Lesbók Morgunblaðsins - 29.03.1942, Side 16
96
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
BRIDGE
Fjaðrafok
Það er leitt að horfa á, þegar
illa er farið með góð spil. Hjer
eru þrjú dæmi, og því miður
mundu margir hafa spilað eins
og hjer er sýnt.
N-S eru í hættu og S spilar 4
hjörtu. V spilar út lauftvisti.
N: S xxx
H DlOx
T ÁKGx
L ÁG9
S: S Kxx
H ÁKGxx
T Dx
L Dxx
Suður býst við, að Vestur hafi
spilað út frá kóngi, og drepur
því ekki. Austur drepur með
kóngi og spilar út spaða tíu.
Vestur á í spaða ÁDGxx og þeir
fá 3 slagi á spaða. Ef Suður
hefði talið slagina, sem hann
átti vísa, hefði hann ekki spilað
af sjer spilinu: 5 slagir í hjarta,
4 í tígli og laufás. Teljið altaf
örugga vinningsslagi strax í upp
hafi.
Sama lærdóm má draga af
þessu spili:
N: S D643
H DG
T KD9
L 8542
S: S ÁG
H Á1098762
T Á75
L D
V spilar laufi og A tekur með
ásnum og spilar spaðafimmi. S
lætur gosann og V kónginn og
spilar aftur spaða, sem A tromf-
ar. Spilar síðan laufi, sem S
tromfar, kemst inn á tígulkóng
í blindum og spilar hjartadrotn-
ingu, en V á kónginn og fær
fjórða slaginn á hann. Óheppi-
leg lega. En S þurfti ekki að
eiga neitt á hættu, ef hann tek-
ur strax á spaðaás og spilar út
hjartaási og öðru hjarta. Þá fær
hann altaf 10 slagi, því að ef
tromfkóngur er valdaður, getur
A ekki átt nema 2 hjörtu og því
ekki tromfað spaða í næsta út-
spili.
1 þriðja spilinu spilar Suður
3 grönd.
N: S xxx
H ÁlOxx
T ÁDxx
L xx
S: ÁlOx
H xx
T x
L ÁKDlOxxx
V spilar út spaðatvisti, S
drepur með ásnum og spilar út
laufás. Það eru aðeins 4 lauf úti,
en þau eru öll hjá V, sem fær á
laufgosann. Suður kemst ekki
inn aftur til þess að taka á 3 frí-
lauf og tapar einum slag. Hvílík
óheppni, að öll laufin skyldu
vera á einni hendi! En ef hann
hefði hugsað sig um og látið
sjer nægja 9 slagi, gat hann
sjeð, að V átti aðeins 4 spaða,
úr því að hann spilar út spaða-
tvisti (A hafði ekki sagt spaða).
Það er því óhætt að gefa hon-
um 3 slagi á spaða og 1 á lauf.
Ef S vill vera alveg öruggur um
vinning, á hann að spila út lág-
laufi og gefa hinum á gosann.
Síðan taka A og V 3 slagi á
spaða, en S fær 6 slagi á lauf og
3 slagi á ásana í hinum litunum.
Mergurinn málsins er sá, að
gefa slag í laufi (ef til vill að
óþörfu), meðan N á lauf til þess
að koma S inn á. Annað mál er
það, að hefði V spilað út
þristi í spaða, en ekki tvistin-
um, gat S ekki verið öruggur
um, að hann ætti ekki nema 4
spaða, og hefði því ekki verið
þorandi að spila öðruvísi en
hann gerði.
Þjófur nokkur í Indianapolis
stal 41 dollar. Hann skildi eftir
miða, sem á var skrifað: „Fyrir-
gefið mjer. Einhvern tíma mun
jeg greiða þetta aftur með rent-
um“. í annari borg í Ameríku
kom kona ein til framkvæmda-
stjóra vöruhúss eins og sagði við
hann: „Fyrir 5 árum stal jeg hjer
hring og skrautnál, sem hvort-
tveggja kostaði 25 cent. Jeg vil
komast í himnaríki“. Hún afhenti
framkvæmdastjóranum síðan 25
centa pening.
Orrynni af kýmnisögum ganga
manna á milli í hernumdu
löndunum. Þær eru ýmist til orðn
ar í þeim löndum, þar sem þær
eiga að hafa gerst, eða tilbúnar
í áróðursskyni. Hjer eru nokkur
dæmi:
★
í frjettalestri breska útvarps-
ins komst þulurinn einu sinni svo
að orði: „Samkvæmt óstaðfestum
fregnum frá Svisslandi var Göring
skotinn niður við austurströnd
Englands í dag“. Er frjettatím-
anum var að verða lokið, kom
þessi leiðrjetting: „Það er nú orð-
ið upplýst, að frjettir þær, sem
bárust frá Sviss um að íGöring
hefði verið skotinn niður við Eng-
landsstrendur, hafa ekki við neitt
að styðjast. Það var ruglast á loft-
varnabelg, sem fjell niður við
austurströndina í rnorgun".
★
1 Ameríku er sögð þessi saga:
— Maður nokkur fjekk brjef frá
ættingjum sínum í Þýskalandi,
sem var á þessa leið: „Kæri frændi
í Ameríku 1 Okkur líður prýðilega.
Enginn hefir liðið neitt. Hitler
leiðir þjóðina til velmegunar.
Hendrick frændi, sem ekki var
á sömu skoðun, var jarðaður í
gær“.
★
Hansl og Franzl hittust. Franzl
hafði nýlega verið látinn laus úr
fangabúðunum í Dachau. „Kæri
Franzl“, sagði Hansl, „það hlýtur
að hafa verið hræðilegt, ógur-
legt ....“.
„Ógurlegt“, greip Franzl fram í.
„Það var heilnæmasti tími lífs
míns. Á hverjum morgni var
byrjað með líkamsæfingum. Því
næst var ágætur morgunverður.
Síðan gátum við hvílt okkur og
lesið blöð og bækur. Maturinn
var ágætur ....“. Og svona hjelt
hann áfram.
Hansl er alveg forviða og segir:
„En Sepp, sem var þar líka, sagði'
mjer alt aðra sögu um dvölina í
fangabúðunum".
„Það má vel vera“, svaraði
Franzl, „en Sepp er líka kominn
þangað aftur“.