Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.1946, Blaðsíða 9
LESBOK MORGUNBLAÐSINS
25
miðjan dag komum við upp á hæð
nokkra og sáum þá hina lang-
þreyðu borg Carlogo. Bar hún lit
af húsaþökunum, rauð í miðju en
grá í úthverfum, þar sem bamb-
uskofarnir eru.
Jeg gat ekki skoðað Carlogo eins
og mig langaði til, því að mestur
tíminn fró í það að koma minnis-
bók minni í póst. Póststofan var
í leirhúsi rjett við torgið. Þegar
jeg kom þangað fyrst var hin
rammlega útidyrahurð harðlæst.
„Er pósthúsið lokað í dag?“
spurði jegj einhvern, sem þarna
var.
„Já, senor, pósturinn kom ekki
fyr en í gær. En þjer skuluð berja,
það getur verið-----“
Jeg barði og barði, en það bar
ekki neinn árangur. Klukkustundu
síðar kom jeg aftur og barði, en
það fór á sömu leið. Daginn eftir
tókst mjer að finna bakdyr á
húsinu og komst þar inn, þótt
pósthúsið ætti að vera lokað.
Þarna voru tvö herbergi, líkari
skemmu en pósthúsi. Flunkunýir
póstpokar frá öllum helstu lönd-
um heims, lágu þarna eins og hrá-
viði, í gluggakistum, á stólræflum,
á flekaborðum. En pósturinn, sem
átti að sendast þaðan, hafði verið
látinn niðut í gamla grjónapoka.
Allskonar póstsendingar voru
þarna á víð og dreif um bæði her-
bergin. Kúmlega helmingurinn af
því var póstur frá Bandaríkjun-
um, verðlistar og undralyf. Fjórir
miðaldra menn í póstmannabún-
ingum, með hanska sína og göngu-
stafi liggjandi hjá sjer; sátu þar
umhverfis borð og reyktu vindl-
inga. Jeg afhenti einum þeirra
minnisbókina mína innpakkaða.
Hún gekk á milli þeirra allra, þeir
veltu henni fyrir sjer á ýmsa vegu
eins og þá forvitnaði að vita hvað
í þessu væri, eða þá til þess að
reyna að vakna af kæruleysisdvala
sínum. Síðan fóru þeir allir að
grúska í burðargjaldaskrá og fundu
þar alt, nema það, sem þeir leituðu
að. Að lokum stóð einn þeirra á
fætur og leitaði kurteislegja ráða
til manns, sem sat þar við annað
borð, og var sýnilega póstmeistar-
inn. Þeir komust að þeirri niður-
stöðu að jeg ætti að borga 1 peso
í burðargjald fyrir hver 50 gröm.
Póstmeistarinn reis á fætur, gekk
nokkrum sinnum fram og aftur
um gólfið og velti bókinni milli
handa sjer. Síðan klóraði hann
sjer í höfðinu til þess að reyna að
muna hvað hann hafði ætlað að
gera.
Að lokum mundi hann það. —
Hann ætlaði að vega bókina. Hann
náði í gamla brjefavog, en hún
tók þetta ekki. Svo reyndi hann
aðra og var sjálfsagt fimm mín-
útur að því að vega minnisbókina,
áður en hann var fyllilega sann-
færður um það hvað hún var
þung. Svo gekk hann ósköp ró-
lega til hinna, opnaði munninn til
að tala, lokaði honum aftur, og
sneri við að voginni. Hann hafði
gleymt því hvað sendingin var
þung. Nú ákvað hann að eiga
ekki neitt á hættu, og þegar hann
hafði vegið bókina að nýu með
mikilli nákvæmni, kallaði hann til
manna sinna eins hátt og honum
lá rómur: „320 gröm“.
Þeir, sem ekki þekkja Suður-
amríkumenn, munu eiga bágt með
að • trúa því, að það taki langan
tíma að deila þessari tölu með 50.
En það var nú eitthvað annað.
Allir fjórir póstþjónarnir byrjuðu
að reikna, sinn á hverju blaðinu.
Þeir skrifuðu ótal tölur. Eftir
margar mínútur var einn þeirra
svo djarfur að sýna hinum niður-
stöðu sína. Þeir báru það saman
við sínar tölur, hristu höfuðin og
óðu elginn. Að lokum kallaði einn
þeirra til mín: „Sjö cents, senor!“
en hinir gláptu á mig letilega, eins
og þeir byggist við því að jeg
mundi ekki vilja borga annað eins
stjórfje í burðargjald.
„Svo kaupi jeg ábyrgð á það,
og það verða 17 cents“,-sagði jeg
því að jeg kærði mig ekki um að
bókin væri að flækjast þar lengi,
og lenti svo máske síðast út í ösku-
haug. Þegar þeim hafði skilist
þetta settist einn þeirra við gríð-
arstóran protokoll til þess að færa
inn þessa risa upphæð. Mig vant-
aði 2 centa frímerki. Sá elsti af
þessum fjórum g(ekk að borði út
við vegg, settist við það og hag-
ræddi fótum sínum vandlega und-
ir því. Svo dró hann þar út skúffu
og hún var full af allskonar rusli(
tóbaki, vindlingum, hálftæmdum
glösum af undralyfum. Hann rót-
aði þessu með gætni og að lokum
dró hann upp pappaöskju utan af
tvinna. Upp úr henni veiddi hann
fáein 2 centa frímerki. Hann reif
eitt þeirra af mjög gætilega, fyrst
öðru megtn og svo hinum megin,
ljet lokið á öskjuna, öskjuna nið-
ur í borðið, læsti því vandlega og
kom svo til mín með frímerkið.
Jeg fleygði í hann 10 centa silfur-
pening. Hann opnaði borðskúffuna
aftur, dró þar einhvers staðar út
úr ruslinu margþvælda centseðla,
taldi átta af þeim, taldi þá aftur
og starði svo lengi á þá þungt
hugsandi. Síðan bað hann einn af
fjelögum sínum að telja seðlana,
og sá taldi þá aftur tvívegjis með
sömu natni og hinn hafði gert.
Svo afhenti hann mjer þá hikandi,
eins og hann væri viss um að hann
reiknaði eitthvað af sjer, en gæti
ekki áttað sig á hvernig í því lægi.
Nú hafði bókarinn lokið við inn-
færslu sína, skrifað línu þvert yf-
ir opnuna í hinni stóru bók. ■—
Hann bauð mjer nú kurteislega
sæti, dreif penna ofan í blekbyttu
og rjetti mjer og bað mig að skrifa