Lesbók Morgunblaðsins - 29.03.1942, Síða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 29.03.1942, Síða 8
88 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS <“t‘‘H“>‘H‘ HULDA: ÞORGEIR LJOSVETNINGAGOÐI ALÞINGISFÖRlN ÁRIÐ 1000 i. Fagwrt er viS Ljósavatn — um grund og græna skóga fer glaður sunnanblærinn og sveigir reyr og blóm. Öldur vatnsins Ijósgullnar augum goSans fróa, til Alþingis hann ríSur — aS kveSa upp skapadóm —. Þó veit hann ei hvaS bíður — litur yfir bú og bygðir og biður öllu góðs, er þar leikur sjer og gner. Við þetta fagra hjerað hann binda traustar trygðir, frá tindi að fljótsins hyljum er jörðin honum kær. Þorgeir er kosinn. Þung er hans byrði er þögull í búð sína gengur hann. Allt ísland og höf þess á herðum hvila og heimta rjett fyrir hvem sinn mann. Heiðnin og kristnin á hjarta liggja, hrópa tregandi: Svík mig eil Öll þjóð hans, frá öldungi' að ófæddu barni sin örlög heimtar: Seg já eða nei! I Fram Bárðardal þeir ríða, í Kiðagil að kveldi þeir koma og reisa tjöld sín við bergvatns tæran straum. Himininn í norðri er allur sem í eldi og ættarbygðin góða hulin kvöldsins bláa draum. En öræfin í suðri í rauðum litum Ijóma, sem landvættir í purpuraskikkjum haldi vörð. Svo fagurt er, að þingmenn gleyma svefnsins sæta dróma, þeir sitja, llkt og heillaðir, og dáðst að himni og jörð. Hljóðnið öll — nú þarf næðisstundu, nefnið ei Þorgeir — hann sökkva skal í djúpin, lengst utar dagsins harki, þar dauði og líf sina gátu fal. Síns sjálfs skal nú leita — sig sjálfan krefja um sögn og dómkraft og lausnarorð heillar þjóðar, er hamingju hans treystir og heimtar tvo drotna við sama borð. % I f Að lokum býður goðinn að gengið sje i tjöldin og gætt sje hesta og varnings af þeim, er treysta má. — En undarlega hann dreymir: um ása og jötna völdin, þeir eiga harða baráttu um himinn, lönd og sjá. Svo trylld er þessi orrahríð, að ei má nokkur vita hver eigi sigri að hrósa og ráða himni og jörð. Æsir skjóta logasverSum, jötnar þungum þvita — og þessi draumfeikn vara alt til morguns, fimbul hörð. Þá heyrir Þorgeir goði Heimdal nafn sitt kalla og helgan lúður þeyta og boSa sáttafund. Hann vaknar — undrast drauminn. Hvort átti hann að falla á Alþingi? Var nálæg jarðar hinnsta skapastund? Þó slíkt bæri ei að höndum voru ærin drauma efni, því fslendingar deildu, hvar sem hittust menn og menn, um gamlan sið og nýjan. Hvort hafði hann sjeð í svefni þá sundrungn, er frjálsu ríki eyða skyldi senn? Goðinn sprettir tjaldskörum. Úti er himinn heiður, háfjöll standa í óttuljóma, döggin skín við svörð. Svo friðsælt er, sem aldrei hefði á foldu vegið reiður, nje flár beitt rógi — alt virtist sátt á himni og jörð. — Brátt þeysa glaðir flokkar um fjallveguna kunna, frjálsir menn, er halda í sumardýrð á þing. Og tiginbornar konur, sem afreksmönnum unna, eins og perlur skreyta hinn breiSa kappahring. II. Skift er um þætti í skapa heimi. Skelfur hið gamla í dýpstu rót. Fram brýst hið nýja úr forlaga hæðum sem fossandi elfur og dunandi fljót. Leyst upp í flokka er lýðveldið unga, logar í djúpi und skipulags grund; þinghelgi í voða, þjóðin í voða — þrútin af heift nálgast úrslitastund. Loks heldwr við bardaga — helgin rofin. Þá hrópar hið norræna goðavit: Saurgið ei Alþingi! Semjum heldurj sýnið á drenglund og stilli lit. Hlýðið mannvitsins kvöð og kalli: Kristnin og heiðnin leggist í dóm! íslands göfgustu synir upp se.gi sjálfir öll lög — og hreinsi burt gróm. Brjótum vjer lögin, brjótum vjer friðinn. Þú bjarti höfðingi, satt mælir þú. — Oll góð öfl mig styðji storminn að lægja, stig finna rjettan og trausta brú. — Und feld leggst goðinn: Jeg frið vil hafa, uns fer jeg sjálfur úr hýðis þögn, nefnið ei Þorgeir. — Menn hlýða — og hlusta, en hljótt er um goðann og dulin rögn. — Loks rís upp Þorgeir — til Lögbergs gengur. / Ijósi miðsumars stendur þar hinn göfugi, heiðni höfðingi’ og flytur með hreimþunga norrænum alþjóð svar: Alt land skal kristið — en liðast hið gamla á laun, uns þess tími kominn er að hverfa með öllu í Urðar skóga. Elfi tímans ei stöðvum vjer. Hún brýst fram með afli, í öðrum löndum, afli, sem mótst.öðu vinnur tjón, því áfram er boð hins eilífa máttar og ckkert stenst tímans forlagadóm. Segjum upp lög vor sjálfir, með stilli, án sekta og víga, er eyða land. Brjótum vjer lögin, brjótum vjer friðinn. Búum ei sjálfir frelsinu grand. Mælt hefur goðinn. Þögn er á þingi, þrungin krafti, sem örlög kýs sjálfur í hljóðleikans höll, eins og goðinn, er hátt yfir múginn sem tindur rís. Vitið ofsann og ófrið lægir. Allir játast und Þorgeirs dóm. ísland er kristnað — án valds og víga. Vor kom án hreta, með öll sín blóm.' * ♦ Fyrnast má aldrei fegursta dssmi um friðsæld og mannvit, er gæfu skóp heillar þjóðar á stórri stundu og stöðvaði frændvíg, níð og hróp. — Sem lýsandi eldstólpi um aldir leiði, á örlagatímum, Þorgeirs vit höfðingja fslands til hamingju landa, —' helgi og blessi vors fána lit.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.