Lesbók Morgunblaðsins - 10.01.1943, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 10.01.1943, Blaðsíða 8
8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS saga sitt mál, sín sjerstöku orð og orðtæki, sitt sjerstaka orðalag. Enginn maður gæti eftir nokkuð vandlega athugun, látið sjer til hugar koma, að einhverjar tvær af þessum sögum sjeu eftir sama höfund. En ef vjer bætum Heims- kringlu við, þá er öðru máli að gegna. Vjer getum eftir vandlega rannsókn ekki verið í neinum vafa um það, að Heimskringla og Egla eru eftir sama manninn. >ar er hinn sami mikilúðlegi málblær, sömu orð og talshættir, sama til- hneiging til orðmyndunar af því tagi sem lítið er um hjá öðrum söguhöfundum. Ef'þráttað er enn- þá um það, hvort Egla sje eftir Snorra, þá er það af einskærri vanþekkingu, eða þá af því, að menn vilja ekki meta rök þau sem leidd hafa verið í málinu. Að maður einsog V. I>. G. skuli um þetta hafa getað komist að orði eins og gert er í bók þeirri, sem hjer ræðir um, verður mjer lítt skiljanlegt, nema jeg geri ráð fyrir því, að þessi mjög svo víð- lesni höfundur hafi ekki lesið 3 ritgerðir, sem heita: íslenska Snorra Sturlusonar, Snorramál og Höfundarmark á íslendingasögum. TV. Að endingu skal vikið nokkr- um orðum að myndum þeim, sem eru í þessari bók þeirra Snorra og Vilhjálms. Má af þeim fræðast nokkuð um það, hversu sá þáttur myndlistar Norðurlanda, sem að hinum forna norræna goðheimi snýr, er vesallegur. Er þar þó merkilegt verkefni og hefði mátt hafa stuðning af grískri myndlist. Sjálfsagt er, þegar hina norrænu guði og gyðjur skal sýna, að reyna að hafa sem fyrirmjmdir það nor- rænt fólk sem allrafremst hefir verið að atgervi, og auka þó nokkru við. Og reynir þar að vísu á hina æðstu hæfileika listamanns- ins. Og jeg býst við, að það muni vera meir en lítill vandi að gera góða mvnd af geltinum Gullin- bursta, er rennur loft og lög, og svo lýsir af, að aldrei er svo „myrkt af nótt eða í myrkheim- um“, að ekki sje ærit ljó« þar er hann fer. En víst er um það, að ekki má hugsa sjer Gullinbursta sem vanalegt svín, fremur en Sleipni sem vanalegan hest, eða dýr þau er Freyja ekur með, sem smáketti.1) Þá mun heldur ekki vera auð- velt að gera góðar myndir af vopni Þórs, Mjöllni, eða Óðins, Gungni. Ef rjett er að rita „Mjöllnir“, einsog sumstaðar er gert, en ekki „Mjölnir“, þá hefir „hamar“ Þórs nafn sitt af því, hversu bjart- ur hann er, eða það ljós sem hann sendir frá sjer, og er sambærileg- ur við þrumufleyg Seifs Grikkja- guðs. Og líkt er xun geir Óðins, þó að þar sje það hljóðið, sem nafninu veldur, Gungnir, sbr. Gelunggung, sem er nafn á eld- fjalli á Java. En drunur þær sem eldgosum geta fylgt, eru stórkost- J) Rjett er að geta þess, að að- finningar mínar eru ekki miðað- ar við mynd þá, sem er framan á bókinni; hún hefir vel tekist. legustu hljóðin sem getur á þess- ari jörð. Hefir nokkur listamaður á Norðurlöndum reynt sig alvarlega á því, að gera mynd af Baldri? Slík mynd mundi verða mikils- virði, ef vel tækist, en síður er hægt að segja slíkt um myndir þar, sem listamaðurinn hefir að- eins gert sjer far um að fylgja sem nákvæmlegast ýmsum bama- legum hugmyndum sem fornmenn vorir gerðu sjer um þessar æðri verur, sem þeir skildu aldrei nema á mjög ófullkominn hátt. Og er nú tími til kominn, að sjá hver efni þar eru í, og bæta um sem þarf. Og að vísu nægja ýms fögur nöfn hins forna átrúnaðar, svo sem Baldur, Sif, Frigg, Freyja, Nanna, Iðunn, og enn önnur, til að sýna, að þar var vissulega um meira en eintóman andlegan barnaskap að ræða. Helgi Pjeturss. Mrs. Churchill x Mynd þeesi er af konu Winston Churchills. Prúin hefir getið 8jer góðan orðstír fyrir að hafa unnið ötullega að því, að sjúkrahjálp væri send til Rússlands. 'K-M' 'Xr ❖ 'K-KK'<K“K"K-<":"K"K":-K-K"K-.“K"K"K 'K-K-K-K'KK^'K^

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.