Lesbók Morgunblaðsins - 10.01.1943, Qupperneq 7
LESBÓK M0RGUNBLAÐS1N3
7
DR. HELGI PJETURSS:
SNORRI STURLUSON
og
VILHJÁLMUR Þ. GÍSLASON
i.
jer fer á eftir sitthvað af því
sem mjer kom í hug áðan,
er jeg var að blaða í nýrri bók
sem heitir Snorri Sturluson og
goðafræðin. Og er það að vísu
mikill ávinningur að fá Gylfa-
ginningu svo vel úr garði gerða,
bæði hið ytra og hið innra. Skýr-
ingamar eru gerðar bæði af hug-
viti og miklum lærdómi, og auk
þess að vera stórlærður, er Y. Þ.
G. snjall ritlistarmaður. Vænt
þykir mjer um að sjá, hversu
þessi mikilhæfi fræðimaður hefir
glögglega skilið, að Sturlunga
vanmetur Snorra og gerir honum
rangt tiL Því að sá maður var
vissulega mikilmenni, og það
sjaldgæfrar tegundar, sem á slíkri
öld, og í hjáverkum gat komið
af öðru eins snildar og fræðiverki
og því, sem Snorri vann, verki
sem stórmikil menningaráhrif
hefir haft og hefir enn, eigi ein-
ungis í Noregi og á íslandi, held-
ur miklu víðar.
Það er óhætt að segja, að það
er enginn smáræðis munur á
sönnum mikilleika Snorra Sturlu-
sonar og svo Gissurar Þorvalds-
sonar, þess mannsins sem fræg-
astur varð á íslandi sinnar aldar.
II.
Fátt er svo gott, at galli nje
fylgi, er fornt spakmæli, og sann-
ast það enn á þessari stórmann-
legu bók. Þykir mjer sá gallinn
verstur, að hinn lærði höfundur
virðist ekki vita, eða metur a.
m. k. einskis, að brugðið hefir
verið upp nokkru íslensku ljósi,
sem gerir alla goðafræði stórum
skiljanlegri og merkilegri en orð-
ið getur, meðan verið er 4 tóm-
fræðistiginu, er svo mætti nefna.
Eða m. ö. o., meðan haldið er,
að í goðafræðum ræði einungis
um það, sem aldrei var annað en
hugarburður. En vjer getum nú
vitað með vissu, að allar hug-
myndir um goð og aðrar verur
trúarinnar, eiga rót sína að rekja
til, að vísu mjög vanskilins og
misskilins sambands við líf á öðr-
um jarðstjömum alheimsins.
Jeg segi það hiklaust, að það
er ekki til áreiðanlegri vísinda-
legur sannleikur en þessi. Lýsing-
ar á lífi í andaheimi, himnaríki
og helvíti, byggjast á sambands-
vitneskju nokkurri um líf í ljós-
heimum og myrkheimum jarð-
stjarna, sem hafa bundinn mönd-
ulsnúning, er svo er nefndur, snúa
altaf sömu hliðinni að sól sinni,
og era því altaf bjartar öðru-
megin, en náttsvartar á hina hlið.
En sú hlið, myrkheimurinn, verð-
ur þó byggileg vegna mjög stór-
kostlegra jarðelda og notkunar
jarðhitans. Hversu skiljanleg og
merkileg verða nöfn einsog Surt-
ur og Loki (þ. e. Logi), þegar
vjer vitum, að þeir sem þessa
myrkheima byggja, eru stundum
svartari en bik, en stundum sem
eldur blossandi. (Sjá það sem um
þetta segir í Framnýal). Og
liversu skiljanleg verða nöfnin
Niflhel, staður þar sem bæði er
dimt og kalt, og Gimhljer, þar
sem bæði er bjart og hlýtt. Og
mjög verður í augum uppi hvað
Óðinsheitið ómi þýðir, þegar menn
vita, að hinum fullkomnari íbúum
annara jarðstjarna fylgir hinn feg-
ursti ómur, er þær birtast oss hjer
á jörðu. Þá verður í ljósi Hyper-
zóismans, minnar heimspeki, mjög
skiljanlegt það sem segir um meg-
ingjarðir Þórs, og Einherja. En
nafnið Valhöll mætti e. t. v. setja
í samband við það, að mjög velj-
ast saman í hinu endurlíkamaða
lífi á öðriun jarðstjörnum, þeir
sem líkir eru. Og ekki kemur
undarlega fyrir sjónir þeim sem
nokkuð veit um jurtagróður í hin-
um betri stöðum alheims, lundur-
inn Glasir (þ. e. hinn skínandi,
bjarti) sem stendur „með gollnu
laufi“ fyrir durum Valhallar ok
fegrstr viðr er með goðum ok
mönnum. Og mætti um slíkt langt
rita, þó að nú verði að öðru snúið.
III.
V. Þ. G. segir án frekari at-
hugasemda, að það sje um-
þráttað mál, hvort Egils saga sje
eftir Snorra. Hefði mjer þótt stór-
um skemtilegra að sjá mann, sem
rjettilega metur Snorra nokkuð
umfram það sem áður hefir verið,
og svo glæsilega skrifar um stíl
hans, taka þar af skarið, og segja
að það geti ekki verið umþráttað
mál lengur, að Egils saga sje eft-
ir Snorra. Því að það getur ekki
verið neitt efamál, og það má ekki
hafa af Snorra þann heiður, að
hann sje höfundur þessa stórfeng-
léga snildarverks sem Egla er.
Málfarið á íslendingasögum er
efni sem fræðimenn hafa hvergi
nærri gefið nægan gaum ennþá,
og er þar þó mjög merkilegt og
árangursvænlegt rannsóknarefni.
Stíllinn það er maðurinn, sagði
náttúrufræðingurinn Buffon í
frægri ræðu, og spekingurinn
Seneca, einn af heimsmeisturum
ritlistarinnar, kveðst vera að
þýða grískt spakmæli, þegar
hann kemst svo að orði, að orðtak
manna líkist mjög líferni þeirra.
Vjer ættum því að geta orðið
margs vísari um þá sem ritað hafa
sögurnar, með því að athuga nógu
vandlega málfar þeirra, og orð-
bragðið eitt geta nægt oss til að
ganga nokkurnveginn úr skugga
um það, hvort ýmsar sögur eru
eftir sama höfund, eða ekki. Á
Eglu, Njálu, Laxdælu, Eyrbyggju,
Vatnsdælu, o. s. frv., er íslenskt
mál, sögumál, en þó hefir hver