Lesbók Morgunblaðsins - 19.05.1946, Side 14

Lesbók Morgunblaðsins - 19.05.1946, Side 14
250 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS SKILVINDAN KEMUR TIL SÖGUNNAR Sœnski hugvitsmaðurinn Gustav de Laval er heimsfrœgur. Hann var ákaflega fjölhœfur og fekst við margt. En frœgastur er hann fyrir skilvinduna, sem kend er við hann og heitir Alfa Laval. Hún hefir verið á mörgum heimilum hjer á landi. Auk þess fann hann upp gufuturbínuna og rnjaltavjel- ina og ótal margt annað. Hjer er sagt frá því þegar hann fann upp skilvinduna. — Er langt hjeðan til Klosters- verksmiðjanna? spurði ungur mað- ur um leið og hann settist á sleðann. — Ekki getur það nú talist langt. Við ökum yfir vatnið og verðum því fljótari í ferðum. Ekillinn breiðir stóra gærufeldi yfir fólkið á sleðanum, sest svo sjálfur í sæti sitt og slær í hestana. Það er heiðbjart vetrarkvöld og óteljandi stjörnur tindra á festingu himinsins. Skin þeirra er svo bjart, að það endurkastast af fönnum og svellum alt umhverfis sleðann. Ungi maðurinn hallar sjer aftur á bak í sæti sínu og horfir dreym- andi augum upp í himinhvolfið og hlustar á hófatak hestanna og hvern ig skaflarnir bryðja ísinn. Hugur hans flýgur hátt og fæst við bjart- ar framtíðar fyrirætlanir. Ungi maðurinn veit að hann hefir köll- un í lífinu, og hann er viss um það að sjer muni takast að beita hæfi- leikum sínum á rjettan hátt. Hann er einráðinn í að sigra alla erfið- leika. En hættan liggur í launsátri. — Fram undan er dimmur skógar- jaðar, hinum megin við vatnið. — Hratt er ekið og sleðinn nálgast óðum land. En alt í einu heyrist mikill brestur og á næsta augna- bliki eru hestar, menn og sleði á kafi í ísköldu vatni. ísinn hefir verið svikull. Fólkið hljóðar og kallar á hjálp. Ósjálfrátt verður því það fyrst fyrir að losa sig við gærufeldina og svo er að ná í skör- ina. Ungi maðurinn varð fyrstur upp úr vökinni. Eftir langa mæðu tekst að bjarga öllum, og hestunum einnig. Holdvotir og skjálfandi setj ast menn á sleðann aftur, og áfram er haldið. Hjer lá við slysi, en varð ekki af. En hæglega hefði svo getað farið að Svíþjóð hefði mist þarna ein- hvern mesta snilling sinn, og þá er hætt við að ýmsar i'opgötvanir, sem fyrir löngu eru komnar um allan heim, væri enn eigi til. Seinna þetta sama kvöld ók sleð- inn í hlað á herragarði nokkrum. Þegar þangað kom voru allir ferða- langarnir í klakabrynjum. í glugg- unum voru jólaljós og þegar bjöllu- hljómurinn heyrðist þaut alt fólkið út til að taka á móti gestunum. Þeim var boðið inn í hlýjuna og hjúkrað af mestu alúð. Hún var söguleg ferð unga manns ins til þessa herragarðs. En dvöl hans þar varð eigi síður söguleg. Hann var ráðinn þangað sem verk- fræðingur við verksmiðju. Á hverj um degi var hann önnum kafinn við að gera tilraunir, og einu sinni varð óhapp, sem hefði getað kostað hann lífið, en snerist upp í það að Laval. verða leiðarstjarna unga manns- ins á sviði nýrrar tækni. Hann var að gera tilraun með nýjan stein- bor. Hafði hann búið sjer til bor, sem snerist með ofsahraða um möndul sinn. Alt í einu brotnaði borinn og dálítill bútur úr honum þeyttist eins og elding út í vegg. Verkfræðingurinn hugsaði ekkert um það hvað hann hafði verið hepp inn að verða ekki fyrir brotinu. Hann var að hugsa um kraftinn, sem þeytti brotinu þvert út í vegg. Þarna var nýtt rannsóknarefni — dýrmæt reynsla fengin af flugi þessa litla búts. Fyrir þetta atvik og á þessari stundu byrjaði Laval að skilja það lögmál, sem var und- irstaða margra uppgötvana hans, þýðing hraðans. Hann hætti að vinna og gekk rakleitt inn í herbergi sitt. Þar sökti hann sjer niður í að lesa grein í þýsku tímariti, sem húsbóndi hans hafði ljeð honum. Greinin var eftir þýskan verkfræðing og lýsti hann þar tilraunum, sem hann hafði gert til þess að reyna að skilja mjólk með miðflóttaafli. Hann hrökk upp við það að klukku var hringt, merki þess að miðdegisverður væri fram reidd- ur. Hann flýtti sjer að hafa fata- skifti. Eins og vant var voru gestir komnir og þeir spjölluðu um alla heima og geima yfir borðum. En

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.