Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.1945, Side 7
LESP.ÓK MOIÍÖUNBLAÐSINS
mii íillt að því eina tommn þegar
vinduT er. Á leiðinni upp hjelt út-
varpsgrammofón fræðandi fyrirlest-
ur um byggingu varðans.
Washington-borg fóstraðist fyrst
í heila hins mikla stjórnmálamanns
og þjóðhetju George Washingtons,
eins og sjest á skjölum hans frá 12.
júlí 1790. En síðar var hún, sam-
kvæmt ósk hans, skipulögð af ung-
um frönskum verkfræðingi, að því
að talið er af mikilli snild. Til allra
óhamingju var margsinnis vikið frá
skipulagi þessu á síðari árum, er
borgin byggðist, eins og verða vill
einatt þegar miðlungs 'menn eiga að
framkvæma stórfelld áform.
Frá þessari glæsilegu borg fór
jeg um kvöldið og staðnæmdist næst
í Baltimore. Skoðaði jeg þar vjel-
smiðjur Renneburg & Sons Co., er
byggja síldarverksmiðjuvjelar o.
þ. h. en Baltimore-borg er stofnsett
árið 1827.
í Baltimore er mikil höfn með
skipasmíðastöðvum, verksmiðjum
og ýmiskonar stóriðju. Eftir
skamma dvöl þarna hjelt jeg áfram
til New York. Áttti ferðalagið þang
að ekki að taka nema nokkra
klukkutíma, en lestin var hægfara
og tafðist hvað eftir annað, svo
komið var langt fram á nótt þegar
hún loksins rann inn á járnbrautar-
stöðina í þessári stórkostlegu borg
heimsins.
★
NEW YORK
ÞAÐ KOM sjer nú í góðn þarfir
að jeg hafði ekki alls fyrir löngu
hlotið upptöku í Ameríska verk-
fræðingafjelagið — The Ameríean
Society of Meehanical Engineers.
Er fjelag þetta mjög gnmalt og á
stórhýsi í miðbiki New York borg-
ar, sem nefnist Engineer’s Club.
Það stórhýsi gaf Andrew Carnegie
fjelaginu. Eru þar gestherbergi fyr-
ir meðlimi fjelagsins, setustofur,
lesstofur, bókasafn, billiardstofur,
borðsalur, bar og bjórstofur, auk
fundarsala og skrifstofuherbergja.
Til þessa staðar hjelt jeg nú rakleið-
is og fjekk jeg þar strax inni og
bjó þar síðan allan þann tíma er jeg
dvaldist í New York.
— Næsti dagur rann upp heiður
og skýr. Himininn var dimmblár og
sólin helti sjer yfir þær 8 miljónir
manns, sem talið er að búi í New
York og útborgun hennar. En New
York mun vera með sólríkustu borg-
um Bandaríkjanna.
Jeg verð að játa, að jeg fann til
þess, þar sem jeg stóð þarna á tröpp
unum fyrir framan Verkfræðinga-
fjelagshúsið og litaðist um eftir
fertugasta stræti og yfir garðinn
þarna fyrir framan, að það var
harla lítið sem jeg vissi um New
York. Það er heldur ekki neitt til-
tökumál þó að nokkur bið yrði á
því, að jeg áttaði mig dálítið á
skipulagi hennar og gerði mjer ör-
litla grein fyrir lifnaðarháttum borg
arbúa — og ef svo mætti segja, and-
rúmslofti borgarinnar. En skammt
þarna frá — til sinn hvorar handar
lágu helstu slagæðar borgarinnar:
Broadway og Fifth Avenue.
Það væri sjálfsagt efni í margar
og þykkar bækur að lýsa New York
til nokkurrar hlítar. Og að lýsa
henni í fáum orðum er ekki á mínu
færi. Mig langar þó að gefa dálitla
hugmynd um hvernig áhrifum Is-
lendingur kann að verða fyrir sem
þarna kemur í fyrsta skifti.
Honum kann að finnast, að mið-
bik New York sje eins og hamra-
borg með djúpum þröngum gljúfr-
um„ þar sem straumþung fólkselfa
byltist fram með hringiðum og fossa
föllum og hrífur allt lifandi með
sjer.
Skýjakljúfarnir rísa eins og him-.
ingnæfandi björg upp úr gljúfruu-
um en í hamraveggjunum á báðar
hliðar býr undarlegt, ókunnugt
fólk. Álfar og ósýnilegar vættir! —
Vei þeim sem bjargnuminn verð-
199
ur. Allskonar kynjar bíða hans og
aldrei verður hann samur!
Dúfnahóparnir flögra um á milli
hinna risavöxnu bygginga eins og
fýll í bjargi og lífga þessa trölls-
legu mynd.
Meðvitundin um hið iðandi líf
miljónanna allt umhverfis, hina lif-
andi kös, sem maður hrærist í, verð-
ur stundum nær óbærileg. Þá lang-
ar einn og einn lítinn karl að kom-
ast burtu, aðeins eitthvað langt í
burtu. — ITelst heim!
En hjer er New York! Og hjer er
starfað og stritað 24 tíma sólar-
hringsins! Hjer er aldrei sofið. Hjer
kemur starfið fyrst, já, meira að
segja lang fyrst. Sá, sem ekki hefir
tíma til að sinna störfunum getur
fengið frí, — æfilangt! Hjer er
keypt og hjer er selt. Hjer keppast
menn við að starfa og strita og
græða peninga, til þess að geta starf
að og stritað ennþá meira — og
grætt ennþá meiri peninga! Til þess
að geta eignast hús. Til þess að eign
ast bíl. Til þess að eignast stærra
hús. Til þess að eignast stærri og
fallegri bíl. Til þess að gefa kon-
unni sinni eitthvað fallegt. Til þess
að geta menntað börnin sín. Til þess
að verða frægur. Til þess að geta
skapað listaverk. Til þess að leysa
erfið viðfangsefni. Eða bara til þess
að starfa vegna þess að starfið cr
sterkasti þáttur lífsins!
Þarna stöðvast ekki neitt þótt kl.
slái 5!
Þú getur keypt þjer skyrtu eða
skó, heilan alklæðnað, hatt og
frakka, pípu, tóbak og göngustaf,
hvað sem klukkan segir. En göngu-
stafir tíðkast ekki í Ameríku. Menn
hafa ekki tíma til að ganga nema á
tveimur fótum!
Og þarna hinu megin við götuna
er rakarastofa og klukkan er 3 nm
nóttina og rakarinn er í óðat önn að
raka. I glugganum stendur skilti:
„Opið allan sólarhringinn".
Framh. á bls. 208.