Lesbók Morgunblaðsins - 19.05.1946, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 19.05.1946, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 247 f * ARNI OLA: í ÖRFIRISEY •fe *¦ Björgunarstöð Slysavarnafjelagsins í Örfirisey á vígsludaginn. ÞEGAR Ingólfur Arnarson leit í fyrsta skifti yfir Reykjavík af Öskjuhlíðinni mun honum hafa litist höfnin líkust stöðuvatni, eða hópi, sjerstaklega, ef þá hefir ver- ið fjara, svo að Örfirisey sýndist landföst. Laugarnesið hefir hon- um virst áfast við Viðey. Suðvest- ur úr þessu hópi skarst vík og báð- um megin við hana stóðu reykjar- strókar í loft upp, af tveimur laug- um, sem voru önnur við Reyðarár- ós (nú Rauðará), en hinn í Örfiris- ey. Af þessum reykjarstrókum gaf hann svo víkinni nafn. Enginn veit nú hvaða dag Ing- ólfur hefir komið hingað, en mjer finst endilega að það hljóti að hafa verið á lokadaginn, þann dag er síðar varð merkasti hátíðardagur og tímamót í þeirri atvinnugrein, sem hefir orðið mesta lyftistöng staðarins og íbúa hans. Það er svo margt merkilegt um landnám Reykjavíkur, að þetta væri í sjálfu sjer að eins í samræmi við annað, Af guðunum var Reykjavík valin, sem bústaður fyrsta landnáms- manninn. Guðirnir Ijetu öndvegis- súlur hans berast hjer á land við Arnarhól (sem ekki hefir verið varðveittur, því miður). En bústað urinn var ekki álitlegur, þar um höfum vjer orð Karla: „Til ills fór um vjer um góð hjeruð, er vjer skulum byggja útnes þetta". Son- ur Ingólfs setti hið fyrsta þing hjer á landi, og þótt það væri ekki háð í Reykjavík, voru upptökin þar. Þetta þing var upphaf lýðveldis á íslandi og undanfari Alþingis, sem nú á heima í Reykjavík. Og á út- nesi þessu reis upp höfuðborg ís- lands. Og í landnámi Ingólfs mun nú búa nær helmingur þjóðarinn- ar. Er það ekki ævintýri líkast? Hví skyldi þá ekki komudagur Ingólfs hingað einmitt hafa orðið þjóðlegur hátíðisdagur, fyrir til- stuðlan forsjónarinnar? Og þá er ekki um neinn annan dag að ræða en lokadaginn. Hann ætti því um leið að vera skírnardagur Reykja- víkur. UM hátíðahöld lokadagsins, hjer áður fyr, ganga ýmsar misjafnar sögur. Þegar jeg kom fyrst hingað til Reykjavíkur, fyrir rúmum 35 árum, þótti sjálfsagt að sjómenn heldi daginn hátíðlegan með því að drekka sig fulla. Var þá stundum hávaðasamt og róstusamt á götun- um. Verra hafði það þó verið áður, var mjer sagt. En úr þessu hefir dregið smám saman. Með breytt- um útgerðarháttum hvarf lokadag urinn úr sögunni í sinni upphaf- legu mynd. En hann geymist þó enn í almanakinu og í hugum manna. Qg aldrei hefir verið hald- ið betur og virðulegar upp á hann en nú, laugardaginn 11. maí. Þá var vígð björgunarstöð Slysavarna fjelagsins í Örfirisey. Fyrir þá, sem halda að menning hjer í landi gangi aftur á bak, er gott að bera saman þennan loka- dag og lokadag um aldamótin eða upp úr þeim. Þá fanst sjómönnum það ráð, að eyða því kaupi, er þeir höfðu aflað á vertíðinni með súr- um sveita og lífsháska, til þess að drekka frá sjer vit. Nú er dagur- inn gerður að áfanga í björgunar- starfi fyrir sjómannastjettina. Hjer er vígð fullkomnasta björgunar- stöð á landinu. Það er eitt af því, sem Reykjavík getur miklast af. Hitt er annað mál, að hún var óþarflega lengi á leiðinni, rjett 40 ár. Það var fyrst byrjað að tala um björgunarstöð hjer þegar „Ingvar" fórst við Viðey. Vjer skul um ekki fordæma seinaganginn. Stöðin er komin, og það er mest um vert. ÖRFIRISEY á sjer allmikla sögu, og henni er hvergi nærri lok-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.