Lesbók Morgunblaðsins - 10.01.1943, Qupperneq 4

Lesbók Morgunblaðsins - 10.01.1943, Qupperneq 4
4 LESBÓK M0RGUNBLAÐSIN8 Jens Benediktsson: FYRIRSÁT Dalurinn óbygði liggur auður og lífvana snemma á vor- degi. Hrikaieg og tindót: gnafa fjöllin beggja rnegia hans, og enu eru öll gil þeirra og skörð fylt gömlum, óhreinum snjó, alla leið niður að ánni, sem liðast eftir dalbotninum, brún af framburði og með dreifða jaka hingað og þangað. Það hefir verið þíðviðri alllengi, himininn er tindrandi blár, aðeins hjer og þar ljett, dreifð góðviðrisský. Sólin skín, og fyrsti nýgræðingurinn er byrjaður að skjóta upp kollinum sumstaðar, en enn eru aðeins fá græn brum á birkikjarrinu uppi í hlíðunum. Allur dalurinn andar steingjörðri ró, aðeins raust ár og lækja rífur hina hrikalegu eyðiþögn. Það gengur einmana maður inn eftir dalnum. Hann fer hratt og litast oft um, árvökrum augum. Hann er auðsjáanlega ekki meira en rúmlega tvítugur, hár og herði- breiður, en miðmjór. Hann er klæddur knjesíðum kirtli úr bláu klæði, girtur silfurbelti. Á höfð- inu ber hann ljetta stálhúfu, sem glampar í sólskininu. Á bakinu hefir hann skjöld og styðst við langt, breiðblaða spjót. Sverð ber hann í skeiðum við vinstri hlið. ' Ljóst andlit hans er dálítið barnslegt á svip, en blá augun hvöss og ákveðin. Glóbjart hárið hrynur í lokkum niður á herðar. Þessi ungi maður er Högni Yagns- son á Bæ, hann er nú á heim- leið, eftir að hafa heimsótt goð- ann, hinn volduga Ölvi á Hofi. — Góður maður er Ölver, hugs- ar Högni. Enginn hefði gefið mjer slík loforð sem hann, um hjálp og fylgi í máli mínu. Gjarna vildi hann láta sonu sína fylgja mjei á leið. Aldrei er gott einum a? fara, sagði hann. Gat verið, a? bræður Kára hefðu fengi^ njósn- ir af ferð hans um dalinn? — Víst fór förumaður einn frá Hofi, nokkru eftir að hann kom þar. Saga Vel hefði hann getað hlaupið hvað hann mátti og borið bræðrum Kára alla söguna, í von um laun fyrir. Augu Högna hvörfluðu hvast og rannsakandi yfir dalinn framundan, athuguðu hverja mis- hæð eins vel og unnt var. Það var ekki gerlegt að sjá vel í slíku landslagi, þar sem skiftist á gam- all snjór og moldbrún jörð. — Illir menn eru bræður Kára, fyrst þeir eggjuðu hann á að veita mjer atgöngu, vissulega að- eins vegna þess, að þeir öfunda föður minn af auðæfum hans, og mig af að eiga að erfa þau. Þeir vilja gjarna höggva einu ungu greinina af gamla trjenu. En dýr- keypt skal það verða þeim! Fjell ekki Kári með klofið höfuð fyrir sverði mínu? Hann, sem hjelt að engi væri hans líki í orr- ustu En hafi hann haldið, að Högni Vagnsson bæri konuhjarta í brjósti, þá skjátlaðist honum mjög. Högni hnyklaði miklar brýnnar. — Jeg er friðsamur mað- ur og bauð manngjöld fyrir hinn vegna, þótt hann rjeðist á mig og fjelli þar með óhelgur. En því neitaði Þórður bróðir hans með háðulegum orðum. Og ekki geðjað- ist Ölvi goða heldur að því. Máske var það þessvegna, að hann bauð mjer mannfylgd? Ef til vill held- ur hann mig blauðan, og að jeg aðeins af hepni hafi orðið bana- maður Kára? — Hugdeigur er jeg ekki, þótt mjer bjóði við ó- friði og mannvígum, og ei heldur læt jeg skerða heiður minn nje föður míns. Aldrei var hann í víking, -og er* nú hniginn að ár- um, — altaf undi hann sjer aðeins dð friðsamleg störf. Því ætla þeir óræður, að jeg sje honum jafn- friðsamur, og sjá sjer því leik á borði að hnekkja þeim, er þeir öfunda af auðæfum og orðstír. Og munu bræður Kára, Þórður grimmi og Björn svarti, leggja niður allan fjandskap, ef dómur málsins gengur mjer í vil? Nei, einhverntíma verður deilan út- kljáð á vopnaþingi, og hver stend- ’ ur þar eftir ofar moldu? — Já, mennirnir eru undarlegir, öfund- sjúkir og þrætugjarnir, löngun til ófriðar er þeim af náttúrunni í blóð borin. Sjái þeir nokkurn, er framar stendur sjálfum þeim, spinna þeir um hann lygaþráð og lasta, og ef þeir eru nógu hugað- ir eða ósvífnir, verja þeir óhróður sinn með vopnum, ráðast á þann. sem fyir illkvittni þeirra varð, gerist hann svo djarfur að bera hönd sjer fyrir höfuð. Og almanna rómur talar gjarna þeirra mál', góðir menn eru of hátt hafnir til þess að leggja eyru við níði og rógi. Gleðjast mun Vagn bóndi, er sonur hans kemur heim með lof- orð um hjálp og málafylgi goðans. Ef til vill hefir hann iðrast þess nú, að hann taindi sjer eigi vopna- burð í æsku, og óttast að helsti mikið af friðsemi hans sje mjer í blóð borin. Og hann veit, að bræður Kára verða ekki um sinn útlægir gerðir, ekki fyrr en þeir standa yfir höfuðsvörðum mínum, og þá er það um seinan. Högni andvarpaði. Hann fór nú ekki eins hratt og var ekki eins árvakur og áður. Og þótt hann litaðist um, varð hann einkis lif- andi var. Áin dunaði skamt frá honum, straumþung og mórauð. honum fanst eitthvað geigvænlegt í niði hennar. Hátt uppi í fjöll- unum heyrðist langdrægt og hást hrafnagarg. Hrafninn, fugl dauðans, er lagð ist á nái fallinna manna! ísköld óhugnan fór um sterkan líkama Högna. Honum fanst alt í einu auðnin, sem hann annars unni svo mjög, verða ógnandi og illvænleg, og leyndi bakvið hæðadrög sín ó-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.