Lesbók Morgunblaðsins - 15.11.1942, Qupperneq 6
358
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
Þá kom Sören Jakobsen, er var
síðasti „factor“ hjá Thaage.
Á þessu tímabili og lengur
komu, flest sumur, lausakaup-
menn (,,speeulantar“) á skipum
sínum og versluðu meira og minna
Árið 1870 kom kaupskipið
„Grána“ með vörur, hófst um það
leyti hrej'fing í þá átt að stofna
útbú frá Gránufjelaginu og
keyptu menn eitthvað af hluta-
brjefum þess fjelags.
Sumir af verslunarstjórunum
höfðu ábúðarrjett á jörðinni og
ráku búskap. Eru til þess nefndir
þeir Melby og Hans Hjaltalín.
Tengdasonur hans, Bjarni Þor-
steinsson frá Bakka í Bakkafirði
— hann var kallaður borgari, því
hann hafði versluharrjettindi —
tók við jörðinni af honum og bjó
hjer nokkur ár og rak jafnframt
einhverja smáverslun, en árið 1870
tekur C. G. P. Lund við jörðinni
og hefir hún verið í vörslum þeirr-
ar ættar síðan. Þessi Lund var ís-
lenskur í móðurætt. Hafði hann
búið á Ásmundarstöðum, sem er
skamt frá Raufarhöfn, nokkra
hríð, en flytur nú í „Búðina“.
Verslun Thaage var þá á fallanda
fæti, en tvisvar í viku hafði Lund
opna búð og seldi vöruleifar frá
Thaage og eitthvað smávegis, sem
hann gat náð sjer í.
Árið 1874 seldi Thaage verslun-
arhúsin manni í Reykjavík,
Daníel Jónssyni að nafni', og sendi
hann þá strax hingað verslunar-
stjóra, sem hjet Símon Alexíusson.
Var þá Lund vikinn burt úr
„Búðinni“ og hafði flutt langhús,
er hann átti á Ásmundarstöðum,
hingað til Raufarhafnar. Bjó hann
svo í því og síðar börn hans þang
að til 1909 að fjölskylda hans
reisti hjer tvílyft timburhús
handa sjer og stendur það hús enn
og er kallað Lundshús. Jafnhliða
búskapnum fór Lund lengi með
verslunarskip á hverju sumri og
seldi vörur fyrir Robertson og síð-
ar fyrir Fog.
En nú víkur aftur sögunni til
föstu verslunarinnar. Símon Alexí-
usson verslunarstjóri, sem áður
var nefndur, virðist hafa dvalið
hjer aðeins nokkra mánuði, en
farið þá, því engar vörur komu
vegna ísa. Þó muu „Grána“ hafa
flutt hingað einhvern vöruslatta
þetta sumar.
Árið eftir, nefnil. 1875, byrjar
Gránufjelagið að versla hjer sem
fastaverslun, hefir þá líklega
keypt húsið og sendir hingað
fyrsta verslunarstjóra sinn, Her-
mann Hjálmarsson. Bjó hann í
„Búðinni“ og stjórnaði verslun-
inni í þrjú ár. Þá tók við Geir
Gunnarsson, bróðir Tryggva
Gunnarssonar, en starfstími hans
var aðeins eitt missiri. Kom þá til.
sögunnar Kristinn Havsteen, hann
var verslunarstjóri hjer þangað
til hann tók við Gránufjelagsversl.
á Siglufirði, eftir lát Snorra
Pálssonar. Þá flutti Jakob Gunn-
laugsson hingað um 1884. Hann
var síðasti verslunarstjórinn, ^^ví.
rúmum áratug síðar, eða 1896—
98, seldi fjelagið bræðrunum Ein-
arsson verslunina og hafa þeir átt
húsin og rekið verslun hjer síðan.
Hjer að framan hefi jeg aðal-
lega talað um verslunina, sem
rekin hefir verið hjer á Raufar-
höfn í rúm 100 ár, enda var hún
lengi vel aðal lífæðin og lyfti-
stöngin, þangað til útgerðin hófst
rjett eftir síðustu aldamót og svo
síldarverksmiðjurnar á allra síð-
ustu árum, sem kunnugt er.
Þorpið getur raunar ekki tal-
ist nema 30—35 ára gamalt, því
árið 1910 voru ekki önnur hús
fyrir utan lækinn, sem skiftir
þorpinu, en „Búðin“, sem á lóð
frá læknum og langt úteftir, ís-
akshús, lítill moldarkofi, er hús-
hjón áttu og nefnist nú Grund,
og svo Lundshúsið, sem áður er
nefnt. Þar fyrir utan er nú kom-
ið „Prófastshúsið" og kirkjan hjá
fallegri, lítilli tjörn, sem er uppi
í mýrinni fyrir ofan sjávarbakk-
ann. Þar fyrir norðan teygir Höfð-
inn sig fram, smáhækkandi er
utar dregur. Þar blasir kirkju-
garðurinn við þorpinu og svo vit-
inn, er stendur vst á Ilöfðanum
og ber hátt. Tangi þessi eða
„IIöfðinn“ umlykur höfnina að
norðan og austan og er örugg
vörn.
Sunnan við lækinn tekur
„IIoltið“ við. Þar var, árið 1910,
Grænahús (nú heitir það Braut-
arholt) og 2 eða 3 Norðmanna-
skúrar (braggar). Önnur hús voru
ekki, en stuttu síðar var Stein-
holt bygt og svo hvað af hverju,
og þarna hafa síldarverksmiðj-
urnar risið af grunni með öllum
sínum fylgifiskum, svo sem þróm,
geymsluhúsum, lýsisturnum,
bryggjum o. s. frv. Að vestan-
verðu lykja lágir ásar um þorpið.
Þar ætti að gróðurset.ja skóg, sem
næði alla leið út á Höfðann. Gæti
þetta orðið fegursta bæjarstæði og
hin kringlótta höfn er dásamleg
Þar vagga sjer margir tugir skipa
álognöldum á sumrin, þegar stór-
brim og ósjór er útifyrir.
Nú eru í þorpinu nær þrjú
hundruð manns búsettir, en á
sumrin er hjer fjöldi fólks, því
síldarverksmiðjurnar draga að
sjer'mikinn mannafla, og svo er
gert út til fiskjar. Róa nokkrir
stórir aðkomubátar auk heimabát-
anna.
Um útgerð er ekki getið fyr en
rjett eftir síðustu aldamót, og síld
var ekki nefnd hjer og þektist
ekki fyr en bræðurnir Einarsson
(þeir voru fjelagar Jón og Sveinn
synir Einars á Hraunum) hófu
síldveiðar með reknetum 1901.
Sveinn segir mjer svo frá, að
þetta vor feom til hans Norðmað-
ur, er hjet Bendik Mannes, hann
var svo stór, að hann fylti út í
dyrnar, er hann gekk til stofu og
leitaði viðræðna við Svein. Var
erindið að hvetja þá bræður til
að fara að veiða síld.
Var þá hafist handa og veitt
eitthvað töluvert með reknetum,
en fáum árum síðar keyptu þeir
seglskipið „Vega“ og var þá far-
ið að veiða með snurpinót. Veiðar
þessar gengu misjafnlega, en þetta
var vísirinn — byrjdn síldveiða
á Raufarhöfn, sem nú eru reknar
hjer í mjög stórum stíl. Skipin
koma inn hvert af öðru, stóra
verksmiðjan, sem bræðir 5000 mál
á sólarhring, hamast nótt og dag
og afgreiðir 1000 poka af síldar-
mjöli á dag og einhver óskiiþ af
lýsi. Gamla verksmiðjan er að-
gerðalaus og virðist það synd, því
skipin bíða hlaðin, en sagt er að
verkamenn vanti og sömuleiðis
húsnætú fyrir fólkið, því hver bás
er þjettskipaður.
Framh. á bls. 360.