Lesbók Morgunblaðsins - 20.09.1942, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 20.09.1942, Blaðsíða 6
294 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS •Í-0000000000000000000000000000000000000000000000000000000<> AAKE ORDING: Sj óliða-flokkur Til norska sjómannsins á almennum fundi norsks sjómannasam- bands 1. maí 1942 (Norsk Tidend London 6. /5. 1942). Upp þú ríst af öldum . allur salti drifinn. Stirðnad þrek af striti stormur lúði og sær. Fjórum skipum skráður. — Skip þín jafn oft sokkin. Enn úr hafi hólpinn■ Helja ei þér nær. Djúpsins skrímsli skoltum skelltu í kjalröst þinni. Skeyti geimsins gamma glnmdu og kveiktu eld. Feyktur fram af borði, fanginn örmum Bánar sást þú skip þitt sökkva, — lcefjast fánans feld. Hvítir hafsins skaflar hrökktu dauðum búkum. Niðdimm. næturauðnin neyðar þuldi són. Út úr hafreks hroða hreifst þú ár í mundir. Beinaber og hrjáður barðist þú sem Ijón. Rarnmur rístu úr boðum. — Raúna-nótt að baki. Hinum megin hennar hauðrið, sem þig 61. Aftur sjerðu í anda'. æskuleik í fjöru, hœinn byljum, hrjáða, birkihlíðar skjól. Sjerð þinn eigin svanna soninn ykkar leiða. Sjerð þar vorið valca, vikna fjallaskörð, hamraeyjar hilla hátt við sjónbaug víðan, blána bjarta tinda, blika svalan fjörð. . Lítur aftur landið logum heljar slegið. — Velkjast lík um voga. Vunnin bryggja hver. Fyrr en glöggt þú greindir, glumdu skot um naustin. Knlum laust um lending. — Láð þttt svikið er! Daglöng vörn, en vonlaus. Valdið uppgjöf heimtar. Fanginn frændi og granni. Farið eldi um lóð. — Aldrei glcymzt oss getur greinin hjörtum brennda: Þetta eydda og unna e/ þín feðra-slóð. Merkt var þér í minni, meðan stóðstu á verði, æ, er fjenda fleinar flugu um skeiðar borð: Alls var vant til varnar. Veizt nú knörr þinn flytja höfug heljar skeyti, — hefnda og launsnar orð. Hvert sinn vel þú vissir, veittist að þjer fluga, eða í hafið hrokkinn hreysti neyttir arms: Stöðugt styrjöld sama. — Stilltir frelsis liðar vitt um vegu jarðar vœntu nú þíns farms. Gamlir gleðinautar, góðir fjelagsbrœður, þeir er þúsund ferðir þræddu sömu slóð, — hver einn hina sömu heimþrá 61 í barmi, sýndi í svipsins festu sína ætt og þjóð. Urðu orð að sanni öll, er sterkast glumdu heima á f jelags-fundum fyrr á æskutíð• Þrældóm þreyttir hrammar þjettu taki heilsast. Fylkjast frelsis-sinnar fram í lausnar stríð. Fagnar þú, er finnur fastar Skotlands hleinar undir kviku-kambi kraft þinnn styðja og fót. Sælt í ungum æðum ættarblóð þitt sýður. — Ennþá áttu lífið. Enn þú tekur mót. Það, sem boði og bylur bugað eigi gátu, þoldi þrúðgan vetur þakið is og snœ, — það skal ei af örmmn . ódreng kúgast láta, engin heiftar hendi hrinda því á glæ. Upp þú ríst af öldum, — afhroð þungt er goldið — einrænn þver og þjáður, Þrænda niðji snjall. Ljóma enn i áugum ættlands fornu sýnir: Noregs kviku-kögur, klettaströnd og fjall. Þjer, sem þúsund hafnir þínum ristir stafni, enn bauð hald og liirðvist heims-þjóð eðallynd. — Þú munt, langt þótt Uði, lenda á heima-vogi. Brosir Berurjóður girt með hvitri grind. Vit þú: vorið mikla vermir þínar strendur. Munt þú hljóðum huga heilsa frjálsri þjðð. Bæði á beru fjalli, beint við opnu hafi, skalt þú fagna og skilja: — Þú átt þessa lóð. Upp þú hefst úr hrönnum hár og fár sem landið, þjáður þjóðar sárum, þreyttur stormi og ver. Þyngdur þúsund fjötrum, þúsund svipum sleginn reisir þn þig rakkur — LÍF ÞITT EILÍFT ER. Konráö Yilhjálmsson þýddi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.