Lesbók Morgunblaðsins - 10.01.1943, Qupperneq 2
2
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
Hrefnu-Láki og synir hans koma úr veiðxför. Hrefnu Hrefna dregin á land upp.
Láki er aftast í bátnum, þá Karl, síðan Kristján.
ur. Gæti svo farið, að hann bætti
við sig einni eða tveimur fyrir
haustið, ef lánið og lognið væri
með, en hvorttveggja er nauðsyn-
legt við hrefnuveiðar. Margan og
ódýran málsverð hefir Þorlákur
dregið að Iandi handa fólkinu við
ísafjarðardjúp, því að hrefnukjöt,
einkum af ungum hrefnum, er
herramannsmatur, ef það er vel
matreitt, og altaf mjög ódýrt,
miðað við önnur matarkaup á
sama tíma.
Hvert mannsbarn við ísafjarð-
ardjúp kannast líka við Þorlák og
kennir hann við smáhvelin, sem
hann veiðir og kallar hann
Hrefnu-Láka. Flestir Vestfirðing-
ar munu og við hann kannast og
margir aðrir, víðsvegar um landið.
Þessi sjerkennilegi atvinnuveg-
ur, sem ef til vill stendur og fell-
ur með þessum eina manni, er alt
of merkilegt fyrirbrigði í atvinnu-
sögu landsins, og þá fyrst og
fremst Vestfjarða, til þess að
hann gleymist með öllu, þegar
Þorlákur fellur frá.
Taug sú, er tengir saman þjóð-
lega menningu hinna ýmsu tíma-
bila, er dýrmætur arfur. Við höf-
um þegar lagt altof marga þætti
hennar undir tröllaeggjar gleymsb
unnar, af því að við gleymdum aíl
vígja þá með skjalfestingu e&a
öðru, sem mátti að gagni koma,
meðan hægt var.
Til þess nú að hrefnuveiðar
Þorláks Guðmundssonar á ísafjarð
ardjúpi fari ekki sömu leiðina,
skulum við ganga fyrir skyttuna
og leita frjetta.
n.
Við Þorlákur sitjum heima hjá
honum og tökum tal saman.
— Fjekst þú snemma áhuga
á að fara með byssu? spyr jeg.
— Strax og jeg man eftir mjer,
svarar Þorlákur. — Þá voru Norð-
menn hjer við hvalaveiðar og
höfðu um tíma hvorki meira nje
minna en þrjár hvalveiðistöðvar
hjer í hreppnum. En fyrir mig
vildi svo óheppilega til, að þeir
fóru hjeðan einmitt um það leyti,
sem jeg hefði getað byrjað að
vera með þeim, fyrir aldurs sakir.
— Það munaði þá minstu, að
þú yrðir stórhvalaskytta hjá
Norðmönnum.
— Munaði einu ári, segir Þor-
lákur. — Jeg hafði loforð fyrir
plássi á einum hvalveiðibátnum
sumarið eftir. Átti jeg að fá að
skjóta nokkrum sinnum til
reynslu og fá pláss sem fullgild
skytta, ef vel gengi. En árið, sem
jeg fjekk þetta loforð, var síðasta
ár Norðmannanna hjer í Álfta-
firði. Sumarið eftir fluttu þeir
sig á aðrar stöðvar.
— Hvenær eignaðist þú þína
fyrstu byssu ?
— Ja, það er nú saga að segja
frá því, ansar Þorlákur brosandi.
— Þá var jeg smástrákur, eitt-
bvað um tíu ára. Byssan var tví-
áleypt skammbyssa eða pístóla,
forhlaðningur af gamaíli gerð.
— Hvar náðirðu í þetta verk-
færi?
— Jeg fjekk það hjá strák inn-
an af Langadalsströnd, sem var
hjer á ferð.
— Gastu nokkuð notað þetts
galdraverkfæri?
— Lítið fór nú fyrir því, svar-
ar Þorlákur, — enda varð mjer
jafnan óhægt um skotfæri. Jeg
þurfti hvellhettu og jeg þurfti
púður, hvorttveggja fjekk jeg
mjög af skornum skamti. En ætti
jeg púðurkorn, þá hlóð jeg pístól-
una og fór niður í fjöru.
— Það hefir orðið að nota smá
högl í svona pístólu?
— Blessaður værtu, jeg átti
aldrei blýhögl. Jeg notaði grjón
eða ertur fyrir högl, ráfaði svo
um fjöruna og skaut á sendlinga,
en hitti aldrei.
— Ekki hefir þú þá unað lengi
við pístóluna sem skotvopn?
— Nei, næsta byssa, sem jeg
fjekk, var gamall munnhlaðning-
ur. Jeg fekk hann hjá Norðmönn-
um. í fyrsta skipti, sem jeg skaut
úr þessari byssu að tófum, drap
jeg tvær í sama skoti. Þetta var
vikuna áður en jeg fermdist.
3einna um vorið fór jeg kvöld
nokkurt að greni hjer uppi í fjall-
inu. Laust eftir miðnætti kom
jeg heim með báðar tófurnar og
einn yrðling. Þá þóttist jeg nú
heldur en ekki maður með mönn-
um.
— Ekki skal jeg rengja þig um
það. Margur þykist af minna á
þeim aldri. Og upp frá þessu hef-
ir þú svo farið að stunda refa-
veiðar ?
— Já, svarar Þorlákur. — Eft-
ir þessa fyrstu grenjaferð mína
var jeg ráðinn sem grenjaskytta
fyrir hreppinn. Strax veturinn
eftir ferminguna byrjaði jeg að
liggja úti fyrir tófum. Síðan hefi
jeg legið fyrir tófum meira og
minna á hverjum vetri, nema það
'iiafa ef til vill gengið einn eða
tveir vetur undan.
— En nú, þegar þú ert að
hálfna sjöunda tug æviáranna?