Lesbók Morgunblaðsins - 29.03.1942, Síða 12
92
LESBÓK M ORGUNBLAÐSINS
HRI
Elskan, mikið er jeg fegin
að sjá þig“, sagði hún.
„Jeg hef hlakkað til þess dögum
saman. Tíminn leið fljótt meðan
jeg var í burtu. Jeg býst við að
sólin hafi haft góð áhrif á mig —
en jeg var eirðarlaus — þráði að
komast aftur til þín“.
Jeg gleymdi öllum vikunum,
sem hún hafði verið fjarverandi;
nú var hún komin til mín aftur og
hún var svo elskuleg. Sólin við
Miðjarðarhafið virtist ljóma út
frá andiliti hennar. Það var ekk-
ert einkennilegt, aðeins hlýtt. Jeg
pantaði kaffi fyrir tvo hjá veit-
ingastúlkunni.
„Þjer finst dauflegt hjer, eftir
að hafa verið í veitingahúsum í
Frakklandi, er það ekki 1“ sagði
jeg. Mig langaði til þess að heyra
aftur að henni þœtti gaman að
hitta mig, heyra að jeg væri ein-
hvers virði.
„Hvaða vitleysa, elskan. Þú
veist, að þannig hugsa jeg ekki.
Jeg naut aðeins að hálfu leyti
verunnar þar, þegar jeg hugsaði
um hve okkur hefði þótt gaman
að vera þar saman. Jeg var í hræði
legu skapi oft og lokaði mig inni
í herberginu mínu. Jeg hef skrifað
þjer löng, dapurleg brjef, til þess
að segja þjer, hve mikið jeg sakn-
aði þín, og hve heitt jeg óskaði
að þú værir kominn. Þá varð jeg
næstum veik og vildi fara með
næstu lest og koma aftur hingað.
Jeg setti niður dótið mitt — en
þá hugsaði jeg um hve jeg var
eigingjörn og hætti við alt, reif
upp brjefin og skrifaði þjer eitt-
hvað fjörlegt og skemtilegt á brjef
kort og reyndi' svo að vera hug-
hraust. Jeg vissi hvað þjer var
mikið áhugamál að senda mig
þangað einmitt þennan tíma. Þá
var þetta svo illa og andstyggi-
lega gert af mjer. Þú, vinnandi
baki brotnu og hættir við alt mín
vegna og jeg ætti svo að vera
þarna með ólund og reyna
ekki heldur að vera frísk þín
vegna.
Svo jeg hætti að skrifa, hætti
NGURINN
að hugsa — þangað til jeg hátt-
aði í litla rúmið mitt á kvöldin,
þá gat ekkert hindrað mig frá
því að hugsa um þig. Jeg reyndi
að skemta mjer, reyndi það þín
vegna, svo að jeg yrði upp á mitt
besta þegar jeg kæmi aftur. Elsku
vinur, það var ógurlega erfitt“.
Jeg sat og horfði niður í boll-
ann minn. Jeg var orðlaus. Mikið
hafði jeg verið ósanngjarn. Hvað
hián var nú falleg. Sólin virtist
hafa þroskað hana, gert hana að-
laðandi. Hugsa sjer, hún hefði
viljað færa mjer sólskinið. Jeg
þarfnaðist þess ekki, jeg hafði
hana. Þá gat jeg sjeð alla staðina
endurspeglast í augum hennar,
alla þá staði, sem mig hafði lang-
að svo til að sjá. Búið með henni
á fallegu, stóru gistihúsi. Keypt
vindla og drukkið whisky eftir
kvöldverðinn, legið í sandinum og
sjeð sjóinn verulega bláan, eins
og á póstkortunum. Yndislega fal-
legar stúlkur gangandi um í sund
fötum og svo horft á hana liggj-
andi við hlið mjer, og horfði upp
í himininn gegnum sólgleraugun
— fallegri en allar hinar.
Jeg mundi verða hraustlegur,
eins og mig hefir altaf langað til.
Engin gleraugu handa mjer, nei,
jeg mundi ekki þarfnast þeirra —
vel pressaðar buxur, fallega skyrtu
og silki hálsklút — sólbrendur —
og svo með armbandsúr á vinstri
úlnlið.
Hún hafði gert þetta alt saman
svo lifandi — mjer fanst í raun-
inni jeg hafa verið þarna líka. Og
svo kanske einhverntíma seinna
gætum við farið þangað og haft.
bæði hlutdeild í öllu. En það varð
nú að bíða. Það var svo erfitt að
spara saman peningum. Jafnmikla
og jeg hafði sparað til þess að
senda hana þangað. Ouð minu
góður, hvílík skepna hafði jeg
verið að öfunda hana af verunni
þar og vera svo að ásaka hana
fyrir að skrifa mjer ekki. Hún
er svo falleg.
Suður-Frakkland er hennar
rjetti dvalarstaður. Aðeins ef hann
hefði nú sjeð hana þar. En hún
mun segja mjer frá því öllu
saman. Og jeg sendi hana þangað.
Jeg sendi hana þangað. Hvað
höfðu þessi ár að segja, sem jeg
varði til þess að leggja til hliðar
peninga, sem jeg ætlaði að nota
í sumarferð handa sjálfum mjer.
Var það ekki þess virði, að eyða
öllum sínum peningum, núna, þeg- '
ar hún var komin aftur og svona
yndisleg. Og það var mjer að
þakka að hún var svona yndisleg.
Breytt fölvanum og óttanum sem
fólst í andliti hennar. Mikið var
hún breytt frá því við hittumst
um kvöldið í strætisvagninum. Þá
hafði henni verið svimagjarnt og
hún hafði mist töskuna sína. Jeg
leit upp og sá að hún brosti til
mín.
„Við skulum fara hjeðan — för-
um heim. — Jeg vil hafa þig út
af fyrir mig“.
Við vorum komin út að dyrun-
um, þegar mjer datt í hug að jeg
hafði gleymt að gefa veitingastúlk
unni drykkjupeninga. Á morgun
læt jeg hana hafa tvöfalda borg-
un, jeg gat ekki farið að snúa
við núna. Jeg leiddi hana undir
hönd.
Þegjandi gengum við að stræt-
ivagni og biðum þar. Jeg kysti
hana ekki fyr en hún hafði tekið
af sjer hattinn. „Elsku, lagaðu
te“.
Mig langaði til þess að sitja
lengur og horfa á hana ganga um
í herberginu, sitja þsnnig að eng
inn sæi mig, það var svo þægilegt.
Svo langaði mig til þess að heyra
hana tala, þangað til hún mundi
setjast við fætur mjer, með höfuð-
ið hallað aftur á bak fyrir framan
arininn og bæta úr sumarfríinu,
sem átti að hafa verið okkar
beggja.
En hinir rjettu dagar sumar-
frísins voru ekki ennþá komnir,
það var alt of mikið að vinna til
þess að jeg hefði getað fengíð
svona snemma frí, það mesta sem
jeg gat, var að fá frí til þess að
fylgja henni niður að bátnum.