Lesbók Morgunblaðsins - 20.04.1947, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 20.04.1947, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 117 Ókunn lönd SALOMONSEYJAR Eítir Jack London — Það er ekki jafn heilsusamlegt að vera á Salomonseyjum og æski- lcgt væri. Jeg skrifa þetta á Ysabel- eyju. Mjer skánaði seinasta hitasótt- arkastið í morgun, og það hefir nú ekki liðið nema dagur á milli þeirra. Hálfur mánuður líður á milli þess að Charmian fær hitasótt. Wada er orð- inn sannkallaður aumingi af hitasótt, og í gærkvöldi datt mjer ekki annað í hug, en að hann væri að fá lungna- bólgu. Henry, tröllaukinn maður frá Tahiti, nýskeð staðinn upp úr hita- sóttarkasti, ráfar um þilfarið og er líkastur kartöflumóður. Bæði hann og Tehei eru með fjölda mörg kýli. Þeir hafa einnig fengið nýa tegund af „gari-gari“, scm þýðir orðrjett „klóra- klóra“ eða Bara kláði, og hann staf- ar af jurtaeitrun. En þeir eru ekki einir um þetta. Fyrir npkkrum dög- um fórum við Charmian og Martin að skjóta dúfur úti á lítilli ey, og síðan höfum við fengið að kenna á forsmekk hinna eilífu kvala. Þarna á eynni rispaði Martin fætur sína á kóröllum, og allar rispurnar eru nú orðnar að kýlúm. Aður en jeg fekk seinasta hitasóttarkastið, skrámaðist skinnið af hnúunum á mjer, er jeg var að vefja upp kaðal, og nú hefi jeg fengið þrjú ný kýli. Og veslings Nakata! II ann liefir ekki getað sest í þrjár vikur. Hann huggar sig við það að sjer muni batnað „gari-gari“ eftir mánuð, en vegna þess hvað hann hef- ir klórað sjer mikið, er „gari-gari“ hans orðið að óteljandi kýlum. Auk þess fekk hann nú hitasótt í sjöunda sinn. Ef jeg væri konungur, þá skyldi sú versta refsing, sem jeg dæmdi ó- víni mína í, vera sú að senda þá til Salomonseyja. (En þegar jeg hugsa mig nú betur um þá held jeg að jeg gæti ekki verið svo harðbrjósta, þótt jeg væri kóngur). Við lentum fyrst í Port Mary á St. Anna eyju. Eini hvíti maðurinn þar, kaupmaður, kom þegar um borð. Hann hjet Tom Butler, og hann var gott sýnishorn þess, hvernig Salo- monseyjarnar geta farið með hrausta menn. Ilann lá í bátnum og gat enga björg sjer veitt. Hann var sem dauð- inn uppmálaður. Hann hafði einnig kýli — stór kýli. Við urðum að draga hann um borð í bandi. Hann kvað sjer líða ágætlega, sagðist ekki þafa fengið hitasótt í nokkra daga, og að* hann væri að öllu leyti heilbrigður nema í handleggnum. Ilann var mátt- laus. Þó vildi Butler ekki heyra það nefnt að um lömun væri að ræða. Hann kvaðst hafa fengið þetta áður, og orðið jafngóður. Þetta væri al- gengur sjúkdómur á St. Anna sagði hann um leið ðg hann var borinn niður í bátinn, og máttlausi hand- leggurinn druslaðist og slóst í tröpp- urnar. Þetta var sá ógeðslegasti mað- ur, sem hafði heimsótt okkur, og höfðu þó til okkar komið menn með holdsveiki og elefantiasis. Martin spurði hann um kýlin. Butler mátti þekkja þau, ef dæma átti eftir örunum á fótleggjum hans, og opnum sárum. Ojá, menn venjast kýlunum, sagði Butler. Þau eru ekki hættuleg fyr cn þau fara að eta sig djúpt inn í holdið, þá er von á jarð- arför. Það hafa margir dáið úr*þessu seinustu dagana. En hvað um það. y Ef maður fer ekki úr þeim, þá fer maður úr einhverju öðru á Salomons- eyjum. Allir hvítir menn á Salomonseyj- um fá kýli, og hver einasta rispa eða skinnspretta er upphaf að kýli. Ilver einasti maður, sem jeg hitti, hafði fengið þau, og níu af hverjum tíu voru með opin sár. i „leiðarbókinni“ fyrir Salomons- eyjar segir: 1 „Skipshafnir, sem hafast þar við nokkurn tíma, munu komast að raun um, að sár og rispur snúast upp í illkynjuð kýli“. Og enn fremur: „Þeir, sem þangað koma, niunu fyr eða síðar fá hitasótt. Meðal hvítra manna dóu 9 af 50 árið 1897“. Nakata var sá fyrsti íem fekk hita- sótt. Það var í Pendruffyn. Næstir voru þeir AVada og Ilenry. Síðan fell Charmian í valinn. Mjer tókst að sleppa í tvo mánuði, en þá fell jeg, og tveim dögum seinna gerði Martin t það líka mjer til samlætis. Af okkur sjö er Tehei sá eini, sem hefir slopp- ið, en hann þjáist svo af heimþrá, að það er enn verra en hitasótt. Nakata fór nákvæmlega að ráðum mínum, og það heppnaðist svo vel, að eftir þriðja kastið gat hann svitnað og tekið inn 30—40 grömm af kinin, og náð sjer nokkurn veginn eftir sólarhring. Wada og Ilenry eru erfiðari sjúk- lingar. Fyrst og fremst er Wada hálf- geðveikur af hræðslu. Hann hafði tal- ið sjer trú um að hamingja sín væri á þrotum, og að það ætti fyrir sjer að liggja að bera beinin-á Salomonseyj- um. Hann sá hjer, að mannslífið er ckki mikils v)rði. í Pendruffyn sá hann hvernig blóðsótt lagðist á fólkið. Og illu heilli sá hann lík borið ut á fjöl, kistulaust, og að því var kastað þannig í gröf. Allir voru með hitasótt, allir þjáðust af blóðsótt að öllum gengu allir mögulegir sjúk- dómar. Dauðinn var daglegur gestur. Maður var lifandi í dag og dauður á morgun — og Wada gleymdi deginum É

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.