Lesbók Morgunblaðsins - 10.01.1943, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 10.01.1943, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLASBINS 3 Ekki liggur þú þó enn úti fyrir tófum á veturna? — Jú, það geri jeg. Jeg lá fyr ir tófum í vetur sem leið og jeg mun gera það á vetri komanda, ef mjer endist líf og heilsa. — Það hlýtur að vera ákaflega kuldalegt verk að liggja úti heil- ar nætur um hávetur, þegar menn verða að liggja svona hreyfing- arlausir ? — -Já, víst er það kalt. Maður verður að vera vel búinn. Jeg ligg venjulega í gæruskinnspoka. — Veistu, hvað þú hefir legið lengst hreyfingarlaus í pokanum að vetrarlagi? — Jeg hefi lengst legið 17, klukkustundir, án þess að standa upp. — Það held jeg sje auma lífið, að liggja svona aleinn úti á víða- vangi um dimmar og kaldar vetr- arnætur, verða altaf að vera glað- vakandi og viðbúinn, en mega sig hvergi hreyfa? — Læt jeg það alt vera, ansar Þorlákur. — Þetta kemur upp í vana. í skammdeginu legst maðui- vanalega niður um það bil, sen. dimt er orðið og stendur ekki upp fyrr en bjart er af degi. — En sjest þá nokkuð til að skjóta ? — Ef eitthvað lýsir af tungli, er altaf sæmilega skotljóst, en þegar tunglslaust er með öllu, sjer maður ekki til að miða á tófu, nema því aðeins að snjór sje yfir öllu. Jafnvel þótt tófan sje hvít, sker hún sig altaf úr, þegar hana ber við snjóinn. — Það vill þá tófunni til lífs, að það eru ekki allir, sem hafa sjónskerpu og athyglisgáfu hins þjálfaða veiðimanns, segi jeg. — Annars kæmi varnarlitur henn ar að engu haldi. En segðu mjer nú, Þorlákur, manstu hvað þú hefir legið úti fyrir tófu í mestu frosti ? — Já, ansar Þorlákur, — það man jeg vel, því að það var ein- mitt þegar frostið steig hæst hjer um slóðir, frostaveturinn 1917— 18. Frostið komst þá upp í 35° C. — Hvar var það, sem þú reynd- ir við tófuna þá nótt? — Jeg lá hjema yfir í KambS' nestánni, lá í mínum gærupoka í 7 klukkutíma. — Og hversu gekk veiðin? — Illa, Það komu þrjár tófur, en byssan klikkaði í hvert skipti, sem jeg ætlaði að skjóta. — Hvað kom til ? — Smurningin í lásnum var hálfstorkin vegna frosthörkunnar. Þá varð slagið á hvellhettuna of lint, svo að hún sprakk ekki. III. Hrefnubátur Þorláks Guðmunds sonar liggur við festar á skipa- legunni í Súðavík, skammt undan landi. Litli súðbyrðingurinn vagg- ar hægt og rólega á lognöldum innfjarðarins. Hrefnu-byssan. Undirstöður henn- ar hvíla á staur, sem er festur á þiljur vjelbátsins, rjett aftan við framstefnið. — Jeg man eftir því, segi jeg við Þorláks, — að þegar jeg var smástrákur sá jeg stundum hrefnu bát þinn við bryggju á ísafirði. Þá þótti mjer það stór bátur og geysilega vopnaður. Ekki er þetta sami báturinn? — Jú, svarar Þorlákur, þetta er sami báturinn. — Er þá ekki búið að smíða hann upp einu sinni eða tvisvar? — Nei, aldrei. Jeg get varla talið, að jeg hafi nokkuð þurÞ að láta gera við hann síðan jeg fjekk hann, en það var árið 1907. — Svo að hann er þá orðinn 35 ára gamall. Það hefir verií ósvikið timbur í þeim bát í upp hafi — og ósvikin vinna. — Já, hann þótti vandvirkur í besta lagi, smiðurinn, sem smíð aði hann. — Hver var sá? — Hann hjet Valdimar Har- aldsson, bátasmiður á ísafirði. Upprunalega var báturinn smíð- aður sem sexæringur fyrir sjera Stefán í Vatnsfirði. Síðan var honum breytt í vjelbát og 1907 fjekk jeg hann og ljet setja í hann 4 hesta Alphavjel. — Hvernig reyndist hún? spyr jeg. — Ágætlega, svarar Þorlákur, — eins og þú mátt marka af því, að jeg notaði hana í 19 ár, eða þangað til 1926, þá skipti jeg um og setti í bátinn 5 hesta Hein. Sú vjel var allmikið notuð, þegar jeg fjekk hana. — Og er það sú vjel, sem er í bátnum núna? — Nei, árið 1934 keypti jeg nýlega Hein 7 hesta og hefi not- að hana síðan. Sú vjel hefir reynst mjer ágætlega, aldrei þurft neina viðgerð og aldrei „slegið feil- púst“. — Hvað er báturinn stór? — Hann er fjögur tonn. — Þú hefir notað bátinn til annars en hrefnuveiða? — Já, jeg stundaði fiskiveiðar á honum í full 10 ár, frá 1907 til 1917. — En þú hefir vopnað bát þinn fyrr, því að jeg hefi lesið það í ritum dr. Bjarna heitins Sæmunds- sonar, að þú hafir skotið fyrstu hrefnuna árið 1914. — Bjett er það, svarar Þorlák- ur. — Jeg setti fyrst niður byssu í bátinn haustið 1913, en það var ekki fyrr en sumartð eftir, að jeg skaut fyrstu hrefnuna. Fyrstu árin hafði jeg þetta í ígripum, en 1917 hætti jeg alveg að stunda fiskveiðar og gaf mig eingöngu að hrefnuveiðum eftir það. — Mig langar til að skoða byss- una og skotfærin, segi jeg. — Það ætti nú að vera hægur- Framh. á bls. 6. Þannig lítur skutulllnn út, sem Hrefnu-Láki notar vi)S smábvalaveiðar sínar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.