Lesbók Morgunblaðsins - 20.09.1942, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 20.09.1942, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 293 fóru þær að beita, því að ungu stúlkurnar á Húsavík beita fyrir sjómennina og þess vegna afla þeir vel. Þær eru líka handfljót- ari við það en nokkur karlmaður. Og þegar þær höfðu lokið þessu, hlupu þær heim, höfðu fataskifti og svo út á Höfða í handknatt- leik. Á Höfðanum eru víðir grasvell- ir, þar sem unga fólkið æfir hand- knattleik og knattspyrnu samtím- is, ^sitt á hvorum reit. Og þarna eyðir unga fólkið öllum kvöld- stundum sínum þegar gott er veð- ur. Það skiftist á að nota vellina. Piltarnir eru aðallega á knatt- spyrnuvellinum, stúlkurnar á hin- um. Og þarna æfa margir flokk- ar sama kvöldið. Tekur hver við af öðrum, en hinir horfa á til að læra bæði góðan leik og hvað ber að varast. Eitt kvöld í sumar taldi jeg þar um hundrað pilta og stúlkur á æsku- og þroskaskeiði, og voru þau öll komin þangað til að iðka íþróttir. Það var fagur og álitlegur hópur í ekki stærra kauptúni. Æfingarnar fóru fram með kappi, fjöri og þó prúð- mensku, og veit jeg nú ekki hvað er hollara æskunni, eða vænlegra til kjarks og áhuga í líífsbarátt- unni, sem fram undan er. Jeg trúi ekki öðru en að þeir, sem vita hvers virði hoIL útivist og íþrótt- ir eru fyrir framtíð þjóðarinnar, hefði verið glaðir í anda ef þeir hefði verið staddir úti á Höfðan- um þetta kvöld. Yeðrið var dásamlega fagurt. Það var eitt af þessum ógleyman- legu norðlensku kvöldum, þegar sólin er enn hátt á lofti í norðri og varpar gulleitum ylgeislum yf- ir ládautt haf og grænar hlíðar. Ut á Höfðann streymir æskulýð- urinn í smáhópum, hlæjandi og masandi. Það er ekki á honum að sjá, að hann hafi átt í ströngu starfi allan daginn. Á iðgrænum leikvöllunum kasta piltar og stúlkur ytri klæðum og standa nú í Ijettum leikfimiklæðum með bera fótleggi. Þau skipast í flokka. Æf- ingastjórarnir kalla til leiks og þeir og þær sem eiga að byrja, hlaupa út á vellina og skipa sjer niður. Hinir setjast í mjúkt' gras- ið og horfa á leikinn. Svo kemur Síldarverksmiðjan og hafskipabryggjan. Fram undan verksmiðjunni sjer á Höfðann og þar fram af á nýi hafnargarðurinn að koma. röðin að þeim, og þannig gengur koll af kolli fram undir miðnætti. Líf og fjör og áhugi. Mjer verður litið út á flóann. Skamt vestur af Höfðanum get jeg talið 38 síldveiðiskip á tiltölu- lega litlu sviði. Þau eru öll að háfa upp síld. Þau eru að moka gulli upp úr sjónum. Þar er hin þroskaða lcynslóð, hinir annáluðu sjómenn okkar að verki. En með sjálfum mjer er jeg viss um, að ungu piltarnir, sem eru á harða hlaupum hjerna um íþróttavöll- inn, verða ekki eftirbátar þeirra, þegar röðin kemur að þeim. Og ungu stúlkurnar, sem hafa unnið allan daginn, en þjóta nú eins og eldibrandar á eftir handknettin- um, þær eru gulli betri. Sá, sem hefir verið eitt slíkt kvöld úti á Höfðanum hjá Húsa- vík og horft á æskulýðinn þar, fer heim með bjartari vonir um framtíð þjóðarinnar, heldur en „ástandið“ sums staðar gerir lík- legt. Ímmni UMUuiuMfniHiinNiiiiiiMiiinimiiiiiminiuiniimiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiMiNiiitimiiiiiMiiftniiui FJAÐRAFOK minmniiiiiiiiiniiiiiiitimvnnn •iMfinirnnnniiiiiiiiiiiiiiiiniiiniiiiiiiil nmumi iiiiiiiuin Stutt og laggott. Ung brúðhjón dvöldu á hóteli í Washington á brúðkaupsferð sinni. Þriðja daginn fór unga frú- in í búðir. Þegar hún kom heim aftur, hraðaði hún sjer upp, en fann þá, að hún var búin að gleyma númerinu á herberginu. Hún þóttist þó þekkja rjettu dyrnar og þreif í hurðarhúninn. En herbergið var lokað. Hún barði í þilið. „Hleyptu mjer inn, ástin“, sagði hún. „Jeg er komin aftur“. Ekkert svar. „Ilunangið mitt“, sagði hún. „Hleyptu mjer inn“. Ókunnug karlmannsrödd svar- aði virðulega og þóttalega: „Frú mín, þetta er ekki bíkúpa — heldur baðherbergi“. Á krepputímunum. Frúin við manninn sinn: — Heyrðu Lúðvík, við verðum að spara. Þú verður að hætta að fá þjer sjúss á hverju kvöldi. Lúðvík; — Auðvitað vil jeg spara, en góða mín vertu ekki með neinar öfgar. Jeg skal framvegis hafa helmingi minna sódavatn í sjússunum. ★ f spilabúðinni. — Hafið þjer spil? — Já. — Get jeg fengið hjartadrotn ingu ? ★ Á dansleik. — Finst yður hún ungfrú Fjóla ekki dans fjaðurljett — Er það nokkur furða — önn- ur eins gæs.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.