Lesbók Morgunblaðsins - 02.04.1944, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 02.04.1944, Blaðsíða 8
144 LESBÓIv MORGUNBLAÐSINS I heimsókn hjá Ibn Saud Nýlega sendi Bandaríkjastjórn senainefnd til Ibn Saud, hins dularfulla þjóðhöfðingja Saudi Arabíu. Var Royce majór fyrir sendinefnd þessari og var tekin mynd, er hann ræddi við konunginn, ásamt öðrum mönnum úr sendisveitinni og ráðgjöfum konungs, en Ibn Saud er einn þeirra konunga, sem litt er um myndatökur gefið. Myndin birtist hjer að ofan, og sjest hinn svartskeggjaði þjóðhöfðingi í hásæti. „Nei, minstu ekki á bólusetn- ingu. Það er ekkert gagn í henni. SOnur minn var bólusettur í fyrra, en hjerna um daginn datt hann út um glugga og handleggsbrotnaði." ★ Presturinn: — Hvað á barnið að heita? Móðirin: — dóhannes Grímur Sigurður Jóakim Jósafat Jeri- mias Tobías. Presturinn (við djákninn): — Gefðu mjer meira vatn. ★ lleimasætan, sem var komin nokkuð til ára sinna, kemur með, miklum asa til vinnukonunnar og segir: „Er það satt, María, að þjer hafið látið einn gestanna kyssa yður hjer í ganginum í gærkveldi?" „Þetta gerir ungfrúin sjálf.“ ^Það er alt annað, það var unn- ustinn minn“. „Já, en það var líka unnusti ung- frúarinnar, sem kysti mig.“ ★ Greifi nokkur sagði einu sinni í veislu: „Ætti eg heimskan son, þá skyldi hann verða pestur“. 'Prestur, sem var nærstaddur, svaraði: — Ekki hefir hann íaðir yðar verið á sama máli. ★ A veiðum. „Halló, Óli, ertu þarna ? Alveg ómeiddur ?“ ,,Já“. „Agætt. Þá heíi eg skotið björn“. ★ „Eg get fullvissað þig um það, að hún er eins góð og dagurinn er langur“. „Já ef maður reiknar með svart- asta skammdeginu“.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.