Lesbók Morgunblaðsins - 10.01.1943, Síða 6
6
LE8BÓK M0RGUNBLAÐ8INS
voru vel bundin og blæddu ekki
lengur. Við hlið hans lá blóðugt
sverð hans.
Hann kendi svíðandi þorsta og
kallaði veikum rómi á Björn, sem
einmitt hafði lokið við dysina og
kom til hans. Þegar hann sá, hvers
Högni óskaði, sótti hann vatu
handa honum í hjálm sinu.
Um stund var þögn. Svo sagði
Bjöm með djúpu, málmhljóða
röddinni sinni:
— Ilvárt skulum vjer eigi
halda til bæja? Brátt líður dag-
ur að kvöldi og sár og móður
maður fær eigi farið hratt yfir.
Langt augnablik horfði Högni
á hann, svo sagði hann: — Hví
gerðir þú þetta, Bjöm bóndi?
Svarið kom hægt og rólega:
— Aldrei hefir Björn víkingur
ljeð órjetti og varmensku lið sitt.
Bræður mínir voru menn illir og
öfundsjúkir, enda hefir það þeim
nú í koll komið. Vel hefði jeg get-
að felt bæði þig og alla þá, er þú
barðist við í dag, oft hefi jeg
gengið með sigur af hólmi úr við-
ureign við meira ofurefli, en jeg
hefi aldrei neytt liðsmunar. Jeg
vissi, að vonska bræðra minna
myndi verða þeirra höfuðbani, en
aldrei hefi jeg ljeð illmensku lið
mitt nje hefnt fyrir hana. Aldrei
ganga góðir drengir öfundsýki og
órjetti á hönd. Víst er faðir þinn
maður auðugur, en aflað hefir
hann fjefanga sinna með verslun,
og friðsama kaupmenn og bænd-
ur hefi jeg aldrei rænt, aðeins
víkinga og stigamenn.
Kári bróðir minn breiddi út
lastmælgi um þig. Þung orð hlaut
hann af mjer þess vegna, en góð
ráð gefin af heilum huga, og slík
ráð þykkjast vondir menn aldrei.
Jeg vissi, að þeim bræðrum myndi
illa farnast, og jeg ljeði Þórði lið
í dag til þess eins, að hann yrði
ekki banamaður góðs drengs. Vita
skalt þú það, Högni Vagnsson, að
ef nær þjer hefði sorfið í dag,
myndi öx mín hafa veitt sverði
þínu í bardaganum. Kom nú,
hrausti sveinn, vjer höldum áleið-
is að Bæ.
Þeir hjeldu hægt inn dalinn og
ljetu eftir kalt, stirðnað lík og
steindys, þar sem áður höfðu stað-
ið fimm hraustir menn.
Ofan úr fjöllunum heyrðist
garg hrafnanna, og jökulbrún
elfan söng líksönginn yfir hinum
föllnu. Kbh. sept. 1938.
0
Mesta hrefnu-skytta..
Framh. af bls. 3.
inn á, svarar Þorlákur og stend-
ur upp. — Við skulum bara
skreppa fram í bátinn.
Svo göngum við úr húsinu og
niður til sjávar.
— Hefirðu ekki aðra byssu nú
en fyrst, þegar þú byrjaðir ? spyr
jeg.
— Jú, ansar Þorlákur. — Þetta
er þriðja byssan. Þá fyrstu fjekk
jeg 1913, eins og jeg sagði þjer
áðan, fjekk hana hjá Norðmönn-
um. En byssan var ensk, búin til
í Birmingham. Hún var af gamalli
gerð og hafði l^ tommu hlaup-
vídd.
— Notaðir þú hana lengi?
— Jeg notaði hana í 8 ár. Ár-
ið 1921 fjekk jeg byssu frá Hagen
í Osló, með sömu hlaupvídd, en
af nýrri gerð.
Við erum nú komnir niður í
fjöru. Þar setjum við lítinn ára-
bát á flot og róum frá landi.
— Og hvernig var svo þriðja
b}rssan, sem þú fjekst? spyr jeg.
— Hún var líka frá Hagen. Jeg
fjekk hana árið 1926. Hún hefir
2 tommu hlaupvídd.
— Þykir þjer hún betri?
— Hún þolir sterkara skot
og þessvegna er betra að drepa
með henni.
Nú rennum við upp að síðunni
á hrefnubátnum, stígum um borð
og bindum árabátinn.
— Þetta myndi vera skutull-
inn, segi jeg og tek upp vopn
eitt úr stáli gert, er Hggur á
þiljum uppi. — Nú, hann er
skrambi þungur, bæti jeg við.
— Já, skutullinn er 8 kg. að
þyngd, svarar Þorlákur. Þyngd
skeytisins, ef skotlínan er talin
með, er um 20 kg.
Niðurl. í næstu Lesb.
„Þjónn, hvað á þetta að þýða?
Það flýtur dauð fluga ofan á súp-
unni minni“.
„Hvemig ætti jeg að vita það?
Jeg er engin spákerling".
Fjaðrafok
Hanna: „Hvað myndirðu segja,
ef jeg segði þjer, að jeg kyssi
aldrei karlmenn ?í‘
Sjóarinn; „Vertu bless!“
★
Lagleg stúlka kom inn í troð-
fullan strætisvagn. Ungur maður
stóð samstundis upp. Áður en hann
gat sagt nokkuð orð, ýtti stúlkaa
honum niður í sætið og sagðL
„Þakka yður fyrir, jeg vil heldur
standa".
Ungi maðurinn stóð aftur upp,
og aftur ýtti unga stúlkan honum
niður, með sömu orðunum. í
þriðja skipti stóð hann upp og
æpti:
„Ungfrú. Gjörið svo vel að
leyfa mjer að standa upp, það eru
10 mínútur síðan vagninn fór
framhjá áfangastað mínum“.
★
„Fötin skapa manninn“. En
hlutverk þeirra, þegar konan á
í hlut, er að sýna, hvernig hún
er sköpuð.
★
Herramaður á veitingahúsi:
„Eruð þjer þjónninn, sem jeg bað
um fiskinn hjá?“
Þjónninn: „Já, herra“.
Herramaðurinn: „Væri yður
sama, þótt þjer segðuð mjer,
hvaða beitu þjer notið??“
★
Hún: „Drottinn skapaði okkur
konurnar fagrar og heimskar“.
Hann: „Hversvegna?"
Hún: „Fagrar svo að menn
elskuðu okkur, en heimskar svo
að við elskuðum þá".
★
Hann: „En þú verður að kann-
ast við, að karlmenn hafa meiri
dómgreind en konur".
Hún: „Auðvitað! — Þú giftisi
nijer, en jeg þjer!“
★
Ung stúlka leitaði ráða hjá
piparmeyju um, hvort hún ætti
að giftast unnustanum, sem var í
þann veginn að fara til útlanda.
„Væna • mín“, sagði frænkan.
„Ef jeg mætti lifa upp á nýtt, þá
myndi jeg flýta mjer að gifta mig,
áður en jeg væri nógu fullorðin
til að hafa vita á að gera það
ekki“.