Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.1945, Qupperneq 1

Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.1945, Qupperneq 1
14. tölublað. Sunnudag-ur 8 apríl 1945. XX árgangur. l«*fold(hrpmtamið)ai Hörmungar og daglegt líf í Rúðuborg styrjaldarárin ret hvióhri lionu, búsettri j>ar BRJEFKAFLI þessi er frá frú Kristínu Chouillou, ér margir Reyk- víkingar þekkja, því að hún er hjer l)orin og barnfædd, enda þótt hún hafi lengi verið búsett í Frakklandi. IJún á heima í Rúðid)org. Þaðan skrifar hún systur sinni frú Soffíu M. Ólafsdóttur þ. 22. janúar, og segir m. a.: „.... Þegar við í stríðsbyrjun hættum að geta skrifast á, og hálf- ur heimurinn var kominn í bál og brand, grunaði engan að öll hin regin ósköp, sem þá vorti ókomin, ættu eftir að dynja yfir. Yið höf- um þolað hjer þyngstu þrautir all- an þennan tíma síðan, hallæri, harð- ajri og margvíslegar hörmungar. Auk þess annað veifið lifað í sífeld- um lífsháska eftir að loftárásir hóf- ust. Vorið 1940 var það okkfir til láns að fara hvergi, þegar fólk flúði unnvörpum, heldur vera kyrr í bæn um. Við komumst því hjá að leggja upp í flóttaleiðangur, eins og svo jnargir gerðu, þegar alt var orðið um seinan. En flóttafólkið lenti í miklum hörmungum og raunum. Næstu vetrar voru hinir mestu fimb- ulvetrar, kuldar svo miklir hjer, að annað eins heflr ekki þekst rxm langan aldur. Samtímis var h.jer lít- ið að bíta og brenna, vistaskortur og skortur á öllum sviðum. Það voru daprir dagar. Tíminn virðist óskiljanlega lengi að líða. IÞjer varð maður að ráfa um í kolamyrkri úti fyrir, ]>egar dimma tók. En verst af öllu var það, hve þröngt var í búi. •T’afnvel hjer, í hinu frjósama Normandi, sem hing- að til hefir verið sannkallað forða- búr landsins, lá við að fólk liði neyð. Við vorum svo heppin að þekkja fjölskyldu íiti í sveit, sem liðsinti okkur þegar þess var kostur. Með miklum erfiðismunum gat fólk út- vegað sjer ýmiskonar matbjörg, ófullnægjandi þó. Vandkvæðin og erfiðleikarnir jukust dag frá degi. Hver og einn varð að annast sínar daglegu’ þarfir, og áttu flestir nóg með sjálfa sig. Allar lífsnauðsynj- ar varð jnaður sjálfur að sæk.ja og oft standa í þyrpingum og bíða tím um saman. Iláir jafnt sem lágir sá- ust sífelt vera að basla með alls- konar upphugsanlega handvagna eftir götunum og aka heim til sín eldsnevti og öðru, sein til þurfti, meðan fáaidegt var. Nú áttu ríkir og fátækir að mestu leyti við sömu lífskjör að búa. Auðurinn einn dugði engum lengur, þegar öllum var skamtað. Eftir ófarirnar og hertökuna mátti heita að allar skipasamgöngur legðust niður, og iill framleiðsla hætti að kalla, vegna vegna þess að efnivöru vantaði. lnnanlandssam- göngurnar te))tust að mestu. Samkvæmt vopnahljessamningun- um varð að láta af hendi til Þjóð- verja eða setuliðsins vænan hluta af öllum afurðunum. Munaði mikið um það. Fjarri fór því, að fólkið bæri þrautir sínar möglunarlaust. Allstaðar varð vart við megnustu óánægju. En menn hjeldu áfram að lifa lífinu og má ekki skiljast að á því vætm engar bjartar hliðar og nlt hafi hvílt í dái á þessu tímabili.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.