Lesbók Morgunblaðsins - 15.11.1942, Page 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
359
Flagðið í heilsuhælinu
Eftir LLEWELYN POWYS
MJ E R er ósýnt um að
blekkja menn, en þó
varð mjer það einu sinni á. —
Jeg dvaldi mjer til heilsubótar
í hressingarhæli í Sviss. Húsið
var stórt og stakk álappalega
í stúf við fjallshlíðina.
Mjer leiddist alveg hroða-
lega þarna. Slæptist allan dag-
inn. Var einn míns liðs. I hæl-
inu voru samankomnir alls kon-
ar úrkynjaðir mannræflar, sem
voru að reyna að lappa upp á
einskis verða líftóru sína. Mjer
leið bölvanlega. Jeg labbaði
nm. Útsýnið var alltaf eins:
furutrje. snævi þakin fjöll og
bændur með beljur í eftirdragi.
Mjer sýndist svissnesku bænd-
urnir vera bannsettir slæpingj-;
ar. Mjer fanst þeir ekkert gera
allan daginn annað en reykja
heljar miklar pípur, kyrja ein-
hverja bölvaða lagleysu og
drattast með beljurnar sínar.En
eitt var þó hægt að hugga sig
við í hælinu, því að — til allr-
ar hamingju — konur verða
stundum lasnar líka. Jeg var
ekki alvarlega veikur og hafði
góða von um að geta farið heim
til mín eftir fáeina mánuði.
En samt var jeg altaf að reyna
að sjá mjer út kvenmann, sem
gæti ljett mjer þetta leiðinda
líf.
Jæja, dag einn gekk jeg hátt
upp eftir fjallshlíðinni og sett-
ist niður á þúfnakoll til þess
að hvíla mig. Þá kom til mín
másandi og blásandi Eng.lend-t
ingur. Hann var skrambi gugg-
inn og veiklulegur að sjá. Jeg
mundi alt í einu eftir því, að
mjer hafði verið sagt, að hann
þjáðist af ólæknandi hjarta-
sjúkdómi og gæti dáið þá og
þegar. Hann settist hjá mjer.
Eftir langa hósthviðu hvíslaði
hann að mjer, því að nú orðið
gat hann aðeins hvíslað, að
hann væri nýbúinn að fá brjef
frá konunni sinni, þar sem hún
segðist ætla að heimsækja
hann. Mjer fanst jeg geta ráð-
ið það af sigurhreimnum í rödd
hans, að konan væri dásamlega
fögur. „
Þessi maður lifði á því, að
framleiða skó — brúna skó, —
sem hann fullvissaði okkur sjúk
lingana um, að væru þeir bestu,
sem hægt væri að fá á markað-
irpim. Yið umgengumst hann
með lítilsvirðingu, þögulli ó-
svífni.
Jeg var kyntur fyrir konu
hans nokkrum dögum síðar. —
Hún var dásamlega fögur. Jeg
gleymi ekki augnaráði hennar,
er við heilsuðumst. Það virtist
reyna að meta hæfni mína til
þess að vera henni til gamans.
Hún var bersýnilega ein þeirra
spiltu kvenna, sem hafa enga
sál, en gáfur, — og nóg af
blíðu.
Kvöldið eftir að maður
hennar, „gamli maðurinn“, eins
og hún kallaði hann, var hátt-
aður, sátum við í dagstofunni
og röbbuðum saman. Jeg var
henni auðsjáanlega að skapi.
,.Jeg veit, hvað þjer eruð að
hugsa“, fanst mjer augu henn-
ar segja. „En verið bara djarf-
ur, og þá getið þjer farið með
mig eins og yður sýnist“.
Hún heillaði mig æ meir með
hverjum degi, sem leið. Jeg var
eins og í vímu, þegar hún var
nálægt mjer. Jeg gat ekki stað-
ist hana.
Hún var alltaf jafn töfrandi.
Við máltíðir var jeg vanur að
gjóta augunum yfir að borðinu
hennar, en þá ljest hún méð
brosmildu augnaráði vera að
fela sig bak við túlípanavasa.
Jeg get aldrei svo horft á túlí-
panana í garðinum heima, að
mjer detti ekki í hug þessi tæl-
andi fegurð hennar.
Verksmiðjueigandinn var auð
sjáanlega upp með sjer af því,
hvað konan hans gekk í augun
á okkur karlmönnunum, og
hann bauð mjer oft upp í her-
bergið sitt til að drekka með
sjer kaffibolla eða vínglas.
Hann gerði þá ítrustu tilraun
til að gleyma óhamingju sinni.
En þegar hann hló eða hvísl-
aði, þá sá jeg greinilega í svip
hans rúnir dauðans, sem jeg
hef svo oft sjeð ristar í andlit
dauðvona tæringarsjúklinga.
Konan hans var oft önug við
hann og kallaði hann bjálfa, ef
hann var þjáður og dapur í
bragði. Mjer var með öllu ó-
skiljanlegt, hves gersneydd hún
gat verið nærgætni í garð hans.
Dag nokkurn bauð hún mjer
að drekka kaffi með þeim hjón-
unum. Maður hennar hafði ekki
komið niður til hádegisverðar,
og hún fullvissaði mig um það,
að nærvera mín myndi gera
honum ljettara í skapi. „Hann
er draugfúll og hefir hita“,
bætti hún við hlæjandi.
Við fórum úr lyftunni á
þriðju hæð og gengum til her-.
bergis þeirra hjónanna. — Við
gengum inn, en þar var enginn.
Hún kallaði á hann til þess að
vita, hvort hann hefði ekki
gengið út á svalirnar, en enginn
svaraði. Vinur hans bjó í her-
bergi beint á móti honum, og
við gerðum ráð fyrir að hann
hefði litið inn til hans.
Aldrei fyr höfðum verið tvö
ein saman í herberginu. Augu
okkar mættust. Jeg snart hönd
hennar. Hún kipti henni ekki að
sjer. Jeg tók hana í faðm mjer.
Hún veitti enga mótspyrnu. —
Ekkert nema kossar okkar rauf
kyrðina í herberginu, þessa
einkennilegu, hálf dýrslegu
kyrð, sem umvefur elske'ndur,:
þegar þeir í fyrsta skifti geta
gefið sig á vald holdlegum hvöt-
um sínum. En allt í einu fann
jeg til einhverrar einkennilegr-<
ar kendar. Það var einhver inni
í herberginu! Jeg var viss um
það. Jeg var sannfærður um
það, að við vorum ekki ein í
herberginu.
Jeg leit við.
Framh. á bls. 360.