók Morgunblaðsins - 29.03.1942, Síða 6
86
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
Han hafði eldrei hugsað um
lífið sem þá miklu dulargátu
sem það er. Hann hafði öslað
gegnum lífið með lokuð augu.
Hann gæti sjálfur dottið niður
dauður áður en sól væri af lofti.
Og hver væri svo útkoman af
æff hans? Þar mundi ekki talin
#
áform hans um þegar og ef —
einhvemtíma í framtíðinni. Það
liðna aðeins var staðreynd. Því
sem orðið var var ekki hægt að
breyta. Hver hlutur sem hann
hafði gert var ritaður á töflur
tímans, og ómögulegt að þurka
hann út.
Hann dró andann og fann til
ununar af því hvernig svalt
kvöldloftið fylti lungun. Hann
lifði og hann langaði til að verða
sæll í lífinu.
Hann ætlaði að fara til for-
stjórans undir eins og leggja
spilin á borðið. Og svo varð það
að koma sem koma vildi. Hann
gat ómögulega skilið hvernig
hann hafði dregist út í þetta ó-
sæmilega líferni. Þegar hann
leit um öxl fann hann, að eigin-
lega hafði hann verið sælastur á
því skeiði, sem hann eyddi engu
í óþarfa. — Hann fór að næstaj
símaturni og fletti heimilisfangi
bankastjórans upp í síma-
skránni.
★
ANS CLAUSEN nam staðar
við blaðaskúrinn undir Sí-
valturni og las efnismiðana frá
kvöldblöðunum. Það hafði víst
ekkert markvert skeð. Með stór-
um stöfum, sem náðu yfir þrjá
fjórðu af fregnmiðunum, var
sagt frá því, að stúlka á hjóli og
hestvagn hefðu rekist á við
Norrebros Rundel. Tvö þúsund
egg hefðu brotnað. Svo stóð,
með miklu minna letri, að
franska stjórnin væri oltin úr
sessi, og að jörðin ætti, sam-
kvæmt vísindalegum rannsókn-
um, að farast eftir átta daga.
Hans Clausen hafði lofað að
fara í búðir fyrir konuna sína,
en því gat hann frestað þangað
til hann færi með lestinni heim.
í staðinn keypti hann vönd af
krysantemum og fór heim til
Mögdu Winther.
Hann hringdi dyrabjöllunni
en það leið löng stund þangað til
hann heyrði fótatak hennar í
ganginum.
— Jeg hjelt að þú værir —
en hvað gengur að þjer?
Hún ljet hann fara inn í stof-
una og lokaði hurðinni. Hann
lagði blómin á ofurlítið messing-
borð.
— Þú hefir grátið?
— Hefirðu lesið kvöldblöðin,
Hans?
— Nei, svaraði hann. — Ekki
ennþá.
— Óli er dáinn. Hann hefir
fallið suður á Spáni.
— Hvað segirðu? Það getur
ekki verið satt!
— Jú, frjettin hefir komið
um hendur utanríkisráðuneyt-
inu, svo að hún hlýtur að vera
rjett.
— Óli var altaf æfintýra-
maður.
— Hann var góður maður.
— Já, mjer þótti mjög vænt
um hann.
| — Það þótti mjer líka, sagði
'Magda, — en ekki nóg! Það er
svo margt sem maður iðrast eft-
ir — eftirá. Þú veist, að hann
var ástfanginn af mjer og hann
var altaf að reyna að vera mjer
svo góður, en jeg svaraði hon-
um, að jeg væri svo þreytt, og
ætlaði að fara að hátta, þegar
hann talaði við mig í símanum.
Hann varð svo undarlegur þá
— jeg hugsa að hann hafi heyrt
í grammófóninum innan úr innri
stofunni og hafi skilið, að það
voru gestir hjá mjer. Og svo
heyrði jeg ekki af honum eftir
það. Þetta var síðast skiftið, sem
jeg talaði við hann. Hann fór til
Spánar mánuði síðar — og nú
er hann dáinn. Jeg skammast
mín eins og hundur.
— Maður lítur alt öðrum aug
um á hlutina, þegar maður get-
ur ekki bætt fyrir það, sem mað-
ur hefir gert öðrum rangt til,
sagði Hans. — óla var það eig-
inlega á móti skapi, að fara
þangað suður. Hann var orðinn
þreyttur á þessum sífelda erli.
Einn daginn kom hann upp á
skrifstofuna til mín og ætlaði að
fá lánaðar tvö þúsund krónur,
til að koma sjer upp smá versl-
un. Hann ætlaði að fara að
halda kyrru fyrir og starfa í
næði.
— En þú lánaðir honum
ekki?
— Jeg hafði peningana til en
sagði nei. Þegar hann var far-
inn var jeg að hugsa um að
hlaupa á eftir honum og fá hon-
um ávísun fyrir upphæðinni, og
næstu daga var jeg kominn á
fremsta hlunn með að senda
honum þessi tvö þúsund krónur.
Þetta, sem hann ætlaði að nota
peningana til, virtist ráðlegt og
heilbrigt. Og hann var í raun-
inni áreiðanlegur, þó hann væri
stundum öfgafullur.
— Já, hann var ráðvendnin
sjálf.
— Já, það held jeg líka. Auð-
vitað hefði hefði jeg átt að láta
hann fá peningana. Þá hefði
þetta aldrei komið fyrir. Jeg sá
hann aldrei eftir þetta. En síðar
heyrði jeg, að hann hefði siglt
með vöruflutningadalli til Lissa-
bon.
— Við höfum 'mikið að saka
okkur um, Hans. Hefðum við
ekki brugðist honum þá hefði
þetta aldrei skeð.
— Nei, það er satt, Magda.
Hún fór til hans og.settist við
hliðina á honum í sófanum, dró
höfuð hans að sjer og kysti hann
á munninn.
— Nei, vertu ekki að þessu,
Magda, ekki núna. Mjer finnst
það svo óviðfeldið.
— Jeg ætlaði bara að hugga
þig-
— Fyrirgefðu. Jeg hefði ekki
átt að segja þetta.
Hann klappaði henni á hönd-
ina.
— Jeg get ekki að því gert,
Magda, sagði hann skömmu síð-
ar, — mjer finst jeg vera svo
óhreinn. Jeg veit, að Óli var
ástfanginn af þjer. Mjer fanst
svo gaman, að geta náð í stelpu
frá honum og gera hana ást-
fangna af mjer.
— Jeg er engin stelpa.-------
— Það er ef til vill einmitt
það ranga, að jeg hefi hugsað
um það svona. Hann starði ofan
í gólfið og strauk úr gólfdúkn-
um með fætinum. — Jeg var
svo hreykinn af því að geta
bolað honum óla, sjálfu kvenna