Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.1946, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.1946, Blaðsíða 10
2G LESBÓK MORGUNBLAÐSINS nafn mitt. Þe^ar jeg hafði gert það, horfði hann lengi hugsandi á skrift mína, en að lokum tók hann bókina og stakk henni niður í skúffu, án þess að frímerkja hana nje stimpla. „Má jeg biðja um kvittun?“ spurði jeg. Það var eins og þeir tækjust all- ir á loft. Og nú hófst löng ráð- stefna. Síðan kom póstmeistarinn til mín og sagði: ?,Þeir í Bogota hafa ekki sent okkur nein kvittanaevðu blöð á þessu ári. En ......“ Hann kallaði í bókarann og hvíslaði að honum löngum fyrir- skipunum. Bókarinn náði í tvö- falda örk af skrifpappír, stimpl- aði hana með pósthússtimplinum, og tók svo að rita með löngum dráftarstöfum — því- að skrift er enn talin list í Columbia — kvitt- un fyrir póstsendingunni. Síðan reif hann örkina sundur og sýndi póstmeistara hvað hann hafði skrif að. Póstmeistarinn reyndi fyrst nokkra penna og síðan skrifaði hann nafn sitt undir og gleymdi ekki heldur embættisnafninu. Svo las hann skjalið vandlega yfir nokkrum sinnum, virtist óánægð- ur með eitthvað, kallaði á skrifar- ann, sýndi honum að röndin þar sem rifið var frá, var öll úfin. Skip aði hann skrifaranum að leggja reglustriku á blaðið og skera af bláröndina með beittum hníf. Skrif arinn gjerði þetta og afhenti mjer svo kvittunina, sem jeg geymi til minja. Það getur verið, að þeir, sem ekki þekkja háttalag Suðurame- ríkumanna, haldi að jeg ýki þessa frásögn. En hjer er hvergi orði hallað. Frá því að jeg afhenti minnisbókina og þangað til jeg fekk kvittunina leið ein klukku- stund og tuttugu mínútur. En þetta er ekki eins dæmi. Alla leið frá Rio Grande og suður úr, eru allar opinberar skrifstofur fullar af slíkum landeyðum, og það er alvanalegt að horfa á marga fullhrausta menn fást í heila klukkustund við eitthvert handarvik sem meðalmaður í Bandaríkjunum mundi gera á tveimur mínútum. ry-v Okunn lönd: II. Krossinn í Buga BUGA er einhver stærsta borg- in í Cauca-dalnum í Columbia. En hafi maður sjeð eina af hinum óþrifalegu götum þar, þá hefir maður sjeð þær allar. Göturnar eru þráðbeinar, húsin standa í þjettri röð meðfram þeim og ekk- ert bil á mili þeirra nema þar sem þvergötur koma og maður sjer ekki fyrir endann á þeim, hvert sem maður horfir. í fljótu bragði virtist það sennilegt að í Buga væri tíu þúsundir íbúa. En er maður kemst að því, að stór gjarður er að baki hverju húsi, þá kemst maður að þeirri niðurstöðu að þessi borg, þar sem eru aðeins einlyft hús, muni ekki vera svo fjölmenn. Þarna er rólegt eins og í froskpolli og torgið er aðal- samkomustaðurinn. En þó er Buga orðin gömul áður en Boston var reist, og þarna er frjórri jarð- vegur og betra loftslag heldur en í Nýja-Englandi. Þarna væri hægt að rækta ávexti alveg takmarka- laust, en aðeins í einni búð sáum við nokkra ávexti á boðstólum og þeir voru grænir og óþroskaðir. Kerlingin, sem hafði þá til sölu, velkti þá lengi í lúkum sjer og sagði okkur að koma „manana“, þ. e. daginn eftir eða einhvern tíma eftir að þeir væru þroskaðir. En kvöldin þar eru dásamleg'. Eftir að sólin er sest, slær gulln- um logahjúp yfir vesturfjöllin. Og þá er gaman að standa á einhverri af hinum gömlu spönsku boga- brúm, sem bygðar eru úr steini, og hlusta á niðinn í hinni silfur- tæru Guadalajara de las Piedras, sem rennur fram hjá borginni að sunnan. Buga er heilög borg. Pílagrímar koma þangað hundruðum saman á hverju ári. En fyrir þá, sem þar búat er heilagleikinn ekki mikill. Það er eins og um Puree, Benares og Lourdes, að hún er heilagri þeim, sem í fjarlægð búa, heldur en hinum, sem verða að ala þar aldur sinn. Og það var heldur ekki fyr en við komum til E1 Cerrito, fulla dagleið frá Buga, að við heyrðum söguna um Milagroso de Bugo. Vjer sátum í húsdyrunum hjá þremur gömlum kerlingum sem eru bestu heimildarmenn í slíkum efnum. Þær töluðu í hálf- um hljóðum, augu þeirra loguðu af áhuga og þær hniptu í okkur og sögðu: „Hvernig líst þjer á?“ þegar þær vildu leggja sjerstaka áherslu á frásöguna. Fyrir langa löngu, meira en tvö hundruð árum, þegar Buga var enn ekki annað en kofaþyrpingar á bakka Guadaljara de las Pied- ras, þá var þar fátæk, en iðjusöm kona, sem þvoði þvott í ánni á hverjum degi. Það voru flíkur annara, sem hún þvoði, því að hún var að reyna að vinna sjer svo mikið inn, að hún gæti keypt sjer

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.