Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.1946, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
27
kross til að hengja upp í herberg-
inu sínu( en þar hafði hún ekkert
til að fremja bænahald sitt við.
Að lokum hafði hún dregið sam-
an 60 sents og hlakkaði nú óskap-
lega til þess, að á morgun gæti
hún haft krossmark í kofa sínum.
Hún var að hugsa um þetta á
leiðinni eftir Guadaljarabakka, en
þá mætti henni fátækur og fatl-
aður maður og sagði henni frá því
að hann skuldaði ríkum herra-
manni 60 cents, og að hann yrði
settur í fangelsi, ef hann gæti ekki
greitt skuldina fyrir kvöldið. Fá-
tæka þvottakonan aumkvaðist yf-
ir hann, dró upp úr einhverjum
leynivasa þessi 60 sents, sem hún
átti og fjekk þau fatlaða mann-
inum, svo að hann gæti greitt
skuldina. Daginn eftir, eða þrem-
ur dögum seinna — hjer greindi
kerlingarnar alvarlega á — var
fátæka konan enn að þvo og biðja
að sjer tækist einhvern tíma að
vinna sjer inn 60 cents, en í sama
bili flaut þar upp í hendurnar á
henni og festist í þvottinum, ofur-
lítil askja og í henni var.....
Aðeins lítill kross, sagði sú, sem
var að segja frá, en svo varð hún
að bregða sjer frá, og þá hvísluðu
hinar kerlingarnar að okkur hás-
um rómi, að þetta væri algjörlega
rangt. Það hefði ekki verið lítill
kross í öskjunni, heldur Krists-
mynd á krossi, hin sama, sem enn
er til sýnis í E1 Milagroso de Buga,
aðeins miklu, miklu minni. Kon-
an fór með Kristsmyndina heim
til sín og hengdi hana upp á vegg.
En henni til mikillar undrunar og
skelfingar, byrjaði myndin að
stækka. „Hvernig lýst þjer á?“ —
Og hún óx líka á nóttunni. Og það
voru svo miklir vaxtarbrestir í
henni, að konan gat ekki sofið.
En þegar myndin var orðin helm-
ingi stærri heldur en hún var í
upphafi, var konan orðin svo
hrædd, að hún fór til prestsins og
sagði honum upp alla söguna.
Prestur ávítaði hana fyrir að fara
með þessa vitleysu, annað eins og
þetta gæti ekki átt sjer stað nú á
dögum, þegar öllum kraftaverkum
væri lokið. En svo sýndi hún hon
um helgimyndina og hún stækk-
aði fyrir augum prestsins. Hann
tók myndina því af konunni, eins
og presta er siður, og enn helt
myndin áfram að vaxa. þangað til
hún var orðin eins stór og hún er
nú í E1 Milagroso de Buga. Og svo
fjekk presturinn vitrun af Maríu
mey og hún sagði honum að reisa
kirkju á þessum stað, þar sem
myndin hafði fundist, og prestur-
inn kallaði alla menn til vinnu, að
reisa kirkjuna. Þeir settu töfra-
myndina á bak við altarið, og þar
stóð hún í 200 ár í kirkjunni, sem
nú er trjesmíðavinnustofa rjett
hjá E1 Milagroso. Árið 1902 var
hið mikla musteri reist úr múr-
steini. því að það var langt síðan
að gamla kirkjan var orðin alt of
lítil fyrir þá, sem vildu tilbiðja
líkneskið og fá lækningu af því.
Og svo var líkneskið borið yfir í
nýju kirkjuna og var þá eins ljett,
eins og það væri úr trje, en allir
vita að ekki er hægt að flytja það
úr stað( ef það vill ekki láta flytja
sig og dygði þá ekki til þótt öll-
um hestum í Buga væri beitt
fyrir það. —
„Er það satt að E1 Milogroso
hafi læknað marga?“ spurði jeg.
Þær urðu alveg forviða á slíkri
spurningu. Og af öllum þeim sög-
um, sem þær sögðu mjer, set jeg
hjer aðeins eina.
Kona nokkur í Sonson hafð leg-
ið í taugagigt í 20 ár. En þegar
synir hennar voru orðnir nógu
stórir, báru þeir hana til Buga og
settu hana í stól fyrir framan lík-
neskið. Þar baðst hún fyrir, laut
áfram og snerti tána á líkneskinu.
En í sama bili brá svo við, að hún
reis upp albata og labbaði heim
til sín, margar mílur vegar. Þetta
veit hvert mannsbarna í Buga, því
að þetta skeði í fyrra.
„Og líkneskið getur líka gefið
mönnum æskuna aftur, breytt
gamalli konu í unga og fallega
stúlku“, sagði önnur kerlingin
þegar sögUnni var lokið.
„Hvað?“ sagði Hays og spratt
upp. „Hvers vegna.........? Nei,
það er of nærgöngul spurning!“
- Rannsókna-
leiðangrar
Framhald af bls 19.
Náttúrufræðideild, er aðeins veit-
ir kennslu í fyrra hluta greinum,
getur tæplega sem slík unnið sjer
álits erlendis, þar sem hún aðal-
lega fjallar um grundvallaratriði.
Á slík deild því ekki rjett á sjer,
nema verið sjer að uppfylla nauð-
syn í þjóðfjelagi okkar. Deildin
gefur að vísu kennurum sínum
aðstöðu til vísindaiðkana og gætu
þeir borið hróður landsins út fyr-
ir landsteinana. En hæfum mönn-
um má skapa aðstöðu til vísinda-
iðkana án þess að binda þeim
kennsluskyldu á herðar. Og deild
sú, sem fyrirhuguð hefir verið, má
ekki hindra það, að hjer verði
stofnsettur sá þáttur náttúrufræði-
kennslunnar, sem mest má verða
landinu til gagns og sóma
Steinþór Sigurðsson.
1 4 4
Vaflanarför eða vöflunarför var
notað yfir betliferðir. Að fara
vaflanarförum var að ganga um
og betla.