Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.1945, Síða 16
LESBÓK MOROUNBLAÐSTNS
20S
1)0 dagar í U.Si.
Framh. af bls. 199>
Sjertu á skítugum skóm, sem.
þykir skrælingjabragur, þá getur
þú fengið skóna þína þvegna með
íínustu leðursápu og þar á eftir
gljáfægða, og sólarendurnar málað-
ar til þess að varna því að saumur-
inn fúni. Þegar þú ert búinn að
gljáfægja skóna þína. ])á eru þeir
alveg eins og nýir og ])ú getur spar-
að þjer skókaup í langan tíma.
ÞetÞi kostar allt 10 eent eða 6ö
aura og fæst gei't í flestum rakara-
stofum. -— En hversvegna er þetta
ekki hægt í Revkjavík?
Lsngi þig til að lyfta þjer upp
að kveldi dags, þá er úr nógu að
velja. Fyrst er þó best að aðgæta
hvemig statusinn er! Án dollara er
lífið erfítt nema fvrir prófessjónella
sláttumenn. En eigirðu mammon í
ríkum mæli. þá eru þúsund og einn.
staður sem bjóða upp á jafnmargar
ógleymanlegar nætur!
Á sama kveldinu ganga kannske
hundrað mismunandi leikrit. Drama
tísk leikrit — með heimsfrægura,
listamönnum. Söng og dansleikir
með sýningum á beru negrakven-
fólki — og allt þar á milli.
Á sama kvöldinu má sjá og hlusta
á klassiska útfæi-slu á „Carmen"
eða ef þú vilt heldur nútíma út-
færijju á sömu óperu með staðsetn-
ingu í negrahverfinu Tlarlem. Tórea-
dórinn er negri, sem strýkur úr
Bandaríkjahernum til að elta vit-
lausa negrastelpu borg rir borg í
Bandaríkjunum. En litirnir, fjörið
og leikurinn er langt fyrir ofan það
sem við eigum að venjast. Það ligg-
ur við að hjer sje fúlasta alvara á
ferðinni. Svo mjög ganga leikendur
upp í leik sínum.
Ýmsar aðrar leiksýningar hljóta
að vekja hrifningu áhorfandans sak
ir listrænnar meðferðar.
Svo koma dansstaðir, allskonar
og næturklúbbar, matstaðir með alls
konar mat, allt frá „heitum hund-
iun“ (pulsum) upp í pipraða pá-
fugla — og þjóðerni eftir því! Kvik-
myndahús, sem ganga mest allan
sólarhringinn o. m. fl. — Þar er
engin vínverslun ríkisins og engin
halarófa og engir höfðingjar, nema
þeir sem diafa peninga. En þeir eru
iíka allir höfðingjar!
New York er frjálsasta borgin í
frjálsasta ríki veraldarinnar!
Menn eru þar aö mestu frjálsir til
að lifa og deyja — án íhlutunar og
aðstoðar opinberra embættismanna
— og virðast kunna því prýðilega!
Menn verða að reyna að standa
á eigin fótum. Helst ekki á fótvrm
annara manna. En þetta er hættu-
legt spor, ekki síður enskíðaíþróttin
— og margir falla í valinn! En með-
vitundin um að hver verði að bjarga
sjálfum sjer rekur menn áfrarn til
margfaldrar atorku, meðan heilsa
og kraftar endast. Og launin eru
oft mikil.
Yonin um að afla sjer fjár og
frama og eignast kóngsdótturina og
kóngsríkið, er sá neisti, sem einna
fyrst kviknar og lengst lifir í brjósti
hvers góðs Bandaríkjamanns!
Smælki
%
— Er þetta í fyrsta sinn, sem
þjer komist undir mannahendur?
Nei, einu sinni fjekk jeg 10
króna sekt.
— Er það alt og sumt, hugsið
yður vel um.
— Það er annars alveg satt, þeg-
ar jeg fer að hugsa um það. Jeg
f.jekk skömmu seihna fimm ára
fangelsi.
★
— Jeg heyrði dálítið í morgun,
sem opnaði augu mín.
— Hvað var það?
— Hrnging í vekjaraklukku.
— Rúðuborg
Framh. af bls. 194.
ekki þangað. I þann mund, sem þið
voruð að fagna stofnun lýðveldis-
ins (blöðin hjer gátu um viðburð-
inn) var hjer á næstu grösum háð
hin grimmasta orusta. og öllu teflt
í hættu. Þú getur ímyndað þjer, að
])á greip mig mikil heimþrá. Jeg
fór að reyna að gera mjer í hugar-
iund, hvernig myndi vera hjá ykk-
ur á Þingvöllum, er svo mikil stund
var upprunnin. Til heilla með lýð-
veldið! .
Smælki
Bókamaður einn lánaði kunningja
sínum tvö bindi úr merku ritsafni,
sem hann átti, en fjekk þau ekki
aftur, hve oft sem hann áminti vin-
inn urn að skila þeim. Seinast tók
hann það ráð að senda manninum
öll hin bindin og þetta brjef með:
— Hjer með fylgja bindin, sem
eftir voru, svo að annaðhvor okkar
hafi að minsta kosti ritsafnið heilt.
Daginn eftir var ritsafninu skil-
að.
★
— Af hverju gengurðu við hækj-
ur ?
— Bílslys.
— fletur þú ekki gengið án
þeirra?
— Jeg veit ekki. Læknirinn seg-
ir, að jeg þurfi ekki að nota hækj-
ur, en lögfræðingurinn minn heimt-
ar að .jeg noti þær að minsta kosti
fyrst um sinn.
Ar
— Læknirinn hefir bannað kon-
unni minni að búa til mat.
—• Er hún veik?
— Nei, það er jeg, sem er orðinn
veikur.