Lesbók Morgunblaðsins - 10.01.1943, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 10.01.1943, Blaðsíða 5
LESBÓK M0RGUNBLAÐSIN8 5 vinmn í fyrirsát. Ósjálfrátt greip hann fastar um spjótskaftið, fann vöðva arms síns hnyklast, og f jekk sefað óttann í huga sínum við vopn sín og afl, sem hann vissi að hann kunni vel að beita. Að vísu hafði hann aðeins einu sinni barist í alvöru, þegar hann feldi Kára, en þegar frá því fyrsta hafði hann átt alls kostar við ó- vin sinn. Reyndar hafði hann ver- ið dálítið smeikur, er hann neydd- ist til að bregða sverði, en þegar hann fann, að hjer var um líf annarshvors þeirra að tefla, var allur ótti á brottu. Það var helsti djarft af Kára, að ráðast að hon- um einn saman, en nú höfðu Þórð- ur og Björn líklega lært svo mik- ið, að þeir aldrei myndu ganga að honum tveir einir. Slíkir menn skirrast ekki við að beita ofur- efli, þeir þekkja ekki td drengi- legrar baráttu. — Ilvað var þetta? Glampaði ekki sólin á eitthvað þarna yfir hólnum niður við ána? Högni nam snögglega staðar og starði þang- að. Það hreyfðist, það var spjóts- oddur, þar lágu þá hræður Kára sjálfsagt í fyrirsát. Þá var úr- slitastundin runnin. Högni litaðist leiftursnögt um. Skamt frá honum gekk malareyri út í ána, og yst á henni stóð steinn einn mikill. Þangað hljóp Högni, en leit um leið í þá átt, sem hann hafði sjeð glampa á spjótið. Þeir höfðu sjeð hann, og þarna komu þeir. Ekki þótti þeim lítils við þurfa, sex menn alvopnaðir, og fremstir þeirra bræður Kára, Þórður, lítill og hvatvíslegur, og risinn Björn. Sólin glampaði á hjálma þeirra og skygða skjöldu. Högni varð fyrstur að stein- inum, og um leið og hann sneri mót óvinum sínum, heyrðist þyt- ur í lofti og spjót flaug að hon- um. En nú hafði hann fullkom- ið vald á öllum vöðvum sínum, og var haldinn glóandi vígahug. Máske var það vegna ofureflis- ins, hugsaði hann, um leið og hann greip spjótið á lofti og kaut því aftur móti fjendahópn- um. Það hitti mann, er hljóp við hlið Þórðar, og nú voru ekki nema fimm eftir. Fimm gegn einum, og þeir komu eins og skriða að hon- um. Þá hóf hann sitt eigið spjót til kasts. Það þaut gegnum loftið með hvin miklum, rekið áfram af stálhörðum vöðvum voldugs, ungs handleggs, og hitti skjöld annars af húskörlunum. Skjöldurinn klofnaði og spjótsoddurinn gekk gegnum handlegg þann, sem skjöld inn hafði borið og síðan inn í síðu mannsins. Hann hneig niður og lá kyrr. Þá brá Högni sverði, og í sama bili rjeðist Þórður og húskarlarn- ir tveir, sem eftir voru, að honum. Gegnum bardagann sá Högni Björn krjúpa nokkuð frá og gera að skóþveng sínum. í fyrstu árásinni særðist Högni á tveim stöðum, en hvorugt sárið var hættulegt. En hann rak sverð sitt gegnum háls annars húskarls- ins, svo hann fjell dauður niður. Björn var enn að binda þveng sinn. Nokkurt hlje varð á atgöng- unni. Þórður og fjelagi hans hop- uðu lítið eitt og virtust nú búast til «ð ráðast til framgöngu á ný. Högni hallaðist móður upp að steininum, skjöldur hans lá rof- inn við fætur honum, öxi Þórðar hafði klofið hann að endilöngu. Hann hafði nú aðeins sverðið eft- ir. Blóðið rann úr öxl hans, þar sem axarhyrna Þórðar hafði mark að spor. Og sax húskarlsins hafði sært hann á hægri síðu, en sárið var ekki jjjúpt. Högni sá, að Þórður leit bróð- ur sinn illu auga: — Hvárt fær þú aldrei bundið þveng þinn, sagði hann reiðulega. Björn svaraði engu. Svo rjeðust Þórður og hús- karlinn til framgöngu af nýju. Undir reiddri öxinni s,á Högni afmyndað andlit Þórðar, og nú greip hann einnig ísköld reiði. Án þess að skeyta hið minsta um, þótt sax húskarlsins særði hann á vinstra framhandlegg, hljóp hann og hjó öxi Þórðar af skafti. Þórður hrökk undan og fekk tek- ið upp spjót, og um leið kendi Högni áhrifanna af sárunum og áreynslunni. Húskarlinn hrakti hann upp að steininum og varð ekki sár. Björn var nú risinn á fætur. Hann stóð þeldökkur og ógnandi í bragði og studdist fram á geysimikla öyi. Augun loguðu með einkennilegum gljáa undir miklum, svörtum brúnunum. Högni hallaðist upp að steinin- um og ljet báða handleggi síga. Hann leit út sem sigraður maður. En augun tindruðu árvökur í fölu andliti hans. Alt í einu hljóp Þórður fram og lagði til hans með spjötinu. Högni hreyfði sig ekki fyrr en spjótsoddurinn var kominn rjett að brjósti hans, þá kastaði hann sjer til hliðar. Blað vopnsins brotn aði á steininum, og í sama augna- bliki sveiflaði Högni sverðinu Þórður fjell ueð klofið höfuð. Með hinstu kröftum rjeðist Högni að hvxskarlinum, sem hafði haldið að hann myndi falla fyrir spjóti Þórðar. Maðurinn fjekk að- eins borið fyrir sig saxið áður en Uögni rak hann í gegn. En saxið bætti þó við svöðusári á hægra framhandlegg Högna. Ilann gat með naumindum dregið sverðið til sín aftur. Svo reikaði hann blind- aður af blóðmissi og sársauka að steininum og settist þar niður. Björn stóð enn hreyfingarlaus. Gegnum blóðrauð ský sársaukans sá Högni hann og undraðist að hann skyldi ekki hafast að. — Björn, kallaði hann veikum rómi. — Nú er þjer ljett veræ að vinna. Hann reyndi að lyfta sverðinu, því enn ætlaði hann að verjast, en það gat hann varla. Hann horfði stöðugt á Björn. Að lokum hreyfði hann sig. Hann gekk til eins af hinum föllnu húskörlum og fór að draga af honum kirtil hans og skyrtu. Skyrtuna reif hann í ræmur og kom síðan til Högna. — Lát mig binda sár þín, dreng ur, hraustlega hefir þú varist. Svo ringlaður og máttlítill sem HögnL var, kendi hann þó dýpstu undrunar, er hann heyrði djúpa og vingjarnlega rödd Bjarnar. Hann slepti sverðinu, lokaði aug- unum og misti meðvitundina. Þegar hann kom til sjálfs sín sá hann hvar Björn stóð og dysj- aði húskarlana föllnu, en lík bróð- ur hans lá undir skjöldum. Hann hafði þvínær lokið verkinu, svo Högni vissi, að hann hafði ver- ið í öngviti drjúga stund. Honum fanst hann máttméiri nú. Sár hans

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.