Lesbók Morgunblaðsins - 10.01.1943, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 10.01.1943, Blaðsíða 1
bék ^&otQunblábmm 1. tölublað. Sunnudagur 10. janúar 1943. XVII. árgangur. Mesta hrefnu-skytta Þorlákur Guðmundsson, Hrefnu- Láki. örið á hægri kinninni er far eftir skeftið á haglabyssunni, sem hann notaði við tófuveið- arnar. f-\orlákur Guðmundsson er fædd *~^ ur að Eyrardal 7. desember 1877. Býlið Eyrardalur stendur innanvert við þorpið Súðavík í Álftafirði. Saurar heitir bær, skammt fyrir utan Eyrardal. Þangað fluttist Þorlákur þriggja nátta gamall og hefir búið þai» síð- an. Guðmundur, faðir Þorláks, hafði sjómensku að aðalstarfi, fór nokkuð með byssu, en stundaði það lítið. Föðurbróðir Þorláks var Kristján í Múla, alkunnur sexæringaformaður og gildur bóndi. Annar föðurbróðir hans hjet Hjalti og bjó að Snæfjöllum á Snæfjallaströnd. Hjalti var orð- lögð skytta. Skaut hann hnísur og tófur, en laut lítt að smærri feng. á íslandi Eftir Böðvar frá Hnffsdal. Þorlákur Guðmundsson að Saurum í Álftafirði við ísafjarðardjúp, þektastur undir nafninu Hrefnu-Láki, skaut fyrstu hrefnuna í október árið 1914. í enduðum ágúst áxið 1942 hafSi hann skotið samtals 155 hrefnur, 6 grindhvali, 2 andarnefjur og 1 háhyrning. Auk þess hefir hann skotið f jöldann allan af hnísum, og tófur svo að hundruðum skipt- ir. Þorlákur varð 65 ára 7. des. 1942. Svo mikil er karl- menska hans og veiðihugur, að ennþá liggur hann úti fyrir tófum heilar nætur um hávetur. Þorlákur Guðmundsson er heit- inn eftir afa sínum í föðurætt, Þorláki Hjaltasyni. Sá Þorlákur rak bú að Dvergasteini í Álfta- firði, en stundaði jafnframt sjó- mensku sem formaður á áttæring í Bolungarvík. Faðir þessa Þor- láks, þ. e. langafi Þorláks Guð- mundssonar, var sjera Hjalti Þor- láksson að Snæfjöllum. Þótti hann meiri sjómaður en klerkur. í nán- ustu ætt Þorláks bar þannig mik- ið á dugnaði til lands og sjávar, og skotfimi var þar talin góð íþrótt. Hjá Þorláki hefir hún aft- ur á móti orðið íþrótt íþróttanna. Ef til vill hafa verið til jafningj- ar hans í skotfimi á íslandi á þess- ari öld, en fáir munu þó verið hafa — og enginn fremri. Til munu þeir, sem skotið hafa eins margar tófur og hann. Tölu þeirra hefir hann ekki skrifað niður frá ari til árs, og vill ekk- ert á hana giska, »egir, sem satt er, að slíkt verði handahóf eitt. Það eitt er vitað með vissu, að tófur þær, sem fallið hafa fyrir byssu hans, skipta hundruðum. En á einu sviði veiðimenskunn- ar stendur hann einn sjer. Hann er brautryðjandi smáhvalaveiða á Islandi. Fyrstur manna útvegar hann sjer smáhvalabyssu frá Nor- egi, setur hana niður í fjögurra smálesta vjelbát, og byrjar hrefnu veiðar sumarið 1914. Síðar tóku nokkrir upp eftir honum þessa at- vinnugrein, á Eyjafirði og víðar, en hættu henni aftur eftir nokkur ár. Brautryðjandinn Þorlákur gafst samt ekki upp. Á hverju sumri, frá því er hann fyrst byrj- aði, hefir litli fjögurra smálesta báturinn hans rist lognsljettan hafflötinn á ísafjarðardjúpi, í leit að smáhvölum, aðallega hrefnum. Og þegar þetta er ritað, 1 enduð- um ágúst sumarið 1942, hefir hann á þessu sumri þegar skotið 3 hrefn-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.