Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.1946, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.1946, Blaðsíða 12
28 LESBOK MORGUNBLAÐSINS FALL EIRÍKS MAGNÚSSONAR Eítir dr. Stefán Einarsson MEiÐAL þeirra er fjellu í stríð- iuu var Eiríkur Maguússon, sonur jieirra lijónanna Magnúsar Magnús sonar og Ásthildar Grímsdóttur, í Virginia, Minnesota. Eiríkur var fæddur 16. október l'JUS í tít. Peter, Minnesota. llann var elsti sonur þeirra hjóna og var að sjálísögðu heitinn eftir Eiríki Magnússyni, bókaverði í Cam- bridge, Englandi, föðurbróður og fóstra Magnúsar. Árið 1910 íluttu þau hjónin til Eveleth og 1915 tiL Virgiuia í sama ríki, og hafa þau verið þar síðan, en á þessurn stöðum ólst Eríkur upp og gekk í skóla. Eiríkur hætti námi í miðskóla, ofarlega og gekk í sjóherinn 1926. I»á fór hann í flugskóla í Pensa- cola, Florida, og útskrifaðist það- au með góðri einkunn um 1980. Eft ir það var hann lengstum settur niður í San Diego, California. llann vann og flaug um tíma á öllum flugrjelastöðvarskipum am- eríska sjóhersins, meðal annars á: Langley, Lexington og Saratoga. Eitt ár var hann settur niður í Pan a»ua og tvisvar sinnum var hann sendur til Hawai-eyja, þar sem Bandaríkjamenn hafa flotastöð. Sumarið 1986 var híinn annar af tveim mönnum, til þess valinn að fljúga með póst til Roosevelts, for- seta, er hann var í fríi á lystiskipi sínu undan ströndum Nova Scotia. Vann haim sjer fyrir það traust og hrós forsetans. Sköminu fyrir stríð var Eiríkur settur niður í Dahlgren, Virginia, skamt frá Washington, D. C., þar sem sjóherinn hafði reynslustöð fyrir flugvjelar. Eiríkur flaug vjei um af alls konar gerðum, en aðal- lega fór hann þó með bardagaflug- vjelar og þegar stríðið skall á vildi hann gjarna íara strax í eldinu, en fjekk ekki fyrir aldurs sakir. í stað þess var hann sendur til Englands, vorið 1942. Þar átti hann að gera tvent undir handleiðslu amerísku sendisveitarinnar í Lond- on: vera milligöngumaður (liaison officer) milli Bandaríkjaflotans og bresku flugforingjanna (bomber command), kynna sjer allar flug- stöðvar á Englandi og bera sig sam an við foringjana. Auk þess átti hann að fljúga með sendiherra og diplómata, ef þörf gerðist, og var það ósjaldan. Brátt leiddist Eiríki vistin, þótti honum verkið bæði ljctt og löðumannlegt: Kunningjar mínir í flughernum eru særðir og drepnir hver um annan þveran, en jeg geri ekki annað en að skutla diplómat- iskum ístrubelgjum bæjarleið!“ Og eftir 15 mánuði fjekk hann sig lofcs lausan til þess að ganga í ber- högg við óvinina. Þetta var ekki auðhlaupið. Hann hafði verið gerður afturreka fyrir aldurs sakir, því að menn yfir 27 ára eru alment taldir of gamlir fyr- ir flugherinn, en Eiríkur var 35 ára. Hann Ijet þessa neitun þó ekld á sig bíta og þar til var hann aðlR nudda við yfirmennina, að þeir sleptu honum í gegn og sendu hann á flugvjelastöðvarskipið Franklin, sem þá var nýtt og stærst af þeirri gerð. Ekki fjekk hann þó aðgang að skipinu fyrr en þeir höfðu látið haún leysa allar þær þrautir, er þetr gátu verstar upphugsað. Skipið lagði af stað í maí 1944 áleiðis til Suðvestur-Kyrrahafsins. Eftir mánuð voru þeir í hörðum or- uátum um hvern eyjaklasann par á íætur öðrum. Flugvjelarnar vora ávalt sendar á undan til að „mýkja“ Japana, áður en hermennirnir reyndu að ganga á land. Orustur þær, sem Eiríkur átti þátt í eru miklu fleiri en svo, að hægt sje að telja þær hjer. Tveim einum skal hjer lýst: Þeirri hinni fyrri, er hann vann með svo mikilli prýði, að hon- um var veittur heiðursflugkross- inn (the distinguished flying cross) fyrir, og þeirri hinni síðari, er kost- aði hann lífið. Það var snemma í ágúst, 1944. Tvær flugdeildir, önnur undir stjórn Lieut. Ted Iludsons, hin und ir stjórn Eiríks, voru á veiðum eft- ir japönskum skipum. Þeir foringj- arnir komu auga á japanskan tund- urspilli og steyptu sjer á hann úr 8000 feta hæð. í annari atrennu varð flugvjel Iludsons fyrir svo mikilli skothríð, að hún steyptist í hafið, og þar fórst Hudson. Við þessi tíðindi rann berserks- gangur á Eirík, að því er fjelagar hans ætluðu, þeir er sáu aðfarir hans. Hann hófst á loft og renndi sjer í þriðja sinn á skipið, en greip í tómt, því að það var þá sprungið í loft upp og sokkið. En það var unq aua •ogejse^ 2aoq ngXaacJ runninn af Eiríki: hann var enn í vígahug. Og er hann kom auga á annan japanskan tundurspilli í nokkurra mílna fjarlægð. þá var ekki að sökum að spyrja. Eiríkur renndi sjer á hann með flokk sinn af sjö flugvjelum. Eiríkur skaut öllum sex hlaupum sínum á skipið, en það spó eldi og eimyrju á móti. Þrjár atlögur gerði Eiríkur að skip inu. I hinni fjórðu kallaði einhver fjelaga hans til hans og bað hann blessaðan að hætta sjer ekki lengur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.