Lesbók Morgunblaðsins - 30.01.1944, Síða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 30.01.1944, Síða 11
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 27 mbætur á refsilöggjöfinni. Var meðferð fanga um öll Bandaríkin stórum bætt frá því, sem áður hafði verið. Sem hjeraðsdómari hefir orðstír hans og virðing fyrir honum farið sí vaxandi í Norður Dakotaríki. Hann hefir haft mjög mikilvæg mál til meðferðar og oft gengt störfum starfsbræðra sinna í sökum, er þeir hafa orðið að víkja úr dómarasæti eða verið forfaliaðir. Ilann hefir sjerstaklega getið sjer orðs sem frjálslyndur skýrandi laganna full- ur mannúðar og viðleitni til að liafa siðbætandi áhrif á sakamenn. Ilefir hann ritað talsvert jim meðferð unglinga er í fyrsta sinni verða brotlegir við lög, og komið fram með tillögur til endurbóta, er nú er verið að koma í fram- kvæmd. » * Er Guðmundur formaður í nefnd, sem vinnur að því að koma upp ríkisbúi, er unglingar, er brotlegir gerast við lög, geta alist upp á og notið hollra áhrifar og fræðslu hæfra manna, í stað þess að verða hneptir í fangelsi og kynnast þar fyrst og fremst eldri afbrotamönn- um og læra af þeim, oft furðulega mikið á stuttum tíma. • Á uppeldisbúinu er markmiðið að gera unglinginn að nytsömum þegni, er virði lög og rjett þjóð- fjelagsins. Guðmundur er einnig í nefnd til að endurskoða rjettarfarslög- gjöfina um unglingadómstóla. Ilann hefir og fengist við rann- sóknir á því, hvernig best væri að haga lögunum og rjettarfari gagn- vart brotlegum mönnum yfirleitt í því skyni að bæta þá jafnframt því að þjóðfjelaginu yrði veitt ör- uggari vernd gegn þeim eða mætti hafa betra gagn af þeim, en verið hefir. Núveraiidi venjur veita bæði sakborningi og þjóðfjelaginu á- gæta vernd meðan á allri máls- aðferð stendur og þangað til dómur fellur. En síðan er lítið fyrir saka manninum hugsað og of margir þeirra verða að afplánaðri refs- ’ ingu miklu hættulegri þjóðfjelag- inu, en þeir voru áður. Er aðeins hugsað um að koma fram refsingu við þá en hins eigi skeytt sem skyldi, að koma þeim til að gerast nytsamir þegnar í þjóðfjelaginu. Á síðustu tímum hefir Guðmund ur dómari ennfremur fengist við rannsóknir á möguleikum á því,' að koma upp varanlegum og mynd- ugum alþjóðadómstóli, er tæki til starfa upp úr núverandi styrjöld. Hefir hann mikla trú á að takast megi að skipa alþjóðamálum og milliríkjaviðskiftum undir hlið- stæð lög og rjettarfar og gilda, innan einstakra ríkja eða ríkja- þegna þeirra. Til framkvæiiida þeirra laga þarf m. a. einnig hliðstætt dóms- vald og hefir hann gert sjer að sjerstöku viðfangsefni hin síðari árin rannsókn á tilhögun og mögu- leikum fyrir 'slíkum dómstólum. ITjer er eigi rúm til að rekja nánar hin margþættu "störf hans, sem em- bættismanns og borgara í Norður Dakotaríki og Bandaríkjaþegn, en þessi talning ber áhuga hans og elju nojikurt vitni. Auk þéss hefir hann tekið mik- inn þátt í fjelagslífi vestra og hva r* vetna verið áhrifamaður. Hann er varaforseti og stjórnarmeðlimur í Sögufjelagi Norður Dakota,"32- stigs frímúrari og heiðursfjelagi í Norður Dakota deild e.o.i.f.-lög- reglunnar, meðlimur lúterska safn- arins o. m. fl. ITingað til lands kom Guðmund- ur ásamt sonum sínum árið 1930, sem fulltrúi Norður Dakotaríkis á Alþingishátíðinni og var þá sæmdur heiðursmerki hátíðarinnar og gerður heiðurdoktor lagadeild- ar háskólans. 10 árum síðar var hann einnig gerður heiðursdokt- or í lögum við háskólans í Norður Dakota og 1939 var hann sæmdur íslenska fálkakrossinum. Hann kom aftur hingað með konu sinni 1932 á vegum amerísks felags, er sótti um serleyfi til flug- freða yfir Atlantshafið um Island. Að Alþingi ’fjelst á að veita þetta serleyfi, mun mega þakka að miklu leyti trausti því, er hann nýtur hvervetna. Guðmundur er í hærra meðallagi 'að vexti, herðabreiður og þreklegur, Ilann var dökkjarpur á liár á yngri árum, en varð snemma sköllóttur. Hann er fremur stuttleitur, en and- litið samsvarar sjer þó vel. Kjálk- ar miklir, haka og kinnbein. Enn- ið er hvelt, augun grá og stór, brún- ir bognar nokkuð, nefið stutt og eigi hátt. Svipurinn er myldur og heiður svo að af ber og svo að hverjum manni verður hann geð- feldur, er sjer hann. Hann er allra manna góðlegastur og greiðvikn- astur. Ilollráður hverjum, er til hans leytar í vandræðum, en þeir eru orðnir margir, er það hafa gert. Mun starfs hans og áhrifa gæta lengi í Norður Dakota, og er hann þar talinn fyrirtnynd annara manna. Hann er í besta lag ættrækinn. ErU frændurnir orðnir magir í 3. og 4. ættlið af íslensku bergi brotn- ir, dreifðir víða um Bandaríkin. Guðmundur hefir fylgst vel með íslenskum málum alla tíð. Ilanu lærði íslensku í foreldrahúsum og eigi ensku fyr en um 9 ára aldur. Skilur hann íslensku vel og talar nokkuð enda þótt æfingin hafi lengstum eigi verið mikil. Hann hefir mikinn áhuga á málefnum íslands og er mjög ant um velferð þess. Hefir hann ritað nokkrar fræðandi greinar um Island í lög- fræðirit vestra, sem eru fullar vel- vildar og aðdáunar á íslandi og Islendingum. ■

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.