Lesbók Morgunblaðsins - 20.09.1942, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 20.09.1942, Blaðsíða 7
LESBÓK MOJtGUNBLAÐSINS 295 Draum urinn Smdsaga eftir Somerset Maugham AÐ vildi svo til í ágúst 1917, að jeg var tilneyddur, stöðu minnar vegna, að fara frá New York til Petrograd. Mjer var ráð- lagt að fara gegnum Vladivostok til frekara öryggis. Jeg kom þang- að að morgni dags, og beið þar eft- ir lest allan daginn. Lestin gegn- um Síberíu átti að leggja af stað að því mig minnir kl. 9 um kvöld- ið. Jeg borðaði einn á gistihúsi. Það var troðfult, svo að jeg lenti við borð bjá manni, sem vakti mjög athygli mína. Hann var rúss- neskur, hávaxinn, en ákaflega digur, og hafði svo gríðarmikla ístru, að hann varð að sitja í álit- legri fjarlœgð frá borðinu. Hend- ur hans, sem voru litlar, miðað við líkamsstær?5, voru hnöttóttar af spiki. Hárið, sem var sítt, svart og þunt, var greitt beint aftur til þess að hylja skalla hans. Andlit hans var gríðarstórt og öskugrátt og auk þess hafði hann stórkost- lega undirhöku. Nefið var lítið, líktist einna mest litlum hnappi á gríðarstóru andlitinu, og augun voru einnig lítil. En munnur hans var aftur á móti stór, og varirnar þykkar, rauðar og nautnalegar. Hann var klæddur í svört sam- kvæmisföt, en þau fóru illa á hon- um. Það leit helst út fyrir, að þau hefðu hvorki verið hreinsuð nje burstuð frá því hann fyrst fór í þau. Afgreiðslan gekk seint, og það var næstum ógerningur að draga að sjer athygli veitingamannsins. Við hófum brátt samræður. Rúss- inn talaði prýðilegustu ensku, dá- lítið útlendingslega að vísu, en ekki til lýta. Hann spurði mig fjölmargra spurninga um sjálfan mig og ferða áæflun mína, sem jeg auðvitað — stöðu minnar vegna — gat gefið mjög litlar upplýsingar um. Jeg sagði honum, að jeg væri blaða- maður. Hann spurði mig, hvort jeg skrifaði skáldsögur, og jeg viðurkendi, að jeg gerði það í tómstundum mínum. Hann hóf þá þegar að tala um rússnesku skáld- in. Það var auðheyrt, að hann var bæði gáfaður og vel mentaður mað ur. Seint og síðar meir gátum við náð í þjóninn og fengið hjá hon- um tvo diska af kálsúpu. Kunn- ingi minn dró þá upp iir vasa sín- um lítinn vasapela fullan af „vodka“ brennivíni, sem hann bauð mjer með sjer. Jeg veit ekki hvort það var brennivínið, sem losaði um málbeinið á honum, eða það var aðeins venjuleg mælgi, sem olli því, að hann sagði mjer heilmikið um sjálfan sig óbeðið. Það kom í ljós, að hann var af að- alsættum, en lögfræðingur að mentun. Hann var róttækur í skoð unum og einhverjar brösur, sem hann hafði átt í við yfirvöldin, ollu því, að hann var mikið að heiman, sagði hann, og ef jeg ætti einhverntíma leið gegnum Moskva væri jeg hjartanlega velkominn lieim til hans. „Ertu kvænturf' spurði hann mig. Jeg skildi ekki, hvað það mál varðaði hann, en jeg sagði honum, að svo væri. Hann varp öndinni mæðulega. „Jeg er ekkjumaður", sagði hann. „Kohan mín var svissnesk, frá Genf. Hún var mjög vel ment- uð kona. Hún talaði lýtalaust ensku, þýsku og ítölsku. FrSnska var auðvitað móðurmál hennar. Hún talaði rússnesku miklu betur en allir aðrir útlendingar“. Hann kallaði á þjóninn, sem gekk framhjá með bakka hlaðinn diskum, og spurði hann, að því mjer skildist, því að jeg var þá að mestu leyti ókunnugur rúss- nesku, hvenær röðin kæmi að okk- ur á ný. Þjónninn svaraði ein- hverju, sem jeg ekki skildi, en jeg sá þó, að Rússinn gerði sig ánægðan með svar hans. Síðan hjelt hann leiðar sinnar í skyndi, og vinur minn andvarpaði. „Síðan í stjórnarbyltingunni er afgreiðsla á veitingahúsum okkur til háborinnar skammar“. Hann kveikti sjer í tuttugasta vindl- ingnum og jeg velti því fyrir mjer, um leið og jeg leit á^úrið mitt, hvort jeg myndi fá nokkuð annað en þessa vesælu kálsúpu, áður en lestin færi frá Vladivo- stok. „Konan mín var ákaflega merki- leg kona“, hjelt hann áfram. Hún kendi tungumál við einn besta skólann í Petrograd. í mörg ár lifðum við í sátt og eindrægni. Hún var engu að síður mjög af brýðissöm að eðlisfari, og til allr- ar óhamingju elskaði hún mig svo heitt, að það gekk brjálæði næst“. Jeg átti bágt með að verjast brosi. Hann var tvímælalaust einn ljótasti maðurinn, sem jeg hafði sjeð. Feitlagnir menn geta oft verið aðlaðandi, en þessi nálgað- ist það að vera ógeðslegur. „Jeg ætla ekki að halda því fram, að jeg hafi verið henni trúr. Hún var ekki ung þegar við gift- umst, og við höfðum verið gift í tíu ár. Hún var lágvaxin og hor- uð, og hafði grófa húð. Hún var mesti orðhákur, og skapvonska var henni í blóð borin. Hún gat ekki þolað, að jeg skifti mjer af nokkrum öðrum en henni. Ilún var afbrýðissöm, ekki einungis út í kvenfólkið, sem jeg þekti, heldur einnig út í vini mína, köttinn minn og bækurnar. Til dæmis gaf híin einu sinni í fjarveru minni frakka af mjer, einungis vegna þess, að mjer geðjaðist betur að honum en hinum frökkunum mínum. En jeg er að eðlisfari rólyndur maður. Jeg skal viðurkenna, að jeg var þreyttur á henni, en jeg umgekst hana möglunarlaust. Því fór fjarri að mjer dytti í hug að losa mig við hana. Jeg þoldi hana, eins og menn neyðast til að þola slæmt veður og höfuðverk. Jeg þrætti fyrir það, sem hún ásakaði mig um, meðan jeg gat, síðan ypti

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.