Lesbók Morgunblaðsins - 09.12.1945, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 09.12.1945, Blaðsíða 6
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS lr>os að álykta, að þjóðin rnyndi hafa gjörfallið og tortímst, á hörmunga- tínium Skaftáreldanna og alda- jnótaharðindanna nokkru síðar. Ef Skiáli fógeti hefði ekki, með hinni löngu og örðugu en mark- vissu baráttu sinni, verið búinn að koma því til leiðar, að verslunar- láþjáninni var afljett, og bærilegri gkipun þá komin á þau mál. Að sjálfsögðu, var fleiri mönn- um en Skúla einum ljóst, að versl- unarástand það er hjer ríkti, var óþolandi, þó eigi hefðu þeir þrek og fórnarlund, til að ráðast til at- lögu gegn ófarnaðinum. — Þótt jafnan verði að dæma með ýtrustu varfærni um viðhorf löngn liðinna tíma, mun mörgum nútímamönn- úm virðast, sem allt of fáir, hafi þaft dug og drengskap til að veita Skúla vígsgengi; er hann stóð sjálf Ur ótrauður og öruggur í fylking- arhrjósti, sem „lífvörður" þjóðar- innar, og Ijet holskeflurnar hrotna á sjer. Erjur ýmiskonar. Þegar vöruskoðun átti að fara íram í „Hólminum" neitaði Ari Guðmundsson, sýslnmanninum um aðgang. Reis mál út úr því og fleiri sökum er hann var borinn, og var hann í undirrjetti dæmdur í nokkra fjársekt en hann áfrvjaði og tók fjelagsstjórnin málstað hans að sjer. Bárn þeir að vanda margs- konar sakir á Islendinga, og hjeldu því meðal annars fram, að ómögu- Jegt væri að neita rjettar síns á ís- landi, eins og í álitsgerð þeirra seg- ir: „öllum mönnum er kunnugt um, hversu illa íslenskir emhættismenn ieru að sjer í öllu því, er að rjett- arhaldi lýtur". — En stjóm Islands hnálanna, var það mætavel kunn- Mgt, að um þessar mundir, voru jnargir Islendingar mj.ög duglegir lagamenn, og var Rkúli þar fremst- ur í flokki. Enda var þessu rausi tkaupmanna ekki gaumur gefinn á, „hærri stöðurn". Áður en vorsiglingin kom til landsins, árið 1769, hafði Skúli rit- að til sýslumanna, og skorað á þá, að rannsaka vaming kaupmanna, til að komast að raun um, hvort þeir hefðu ekki aðrar vörur með- ferðis, en þær sem greindar voru á farmskrám, og gera það upptækt sem umfram kynni að vera. Mun hjer hafa verið um einskonar refsi- aðgerðir að ræða hjá Skúla, fyrir mjölsvikin árið áður. En fram að þeim tíma, hafði hann litla rögg- semi sýnt í þeim efnum, var þó sið- Mr kaupmanna að pranga þeim vör- nm út fyrir óhæfilega hátt verð. — iBrugðust nokkrir sýslumenn vel við þessum tilijiælum, og gerðu all-mikl ár vörubyrgðir upptækar. Þeir Jón sýslumaður Eggertsson á Hvítárvöllum og Skiili, stóðu fyr- jr vöruskoðuninni í „IIólminum“ hjá Ara Guðmundssyni; með þeim voru sem skoðunarmenn, áðurnefnd ur Þorhjörn í Skildinganesi og Þor- kell Þórðarson, sem ýmist er kend- ur við Borgarbæ eða Grjóta, og margir hinna gömlu Reykvíkinga munu kannast við, sem ættföður sinn. Lítil vinátta var milli þeirra Þorkels og Ara kaupmanns, höfðu þeir átt í deilum, og í brjefi einu auðvitað rituðu á dönsku, bjagaðri þó, skrifar Ari, Þorkeli:-----»,Jeg skil ekki íslensku þvætting yðar, en það get jeg látið vður vita á hreinni dönsku, að þjer eruð mesta mannhrak og skarn“. Varð aðför þessi öll hin söguleg- asta, og vildi Ari láta.hinu útlendu skipsmennn ráðast að Islendingum, len eigi fjekk hann því ráðið. Voru all-miklar vörur gerðar upptækar, en ekki gekk það orðalaust fyrir hig, var Ari svo reiður, að hann æddi um, ragnandi og bölvandi, með ópum og óhljóðum og hiuu sóðalegasta orðbragði. En Skúli stilti skap sitt, og sagði ofur ró- Iega: „Það sæmir illa höfðingjum, að láta eins og grimmir hundar!" •— Varð Ari mun æfari, er hann sá hve Skúli hafði mikið vald yfir geði sínu, og öskraði í miklum yígamóð: „Djöfullinn hafi þig! Þú ert engínn höfðingi“. — Margt fleira ófagurt sagði hann. Tók þskúli vitni að, og urðu mikil mála- ferli út úr þessu öllu. Sendi Ari skriflega vörn í málinu, og færir sjer það helst til málsbóta: „Að í Noregi sjeu menn vanir, þegar villi 'dýr ráðast að fjenu, að fæla þau burtu með ópi og óhljóðum“. — Lýkur hann vörn sinni, með þessari smekklegxi líkingu. Eftir langt málþóf innanlands og utan, voru ummæli beggja aðila, dæmd dauð og ómerk, og hvorug- ur látinn sæta sektum. — Kynlegur dómur! — Aftur á móti, varð Jón Eggertsson fyrir nokkru fjárhags- legu skakkafalli, í sambandi við þessa aðför. Þóttu þeir fjelagar hafa gengið nokkuð langt, í vöru- upptektinni, en Skiili þverskallaðist við að greiða sektina. Á þessum árum, átti Skúli í víð- tækari og íllvígari málarekstri, en nokkru sinni fyr. Var það bæði vegna „Tnnrjettinganna“, sem Ari forstjóri hafð ilagt dyggilega stund á, að koma í hina mestu niðurníðslu og einnig vegna hinna óhæfilegu verslunarhátta. Urðu úrslitin þau, í skemstu máli að báðir aðilar töp- uðu. Varð Skúli að dvelja sam- fleytt 3—4 ár í Kaupmannahöfn,; en ekki lagði hann árar í bát, fyr en hann hafði safnað þeim glóðum. elds, að „Almenna verslunarfjelag- inu“, er riðu því að fullu, og hörm uðu það fáir. En hörmulegra var hitt, að minstu munaði, að allt þetta riði Skúla sjálfum einnig að fullu. Kostaði dvölin erlendis og mála- rekstur allur, svo mikið fje, að hon um vár ofvaxið að standa straum af því. Og náði hann sjer aldrei á rjettan kjöl, fjárhagslega eftir þetta. i

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.