Lesbók Morgunblaðsins - 23.08.1943, Side 8

Lesbók Morgunblaðsins - 23.08.1943, Side 8
256 LESBOK MORGUNBLAÐSINS MÍN MÓÐIR SJÖTUG I DAG er hátíð, elsku manna mín, á Mosfell sól á júníkvöldi skín. Þar grænkar óðum sjerhver brekka, barð, þar brosir sóley upp við kirkjugarð, og töðufeldi túnið vefur sig. — Allt talar þetta sínu máli um þig. Á grunni stendur litla kirkjan kyrr með kór og prjedikunarstól sem fyrr. Það veldur nokkrum trega, mamma, mjer, að Mosfellsbærinn gamli horfinn er. Hann skal þó byggja að nýju minning mín, því, mamma, þar jeg ætla að leita þín. • Þar hófst mitt bemsku undraævintýr, sem alltaf hefst, þá fæðist maður nýr. Þú drottning í því ævintýri varst. Jeg alsæll var, þú mig á handlegg barst. Oft datt jeg fyrst, er æfði á gólfi gang og grjet mjög sárt, uns tókstu mig í fang. I önnum dags þú aldrei virtist þreytt, þótt enga hvíldarstund þjer gætir veitt. Þú áttir aldrei súran svip nje róm, við sífelt bústang vannst þjer alltaf tóm að hugga böm þín, hvað sem að þeim gekk. Hver heimtufrekja skjóta úrlausn fjekk. Jeg sje í anda blessað búrið þitt, í bemsku var það himnaríki mitt. Jeg vissi af mörgum viðurkennt það búr, þar varð svo gott og mikið litlu úr. Með hlaðinn bakka þaðan leið þín lá í lága stofu. Gestir mettust þá. Jeg minnist þess, að hátíð heima var í hvert sinn, þegar gestir dvöldust þar. Þá ljettir hlátrar ljeku um stofuþil. Frá litlum „kontór“ heyrðist orgelspil. Þín fagra söngrödd barst um bæjargöng, og bassann djúpa pabbi með þjer söng. I kirkju sunguð saman orgel við. Tveir samanrunnir tónar voruð þið. Og pabba tel jeg mikinn gæfumann, hve, mamma, vel þú jafnan skildir hann. En mikil laun þú fjekkst, því faðir minn var fjær og nær hinn sanni maki þinn. I júní huldist myrkri Mosfell allt, í Mosfellsbænum varð svo dimmt og kalt. Þar mikil sorg og erfið um sig bjó, er óvænt, skyndilega pabbi dó. Er sá jeg harm þinn, mamma, mest jeg kveið, þú mundir jafnvel fara sömu leið. í harmi þínum varstu stór og sterk, er stóðstu ein, það minnti á kraftaverk. Það komu og fóru löng og erfið ár, sem ekki vægðu, gáfu að nýju sár. En móðurástin sagði æ til sín, — þú sífellt lifðir fyrir bömin þín. Það merki þitt við böra þín berum hátt, að betri móður gátum við ei átt. Af okkur ertu, varstu, verður dáð. Jeg veit þitt nafn mun gullnu letri skráð af óbomum í ættartöflu þá, sem einhvera tíma rakin mim þjer frá. Kjartan J. Gíslason, frá Mosfelli. Smælki Frú (í búð): — Jeg ætla að kaupa nýtísku pils. Afgreiðslustúlkan: — Já, á það að vera of þröngt eða of stutt? ★ í gistihúsinu: Þjónustustúlkan: — Hvenær viljið þjer láta vekja yður? — Klukkan 8, og með kossi, ljós- ið mitt. —• Jeg skal segja burðarkarlin- um frá því. •¥• Frúin (við nýju vinnukonuna): — Okkur mun koma vel saman. Jeg er ekki svo kröfuhörð. — Það þóttist jeg nú vita, þegar jeg sá manninn yðar. Kennarinn: — Ógurlegt málæði er í þjer, Pjetur. Jeg verð víst að spyrja þig um eitthvað, svo að þú þagnir. ★ Tveir smástrákar eru að tala saman. Annar segir: — Hvað er ekkja? — Kona, sem langar til að gift- ast aftur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.