Lesbók Morgunblaðsins - 20.09.1942, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 20.09.1942, Blaðsíða 8
296 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS jeg öxlum og kveikti mjer í vindling. Þessar stöðugu ákærur og skammir frá hennar hálfu höfðu nauðalítil áhrif á mig. Jeg sigldi minn eigin sjó. Stundum braut jeg heilann um, hvort hún elsk- aði mig svona ofsalega, eða hvort hún beinlínis hataði mig. Jeg komst oftast að þeirri niðurstöðu, að hún gerði hvortveggja. Svona hefðum við getað haldið áfram endalaust, ef ekki óvænt atvik hefði komið fyrir. Jeg vakn- aði nótt eina við, að konan mín rak upp skerandi angistarvein. Undrandi spurði jeg hana, hvað væri að. Hún sagði mjer, að hún hefði haft hræðilega martröð, hana hefði dreymt, að jeg sýndi henni banatilræði. Við bjuggum á efstu hæð í háu húsi, og stiginn upp til okkar lá í breiðum hringjum. Hana hafði dreymt, að jeg, um leið og við komum upp á okkar hæð, þrifi hana heljartaki og gerði tilraun til þess að kasta henni yfir hand- riðið. Það voru sex hæðir niður, og steingólf undir, svo að það hefði orðið henni að bráðum bana. Hún var í ákaflega æstu skapi. Jeg reyndi eftir bestu getu að sefa hana. En næstu tvo til þrjá dagana mintist hún öðru hvoru á drauminn, og þrátt fyrir það, að jeg gerði gys að honum, sá jeg, að hann leið henni ekki úr minni. Hún hjelt, að jeg hataði hana og vildi losna við hana. Hún vissi auðvitað, að framkoma hennar var mjer alveg óbærileg, og einhvern veginn hafði hún fengið það á heilann, að jeg gæti auðveldlega myTt hana. Hugsanir mannanna eru óút- reiknanlegar, og stundum ásækja þá hugsanir, sem þeir skammast sín fyrir að viðurkenna. >Stundum óskaði jeg þess heitt og innilega, að hún fyndi sjer elskhuga og færi brott með honum, og stundum ósk- aði jeg þess, að kvalalaus og skjót ur dauði losaði mig við hana, en aldrei hafði sú hugsun gert vart við sig hjá mjer, að jeg gæti af yfirlögðu ráði losað mig við þessa óþolandi byrði mína. Draumur þessi hafði stórvægi- leg áhrif bæði á konu mína og mig. Hann gerði konuna mína hrædda, og hún varð um skeið minna bitur í skapi og umburðar- lyndari. En þegar jeg gekk upp stigann upp í íbúð okkar, þá gat jeg ekki gert að því að lúta yfir handriðið og líta niður, og hugsa um það, hve auðvelt væri að gera það, sem hana hafði dreymt um. Handriðið var hættulega lágt. Það þurfti ekki mikið útaf að bera. Mjer gekk illa að losna við hugsunina um þetta. Nokkrum mánuðum seinna vakti konan mín mig eina nótt. Mjer gramdist það, því jeg var mjög þreyttur. Hún var föl og skjálfandi. Hana hafði dr^ymt sama drauminn aftur. Hún fór að gráta og spurði mig, hvort jeg hataði hana. Jeg sór við alla rússneska dýrlinga, að jeg elskaði hana. Að lokum fór hún að sofa aftur. Það var meira en jeg gat gert. Jeg lá andvaka. Mjer sýnd- ist jeg sjá hana detta niður á milli stiganna, jeg heyrði óp h,enn- ar og dynkinn sem varð, þegar hún-kom niður á steingólfið. Jeg gat ekki að því gert, að mig hrylti við“. Rússinn þagnaði og stórir svita- dropar voru á enni hans. Hann hafði sagt söguna vel og skipú- lega, svo jeg hafði hlustað með eftirtekt. Það var enn lögg af vodka eftir í flöskunni, hann helti því í glas sitt og steypti því í sig. „Og hvernig bar svo andlát kon unnar yðar að “ spurði jeg eftir nokkra þögn. Hann tók upp óhreinan vasa- klút og þurkaði sjer um ennið. „Af hinni dæmalausustu tilvilj- un fanst hún síðla kvölds háls- brotin fyrir neðan stigana". „Hver fann hana?“ „Það var einn leigjandinn, sem kom inn skömmu eftir slysið“. „Og hvar voruð þjer?“ Mjer er ómögulegt að lýsa hinni illgirnislegu slægð í augnaráði hans. Litlu, dökku augun skutu gneistum. „Jeg var hjá vini mínum þetta kvöld. Jeg kom ekki heim, fyrr en klukkustundu síðar“. Um leið og hann sagði þetta, kom þjónninn með kjötrjett þann, sem við höfðum beðið um, og Rússinn rjeðst á hann með góðri matarlyst. Hann mokaði í sig matnum í stórum flyksum. Mjer brá mjög. Hafði hann raunverulega verið að gefa mjer í skyn á þenna lítt dulda hátt, að hann hefði myrt konu sína? Ekki leit þessi feiti, óþrifalegi maður út eins og morðingi. Jeg gat ekki ímyndað mjer, að hann hefði haft kjark til slíks. Eða var hann að gera grátt gaman á minn kostnað'! Eftir nokkrar mínútur þurfti jeg að fara, til þess að ná í lest- ina, sem jeg ætlaði með. Jeg yfir- gaf hann og hefi aldrei sjeð hann síðan. En jeg hefi aldrei getað gert það upp við sjálfan mig, hvort hann hafi verið að gera að gamni sínu, eða hvort honum var alvara. Smælki Merkilegur mánaðardagur. Tveir negrar voru úti að ganga. Alt í einu sáu þeir 5 dollara seðil liggja á götunni. Báðir þóttust þeir hafa sjeð hann á undan hin- um og svo fóru þeir að rífast af mikilli grimd um það, hvor þeirra ætti að eiga seðilinn. Deilan jókst orð af orði, og loks sagði annar negrinn: „Heyrðu lasm, hvaða mánaðar- dagur er í dag?“ „Það er mjer fjandans sama um og jeg veit ekkert um það“, sagði hinn með þjósti miklum. „Þú skalt nú kynna þjer það, því að sama dag næsta ár verð- urðu búinn að vera dauður ná- kvæmlega í eitt ár“. ★ Lítil stúlka kom hlaupandi inn til mömmu sinnar og sagði með öndina í hálsinum:* „Mamma, mamma, læðan okkar er búin að eignast nokkra ketlinga, og jeg sem hafði ekkí hugmynd um, að hún væri einu sinni trúlofuð“. * Húsameistarinn við tilvonandi húseiganda: — Og svo hafði jeg hugsað mjer að láta standa á úti- dyrahurðinni fangamark yðar. Tilvonandi húseigandinn: — Nei það er ómögulegt, því að jeg er af þýskum ættum, skírður í Þýska landi og heiti Werner Crantz.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.