Lesbók Morgunblaðsins - 15.04.1945, Qupperneq 11
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS
219;
n<i freinst, og svo ofi je<? gaman
að vinna.
En þetta er nú ekki svo mikið'
núna samanborið við það sem eitt
sinn var. Einu sinni hafði jeg 72
tíma á viku, 12 á dag og svo stíla,
og vann alla sunnudaga. Það hefi
jeg altaf gert. Nú eru þetta ekki
nema 39 tímar og 250 stílar á viku.
Það gera 25 tíma,*samtals G4 ef jeg
get reiknað rjett, og svo ýmsar
smávegis þýðingar. — En einu
sinni sló í hart. Það var þegar Geir
Zoega bað mig að lesa próförk af
orðabókinni sinni og jeg þurfti að
vinna til kl. 11 öll kvöld og upp
klukkan 5 á morgnana að leiðrjetta
stílana og svo í tímana, því altaf
hef jeg getað vaknað, þegar jeg
hef viljað. Það má jeg eiga, Þó
margt megi annars út á mig setja.
Eða er ekki svo?
Jeg var ekki kominn til þess og
fer að renna augunum upp eftir
jhinum háu bókaskápum og löngir
bókahillum og segi svo:
— Segðu mjer annars eitt. ■—
TTvernig í dauðanum hefir þú get-
að safnað öllum þessum bókum?
— Þetta er núlekki mikið. Það er
ekki eins og hjá honum Þorsteini
'sýslumanni eða Davíð skáldi frá1
Fagraskógi. En jeg er nú nokkuð
sterkur í kvæðabókum. Og íslensk
leikrit á jeg nema tvö, eftir Magnús
Grímsson. Fátt á jeg af rímum
en af skáldsögum, safnaði jeg lengi
öllu er út kom. En trjenaðist upp
á því, eins og eðlilegt var.
Áð safna bókum.
— ITvenær byrjaðir þú bóka-
söfnun?
— Skömmu eftir að jeg kom heim
eða þegar jeg byrjaði kennslu í
Mentaskólanum. Fór að fara á bóka
uppboð, og kynti mjer þá fyrir-
fram livað var á boðstólum. En
þegar fram í sótti, þá varð jeg að
hætta að bjóða sjálfur í liækurnar.
því þegar menn heyrðu að jeg bauð
í bók, þá ruku|ýmsir upp til handa
og fóta og fóru að bjóða í á móti
mjer. Því|þeir hugsuðu sem svo, að
fir því að Bogi býður, þá er bókin
einhvers virði. Þá varð jeg að fá
einhverja aðra til þess að bjóða
fyrir mig. Það varð alt umstangs-
meira. Nú-nú. En þetta varð úr því
samt, því jeg he^ gaman af bókumi
og þykir vænt um þær, og þá hefir
jnaður oft alskonar útispjót til þess
að ná í þær.
-— Stundum dettur maður
)>á líka í lukkupottinn. T. d. einu
sinni. Jeg var staddur hjá einum
kunningja mínum. Þangað kem-
ur maður. Talið berst að bókunr
eins og lög gera ráðjfyrir. Þá segir
maðurinn si sona, að hann'eigi bæk-
ur í poka heima hjá sjer. Ekki viti
hann hvort þær sjeu nokkurs virði.
En mjer sje guðvelkomið að koma
og líta á þær. .Teg fann það ein-
f 'hvernveginn á mjer að það myndi
borga sig að líta á skruddurnar.
Og aldrei þessu vant, hljóp jeg
Iheim til mannsins. Þjer finst þatl
kannske ótrúlegt, því jeg er ekki
vanur að hlaupa. En það var nú
svona. Verst jeg gleymdi hvað mað-
urinn hjet og hvar hann átti heima.
ITann fjekk 250 krónur fyrir það,
sem jeg valdi úr pokanum, —1 .Teg
segi ekki hvað það var. En báðir
urðu ánægðir, það get jeg sagt þjer.
★
Við áttum langt. tal saman eftir
þetta um alskonar fólk, gamla tíma
og nýja og jeg sá hannyrðir hús-
móðurinnar, fÖgur veggteppi, sem
hún hafði saumað með stakri kost-
gæfni til heimilisprýði, tekið upp
gamlar fyrirmyndir á þjóðminja-
safninu, og sett saman af mikilli
smekkvísi. Svo í næstu stofu við
bókasafn og vinnustofu Boga, þar
sem er saman komið eitt mesta safn
íslenskra bóka í einstaks manns eigu
eru dýrar eftii’myndir af hannyrð-
um horfinna kynslóða. Það fer vel
N
%
saman, að hafa slíkar menningar-
jminjar nálægt bókasafninu.
En meðan jeg virti þessi handa-
verk fyrir mjer, sá jeg greini-
lega á Boga, að hann kunni besfc
við sig innanum bækurnar.
1 Er við höfðum sest þar að nýju
og farið að tala um bókamenn,
mintist hann á einn kunningja sinn,
sem ekki væri ikomandi til vegna
brennivínsins.
— Svo segi jeg alveg út ’,á þekju,
Er hann farinn að drekka?
— Ekki voru það mín orð. Eu
mjer þykir viðkunnanlegra að geta
komið heim til manna án þess að
þeir þurfi að hella ofan í mann
tunnu af brennivíni. Ekki síst þeg-
ar maður er þá svo af guði gerður,
að1. manni þvkir sopinn góður, seg-
ir Bogi.
En þá sýndist mjer hann vera til
í það að reyna samskonar aðferð
gagnvart mjer af einskærri gest-
risni, svo jeg þorði ekki fyrir mitt
litla líf annaðjen hafa mig af stað.
Annars veit jeg ekki hvernig hefði.
farið.
. V. St.
Smælki
— Stúlkan: — Hvað ertu gamall
litli minn? ,
Sá litli: — Fimm ára. En þú?
Stúlkan: — Æ, jeg er nú búinn
að gleyma fæðingarárinu mínu.
Drengurinn: — En þú hlýtur þó
að |inuna á hvaða öld þú ert fædd?
★
Lítill drengur spurði afa sinn,
sem var smár vexti, hve gamall
hann væri. — .Teg er áttatíu ára
gamall, sagði maðurinn. — Eftir
nokkra umhugsun sagði sá litli: —>
Þú ert þá líklega mjög lítill eftir
aldri.
4
I