Lesbók Morgunblaðsins - 20.04.1947, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 20.04.1947, Blaðsíða 1
Viktoría Bjarnadöttir MJÓTT ER Á MILLI LÍFS OG DAUÐA T. Sá atburður, sem jeg ætla að segja hjer frá, gerðist í Tálknafirði í Vestur- Barðastrandarsýslu árið 1885. Ivirkju- staður þar er Laugardalur, og var annexía frá Selárdal í Ketildalahreppi við Arnarfjörð. Var þá prestur þarna síra Lárus Benediktssen, og.var venja hans að messa í Tálknafirði annan hvorn sunnudag á sumrin, en fjórða hvern sunnudag á vetrum. Leiðin vf- ir Selárdalsheiði var ógreið yfirferðar að vetrarlagi, enda er sá vegur löngu lagður niður. A meðan síra Lárus var í Selárdal, var vegurinn ruddur á hverju sumri, en það voru heldur gagnsfitlar vegabætur og sá þeirra ekki lengi stað. A þessum árum var það altítt, að herskip ýmissa þjóða kæmi á sumrin inn á Tálknafjörð og fóru þá alla leið inn í svokallað Hóp. Er sagt að þar sje óvenju gott skipalægi. Skerst lang- ur oddi fram í fjörðinn að norðan og er nefndur Sveinseyraroddi og fara skipin fram hjá honum inn um mjótt sund, til þess að komast inn í Hópið. Höfðu erlendir mælingamenn gert þar innsiglingarmerki á þann hátt að mála steina í brekku upp af bænum Hóli, sem er beint upp af skipalæginu. Nú var það í ágústmánuði þetta sumar, að skíra þurfti barn á Sveins- ■> Viktoría Bjamadóttir. eyri, og skyldi það gert eftir messu. Var þangað boðið mörgu fólki, þar á meðal yfirmönnum á frönsku her- skipi, sem lá á Hópinu. Hafði skipið komið oft áður og var kunningsskap- ur milli þeirra og bóndans á Sveins- eyri. Að lokinni messu í Laugardal fór prestur til Sveinseyrar og mun hafa komið þangað um nón. Um sama leyti kom þar bátur frá Lambeyri, sem er bær handan fjarðarins beint á móti Sveinseyri. Var á honum fólk, sem var að koma frá kirkju, tveir karl- menn og þrjár stúlkur. Annar karl- mannanna hjet Jón, ungur maður, en hinn hjet Torfi og var hann nokkuð við aldur. Jón mun hafa verið undir áhrifum vins, er hann kom frá kirkj- unni, og viidi ná sjer í meira 'áfengi. En það var á allra vitorði að bóndinn á Sveinseyri átti oftast nær brenni- vínstunnu á stokkunum og seldi hverjum sem hafa vildi. Var það því altítt að menn færi til Sveinseyrar til þess að fá sjer áfengi. Fengu þeir Jón og Torfi báðir vín hjá bónda, en höfðu litla viðdvöl, og munu hafa farið það- an urn líkt leyti og skírnarathöfnin byrjaði. Þannig er háttað á Sveinseyri, að hæð er í túninu fyrir neðan bæinn og byrgir útsýni til sjávar í þá átt og sjest ekki á sjó fyr en lengra út í firði. Þegar barnið hafði verið skírt og byrjað er að syngja, heyrast neyðar- óp neðan frá sjónum. Prestur tók þá þegar til máls og sagði: „Hættið að syngja. Það hefir eitthvað komið fyrir“. Kastar hann þá af sjer hempunni og hlevpur út og varð fyrstur manna nið- ur að sjónum. Sáu menn þá hvers kyns var. Báturinn frá Lambeyri var á hvolfi rjett utan við landsteina, gamli maðurinn á kjölnum, en hitt fólkið horfið.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.