Lesbók Morgunblaðsins - 03.12.1944, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 03.12.1944, Blaðsíða 1
39. tölublað. Sunnudagur 3. desember 1944. XIX. árgangur. iló Cju^munclóóon: FYRSTU ALÞINGISKOSNIGAR r r A ISLANDI I þessum sal var Alþingi endurreist 18^4. ÁRIÐ 1844 gerðust þau merki- legu tíðindi, að þá fóru fram fyrstu alþingiskosningar hjer á landi. — Yirðist ekki úr vegi að minnast lítið eitt svo merkilegs atburðar þegar rjett hundrað ár eru liðin. síðan hann skeði. í eftirfarandi línum verður leitast við að draga upp mynd af kosningunum 1844 og hinum fyrstu þingmönnum vor- um. Fyrst þykir þó hlýða, að skýra í mjög stuttu máli frá aðdraganda endurreisnar Alþingis, en síðan mun getið starfshátta fyrsta þingsins og málefna þeirra, sem þar voru tekin til meðferðar og rædd. Aðdragandi. ÁRTÐ 1830 fóim sviftihyljir um- brota og byltinga um Evrópu. Frakkland reyndist að því sinni eldfimast, eins og stundum áður og síðar. Þar voru upptök hinna miklu hræringa, sem bárust síðan land úr landi, hristu af mönnum, mókið og lognmolluna og dustuðu þá ærlega til. Hásæti einvaldanna ljeku á reiðiskjálfi; mörg þeirra reyndust feyskin og veik, svo að þau þoldu ekki .umbrotin. Þetta voru fæðingarhríðir þingræðisins. Eftir hina blóðugu júlídaga í Frakklandi árið 1830, litu margir einvaldar óttaslegnir niður úr veld- isstólum sínum og tóku að gefa gaum að því sem var að gerast. Jlvarvetna heyrðist sama röddin, og hún ljet ekki lengur að sjer hæða. Það var röddin, sem eitt sinn mælti orðin: frelsi, jafnrjetti og bræðralag, — rödd stjórnarbylt- ingarinnar miklu. Þetta var rödd þjóðanna sjálfra, almennings, hinna óbreyttu borgara. Og hvers kröfð- ust borgararnir? Þeir kröfðust auk- innar íhultunar um stjórnarfar, afnáms einveldis, stofnunar full- trúaþinga.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.