Lesbók Morgunblaðsins - 03.12.1944, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 03.12.1944, Blaðsíða 4
4S4 IiESBÖK MORCKITNBLAÐSINS slíkri stofnun heitið Alþingi, enda verði það háð á Þingvöllumofrstarfs hættir lagaðir eftir hinu forna þingi að svo miklu leyti sein fært verði talið. Þetta voru gleðitíðindi niikil, enda fögnuðu Islendingar óspart. Fegurst kom fögnuðurinn fram í snilldarkvæði .Tónasar Ilallgríms- sonar, þar sem orðkyngi og spak- leg hugsun minnir á Ijávamál, en allt er þó svo óþvingað og elsku- legt, sem framast verður á kosið. Þetta er upphaf: . * 1 51 • Ilörðum höndum vinnur hölda kind ár og eindaga. Siglir særokinn, v sólbitinn slær, stjörnuskininn stritar. Að kvæðislokum segir svo: Sól skín á tinda. Sofið hafa lengi dróttir og dvalið draumþingum á. Yaki vaskir rnenn, til vinnu kveður giftttsamur konungur góða þegna. Tilskipun um Alþingi. Strax og boðskapur konttngs varð alþjóð kunnur, hófust miklar umræður meðal Islendinga um hið væntaplega ráðgjafarþing, tilhögun alla og stárfsreglur. Jón Sigurðs- son og Tómas Sæmttndsson rituðu gagnmiklar greinar, þar sem í ljós var látinn vilji þeirra í þessunt efnum. Barðist Jón allra manna skörulegast fyrir því, að starfs- hættir þingsins yrðu markaðir af víðsýni og frjálslyndi. Einkum stóð styr um það, hvort íslenska ein skyidi toluð íi'. þinginu, og hvort þingið skyldi háð fyrir luktum dyrunt eða í hej’randa hljóði. Átti Jón í höggi við ýmsa danska stjórn Páll Melsteð. málantenn, sem vildtt kreppa næsta mikið að hinni fyrirhuguðu full- trúasamkQmu, en varð einnig að snúast gegtt seinheppilegum af- skiptum þröngsýnna Islendinga úr hópi hitma æðstu embættismanna. Liðtt nú stundir frant og lenti allt í þófi um skeið. Loks kom að því hinn 8. mars. 1843, að konung- ur gaf út tilskipun ttm endurreisn Alþingis. Fyrsta grein þeirrar til- skipttnar er á þessa leið: „I staðinn fyrir það, að Yoru landi Islandi viðvíkjandi málefni, er samkvæmt tilskipun af 28. maí 1831 hevra til umdæmisstandanna timsýslunar, hingað til hafa verið nteðhöndluð af umdæmisstöndun- um fyrir Sjáland og fleiri stipti,, skal nefnt land eftirleiðis hafa sína eigin ráðgefandi samkomu, er á að nefnast Alþing. Það starf, er nefnd stönd hafa á hendi, í tilliti til þeirra Voru landi Islandi einungis viðvíkj- andi laga og ráðstafana, á þannig að felast þessari nýju samkomu á hendur; og frá þeim tíma, er hún getur byrjað störf sín á enginn l^hgur að hafa sæti i nefndri standa samkomu af íslands hálfu“. I annari grein eru þessi ákvæði: „Ilið íslenska Alþing á að sam- setjast af 20 niönnunt, er fasteigit halda í landintt og kjósast þar til á þann í þessari tilskipun fyrir- skrifaða máta, nefnilega einum fyr- ir kaupstaðinn Reykjavík og ein- um fyrir hverja af landsins 19 sýslum eða lögsagnarumdæmum. Sömuleiðis viljum Vjer tilskilja Oss, eftir kringumstæðunum, að nefna allt að sex meðal landsins embættismanna, tvo andlega og fjóra veraldlega, til meðlima nefnd- ar samkomu“. I þriðju grein var ákvæði ttnt kosningarjett og kjörgengi. Var hvorttveggja mjög takmarkað. Slíkan rjett hlutu þeir einir, sent áttu rninnst 10 hundruð í bújörð eða höfðu lífstíðarábúð á 20 hundr- aða jörð. I Reykjavík var kosninga- rjettur þeim einurn veittur, sem áttu timburhús eða múrhús, minnst 1000 rd. virði. Þeir íslendingar, sem bjartastar höfðu átt vonirnar um nýtt þing, virðulegt og veglegt, voru allmjög vonsviknir er tilskipun þessi var út gefin. Þóttu mörg ákvæði henn- ar bera vott um afturhaldssemi og þröngsýni. Virtist mönnum á ýms- an hátt óglæsilegar til Alþingis stofnað en vera átti og efni stóðu til. Þó var hitt ekki hinum minnsta efa bundið, að vegna áhrifa frá ritgerðum Jóns Sigurðssonar varð tilskipunin hetri og frjálslegri en ella hefði orðið. Einkum voru þeir menn óánægðir, sem barist höfðu fyrir því, að Þingvellir við öxará yrðu valdir fyrir þingstað. 1 því máli sigraði vilji hinna, sem töldu Reykjavík til þingstaðar kjörna. Greinilegast komu vonbrigðin fram hjá Fjölnismönnum, Brynjólfi Pjet- urssyní og Jónasi Hallgrímssyni. Brynjólfur r'itaði bráðfyndna og fjöruga grein um alþingismálið, þar sem hann gagnrýndi harðlega galla þá, er honuni þótti vera á

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.