Lesbók Morgunblaðsins - 29.03.1942, Side 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
89
Mánuð á björgunarfleKa
um hávetur í Atlantshafi
Flekinn vel búinn að vistum og öðru
Tveim sjómönnum, dönskum og
sænskum, var. nýlega bjargað
eftir að þeir höfðu hrakist heilan
mánuð á timburfleka á Atlants-
hafi.
Daninn er Erilc William Ander-
sen, 23 ára að aldri og Svíinn er
Yngve Erik Carlstedt. Eftir því
sem menn frekast vita, eru þeir
þeir einu, sem komust lífs af, af
einu af skipum „Transatlantic“,
sem var yfir 9000 smál. Skipinu
var sökt í byrjun janúar, án nokk
urar viðvörunar úti á miðju At-
lantshafi. Var álitið, að það hefði
horfið með öllu saman, 34 manna
áhöfn og 6 farþegum.
En þessum tveim mönnum var
bjargað. Var það að þakka sjer-
staklega vel útbúnum björgunar-
fleka, er skipstjóri skipsins, Yngve
Cassel, hafði gert. Timburflekinn
var 5X4 m. að ummáli og helm-
ingi hærri en þessir flekar eru
venjulega. í miðjunni var hólf,
hálfan annan meter á dýpt, þar
sem í voru geymdar miklar birgðir
af matvælum, drykkjarvatn, hlý
föt og olíueldavjel, og það var
þetta, sem gerði Andersen og
Carlstedt mögulegt að draga fram
lífið í svona margar vikur.
daprir dagar.
Tveir timburflekar af sömu gerð
voru á þilfari sænska skipsins.
Raunalegt er að sjálfur höfundur
þeirra virðist ekki hafa getað
bjargað sjer upp í þá.
Þessir tveir, sem bjargað var,
soguðust niður með skipinu og
komu upp á sjávarborðið í nám-
unda við annan timburflekann.Þeir
höfðu rjett aðeins krafta til þess
að sveifla sjer upp á flekann.
Fyrstu þrjá dagana gátu þeir
ekki annað gert en að halda sjer
fast í plankana, svo að þeim
skolaði ekki útbyrðis, því sjóv
gekk þá altaf yfir flekann. Skol-
aði m. a. burtu brauðkassann.
Fjórða daginn batnaði veðrið og
sjórinn var rólegri. Þegar þeir
voru búnir að ausa hólfið, gátu
þeir matreitt fyrstu máltíðina, sem
var dósakjöt og kaffi, er þeir
höfðu útbúið á olíueldavjelinni.
Hólfið var þarna með renniloki
og í því 100 niðursuðudósir með
kjöti, baunum, gulrótum, ertum
og sardínum. Þeir fundu einnig
tunnu með drylckjarvatni, hlý föt,
olíustakka og þrjú teppi, sem
þeir sveipuðu um sig. Einnig
fundu þeir miklar birgðir af stein-
olíu, til þess að nota á vjelina.
SKAMTURINN
MINKAÐUR.
Eftir 12 daga fóru þeir að draga
við sig matarskamtinn. Þeir ljetu
sjer nægja eina dós af grænmeti
á dag, fyrir utan kaffi. Þegar
þrjár vikur voru liðnar, voru mat-
vörurnar að þrotum kornnar, en
sjómennirnir tveir gáfu ekki upp
lífsvonina.
Tómu niðursuðudósunum hentu
þeir útbjrrðis og fengu með því
sjálfir meira rúm í hólfinu, þar
sem þeir voru nokkurn veginn í
skjóli fyrir brotsjóum. Stundum
fyltist hólfið af sjó, svo að þeir
urðu að ausa það.
Að lokum lifðu þeir aðeins á
þunnu kaffi. „Við sáum í draum-
um svínakjöt og egg (Bacon and
eggs)“, sagði CSrlstedt við blaða-
manninn er hafði tal af þeim.
BJÖRGUNIN
Þann 10. febrúar, þegar þeir
höfðu verið 30 daga á timbur-
flekanum, fann Hudson-sprengju-
flugvjel þá loksins, en flugvjelin
var að njósna um kafbáta. Sjó-
mennirnir tveir beindu athygli
flugmannsins að sjer, með því að
skjóta flugeldum. Seinna kom
Catalina-flugbátur til þeirra. En
hann gat ekki sest á sjóinn, af
því að sjór var of úfinn. Flug-
báturinn gerði þá togara aðvart.
Þegar togarinn nálgaðist flekann,
skaut annar þeirra einni eldflugu,
en hann var þá svo veikburða,
að hann gat ekki staðið upp-
rjettur.
Andersen og Carlstedt álíta, að
þá hafi rekið 675 km. á timbur-
flekanum. Þegar þeir fundust,
voru þeir 400 km. frá Skotlandi
og ferðin til lands tók marga
daga. Þegar skipbrotsmennirnir
komu á land, höfðu þeir þegar
náð sjer furðu vel, en það var að
þakka hinni góðu aðhlynningu á
togaranum.
í landi biðu hjúkrunarkonur og
sjúkrabílar, til þess að flytja þá
á sjúkrahús. En sjómennirnir tveir
gengu sjálfir á land og vildu
vissulega ekki láta aka sjer í
sjúkrahús. Þeir hafa ekkert mein
haft af hrakningum sínum og
bíða nú aðeins eftir næsta tæki-
færi til þess að fara aftur á
skip.
(Þýtt úr „Fritt Danmark“).
Dómari nokkur í Detroit veitti
frú Mariu Millis, em er 91 árs,
skilnað frá manni hennar, sem
er 73 ára. Eiginkonan gaf bónda
sínum það að skilnaðarsölr, að
liann væri sífelt á eftir öðru
kvenfólki.
★
Verslunareigandi einn í Kansas
City hengdi spjald á pemngaskáp
sinn með leiðbeiniugum um, hvern-
ig ætti að opua skápinn. Inn-
brotsþjófar höfðu tvisvar brotið
upp skápinn. í þriðja sinn brut-
ust þjófar inn í verslunina, en
fóru ekki eftir leiðbeiningunum,
lieldur brutu upp skápinn.