Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.1946, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.1946, Blaðsíða 2
18 LESBOK MORGUNBLAÐSINS RANNSÓKNALEIÐANGRAR OG NÁTTÚRUFRÆÐINÁM £ftir Stein^ór S^icýnrÁóóon, macj. ócienl. ÁRIN ÁÐUR en heimsstyrj- öld sú hófst, sem nú er ný lokið, kom það oft fyrir, að ungir nátt- úrufræðingar eða náttúrufræði- nemar frá öðrum löndum komu hingað til lands til þess að ferðast um landið og gera athuganir á ýmsum sviðum náttúrufræðinnar. Ferðir þessar voru oft aðal- lega farnar í æfingarskyni, því land okkar hefir upp á margt að bjóða, sem lærdómsríkt er fyr- ir náttúrufræðinga og sem ekki verður fundið annarsstaðar, nema víða sje leitað. Hjer höfum við flestar tegundý: eldstöðva og hjer birtist jarðhitinn í ýmsum mynd- um. Hjer eru jöklar af ýmsum stærðum og gerðum og hjer eru stór svæði gróðurlaus, svo að jarð- myndanir, sem víða annarsstaðar eru þaktar þykkri gfróðrarmold eða skóglendi, birtast hjer jarð- fræðingum eins og opin bók Á- hrif vatns og vinda, íss og elda eru hjer gleggri og fljótvirkari en víðast hvar annarsstaðar. Er því ekki að furða, þótt jarðfræð- ingar frá nágrannalöndunum hafi leitað hingað til þess að notfæra sjer tækifæri þau, er þeim bjóðast hjer á ýmsum sviðum. íslendingar eru fámenn þjóð, en forsjónin hefir hagað því svo, að skerfur okkar til menningarmála hefir orðið hlutfallslega meiri en ætla hefði mátt, ef miðað er við fólksfjölda. Sama má og segja um framkvæmdir á ýmsum sviðum. En því aðeins getum við vænst þess að varðveita hið nýfengna sjálfstæði, að við framvegis ekki einungis fylgjumst með tímanum, heldur einnig leggjum okkar skerf til almennra framfara. Það getum við fyrst og fremst gert á þeim sviðum, þar sem náttúran eða aðrar aðstæður hafa skapað okk- ur sjerstöðu Hverjar svo sem orsakir eru til hins endurheimta sjálfstæðis okk- ar, má telja víst, að einn megin- þátturinn er álit það, er þjóðin hefir áunnið sjer sem menningar- þjóð fyrir fornbókmenntir sínar. í norrænum fræðum höfum við aðstöðu til þess að standa skör hærra en aðrar þjóðir. Við tölum enn sama mál og bókmenntir þess- ar eru ritaðar á og hjer eru hand- rit, sem ómissandi eru hverjum manni, sem leggja vill stund á þessi fræði. Norrænudeildina — (heimspekideildin) — við Háskóla íslands á að gera þannig úr garði, að hún verði miðstöð fyrir sjer- grein sína, og þangað verði allir að leita, er fá vilja hina fullkomn- ustu menntun í fornbókmenntum okkar. Verði þetta látið undir höf- uð leggjjast höfum við ekki ein- göngu brugðist skyldu okkar, held ur og látið einstakt tækifæri ganga okkur úr greipum og skipað okkur í sess ýmsra fornra menn- ingarþjóða, sem nú eru ekki svip- ur hjá því, sem áður var. En við eigum ekki að láta okk- ur þetta nægja. Hjer hefi jeg bennt á annað atriði, þar sem við höf- um nokkra sjerstöðu. Vil jeg hjer skýra frá því, á hvern hátt jeg tel að við eigum að notfæra okk- ur sjerstöðu þessa. Hjer á að koma á fót æfinga- námskeiðum í náttúrufræði. Nám- skeiðin eiga sjerstaklega að mið- ast við jarðfræði, en aðrar greinar náttúrufræði má einnig taka með, þar sem náttúra okkar hefir upp á sjerkenni að bjóða. Tel jeg heppi legt að námskeið þessi sjeu á veg- um Háskóla íslands. Tilhögun námskeiðanna ætti í aðalatriðum að vera þannig, að á sumri hverju sjeu farnir nokkrir rannsóknarleiðangrar undir stjórn íslenskra náttúrufræðinga. Hlut- verk hvers leiðangurs þarf ekki að vera nákvæmlega tiltekið fyr- irfram. En leið sú, sem farin verð- ur, og tími sá, sem dvalið verður á hverjum stað, er fyrirfram á- kveðinn. Gefin skal út nákvæm á- ætlun með nálega árs fyrirvara. Áætlun þessi gefur allar þær upp- lýsingar um leiðangrana, er þýð- ingu geta haft fyrir þátttakend- ur að vita. í áætluninni skal ekki einungis gefa upplýsingar um ferðirnar, heldur einnig hvaða at- riði sjerstaklegfa má taka til at- hugunar í hverri ferð, hverjir verða fararstjórar, kostnaður við þátttöku, upplýsingar um aðbúð þátttakenda í leiðangrinum og vís- indatæki þau, er leiðangurinn hef- ir yfir að ráða. Áætlun þessa skal prenta á erlendum tungumálum og senda til háskóla víðsvegar um heim og skal öllum stúdentum

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.