Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 15.04.1945, Qupperneq 8

Lesbók Morgunblaðsins - 15.04.1945, Qupperneq 8
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 216 KVÖLDSTUND MEÐ BOGA ÓLAFS SYNI YFIRKENNARA — Um ójómennóhu, menntajjrá ocj l ?ermó OFT þegar jeg het'i gengiö fram- hjá húsi Boga ólafssonar í Tjarn- argötu, þá hefir mjer dottið í hug: Einkennilegt er þetta hús. Það ber svip af eigandanum, hátt, hnarreist og fyrirferðarmikið. Líklega var það á þessu húsi, sem jeg fyrst kom auga á, að margt má marka um menn á því hvernig hús þeir byggja eða hvaða hús þeim fellur í geð. Svo var það eilt skammdegis- kvöld í vetur, að jeg hafði lítið að gera, átti leið framhjá hiisi Boga, og hugsaði með mjer: Nú er best jeg gefi mjer tíma til að atliuga þetta hús að innanverðu og íbúa þess, og hringdi dyrabjöllunni. Bogi kom til dyra. Snöggklædd- ur, berhálsaður, úfinn og skemmti- legur, opnaði hann dvrnar eins og hann bvði mjei,' inn í heilt kóngs- ríki. í ríki Boga, hinni rúmgóðu skrif- stofu hans, eru allir veggir þaktir bókum. — Þar er sýnilega hver hlutur á sínum stað. Bókamenn eins og hann eru yfirleitt reglumenn. En á það minntist jeg engu orði. Þorði það ekki, því hann kæiár sig fjandann um alla. reglusemi — í orði kveðnu. Það er jeg alveg viss um. Þannig var liann, þegar jeg s;i, * hann fyrst, aldamótahaustið 1900. er hann kom í Möðruvallaskólann. Þá var hann með úfnasta jhárlubba, sem jeg hafði sjeð, í svellþæfðri prjónapeysu, flakandi í hálsmálið, gustmikill og þungur á brún. eins og hann væri tilbúinn að berja bekkjarbræður sína'hvorn með öðr- Bogi Ólafsson, yfirkennari. um. Hann dengdi þeim líka öllum aftur fyrir sig við haustprófið, ef jeg man rjett. En það þótti cngin furða. Því Bogi var óvenjulega lífs- i-eyndur nýsveinn, sigldur, kunni eitthvað að tála ensku, og því í upp- hafi hálfgildings jafnoki skólastjór- ans, Hjaltalíns, að fólkinu í sveit- inni fannst. Sprunginn ketill. — Hvernig stendur á því, að þú varst svona forframaður, segi jeg A'ið Boga, er við vorum sestir í skrifstofu hans. — Það stóð svoleiðis á því, að skip fannst í Eyrarbakkabugt, sem hjet „Neva“, með sprunginn ketil, og var dregið til lands. En, er hingað kom gengu allir af skip- inu, nema skipstjórinn. Hann var danskur. Ágætis karl. Hjct Jgnsen, alþektur. Nú þurfti að sigla skipinu til Englands. En ,það var» allt graut- fúið, bæði ofansjávar og neðan. Þvílíkan bölvaðan kopp hefi jeg aldrei sjeð fljóta. Svo var safnað mönnum á skipið. Jeg bauð mig fram. Annað eins djeskotans )>akk hefi jeg aldrei fyrirhitt á neinu skipi 'Drykkjusvolar, et eet.eia. Þar var einn Svíi, einn rússneskur kokkur, danskir vjelstpórar og Islendingar j>að sem eftir var.; Skipið gat gengið 6 mílur í góðu veðri. En svo var það fúið, jað þeg- ar við vorum komnir hjerna í Eyr- arbakka-buktina, fengum við svo- lítinn skvampanda, svo að öl.dugjólu skömm kom við borðstokkinn. Hann J>oldi það ekki. Hann mölbrotnaði. Jeg var við stýrið þegar þetta gerð- ist. Maður var rólegur í þá daga. Al- veg sama á hverju gekk. Jeg/horfði á þetta eins og mynd í bók. Við vorum 11 daga til Leith. — Hvað var svojgert við skipið ’ — Vitanlega ekki gert annað við það. en di-aga það upp í fjöru og dæma það ósjófært. En það hjekk, saman í fjörunni. Það1 þótti mjer í rauninni merkilegt. í siglingum. —; Og livað tók svo við ? — Fyrst jeg var kominn þarna, þá var ekki annaðiað gera en halda áfram. Þá rjeði jeg mig á skip, sem flutti kol til Sundsvall í Sví- þjóð og sótti þangað timbur. Næst var jcg á skipi sem sigldi milli Gravesend og Hull, með kol frá IIull og kalk frá Gravesend.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.