Lesbók Morgunblaðsins - 20.04.1947, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 20.04.1947, Blaðsíða 10
118 * v r lesbOk morgunblaðsins í dag og helt að morgundagurinn væri kominn. ✓ Hann skeytti ekkert um kýlin á sjer, vanrækti að leggja við þau sublimatbakstra, og með því að klóra sjer í sífellu fekk hann því áorkað að þau breiddust út um allan lik- amann. Hann vildi heldur ekki fara að ráðum minum þegar hann fekk hitasótt og afleiðingin var, að hann var veikur í 5 daga, þegar hann hefði getað sloppið meö einn dag. Charmian hafði lifað heilbrigðu lífi í uppvexti og aldrei borðað annað en grænmeti. Fóstra hennar átti heima þar sem loftslag var holt, og trúði ekki á meðul. Og Charmian treysti heldur ekki á þau. Hún helt að þau gerðu sjer verra en veikin. En samt fór hún að ráðum mínum og tók inn kínin og slapp því furðu vel og fekk fá hitasóttarköst. Við hittum trú- boða sem hjet Caulfield. Tveir af fyr- irrennurum hans höfðu dáið á fyrsta missiri á Salomonseyjum. Ilann trúði •á'homopatameðul eins og þeir, þang- að til hann fekk fyrstu hitasóttar- kastið. Þá kastaði hann trúnni á hompatiuna og fekk sjer kínin, og þess vegna lifði hann og helt áfram að boða hina rjettu trú. En veslings Wada! Það sem fór al- veg með hann var þegar við Charmian fórum með hann til mannætueyjarinn- ar Malaita, á lítilli fleytu. Skipstjóri hennar hafði verið myrtur árið áður á þilfari. Kai-Kai þýðir að eta, og Wada var viss um að hann mundi verða Kai-Kai-aður. Við gengum altaf vopnuð og heldum sterkan vörð. Við hittum ensk herskip, sem skutu á þorp og brendu þau til þejs að refsa íbúunum fyrir morð. Menn, sem átti að myrða, leituðu skjóls um borð hjá okkur. Morð voru daglegt brauð. Á afskektum stöðum vöruðu vingjarn- legir villumenn okkur við hættum, því að það væri setið um líf okkar. Malaita átti tvö höfuð hjá skipinu, sem við vorum á, og tækifærið til að ná í þau mundi gripið, hvenær sem það gæfist. En til þess að kóróna þetta alt, strönduðum vjer á skeri, og með byssur á lofti urðum vjer að halda villumannabátum í skefjum, jafn- framt því, sem vjer reyndum að bjarga skipinu. Alt þetta var ofraun fyrir Wada, svo að hann varð undar- legur. Og á eynni Ysabel yfirgaf hann okkur. Nýstaðinn upp úr hitasótt fór hann í land í dynjandi rigningu, þótt hann ætti á hættu að fá lungnabólgu. Ef hann losnar við það að verða Kai- Kai-aður og ef hann getur balað af hitasóttina og sárin, þá getur hann búist við, ef hann er sjerstaklega heppinn, að komast til næstu evjar eftir G—8 vik’ur. Skipið okkar hefir nú í marga mán uði verið sem spítali, og við erum far- in að venjast því. í Meringe hreins- uðum við báta skipsins, en þá var stundum aðeins einn maður uppi standandi, og þeir hvítu menn, sem voru á lífi þar lágu allir í hitasótt. Núna erum við einhvers staðar fyrir norðaustan Ýsabel — við vitum ekki vel hvar — og reynum árangurslaust að flnna Lord Howes-ey. lítið koral- rif, sem ekki er hægt að sjá, fyr en maður strandar á því. Kronometrið er bilað. Sólin sjest ekki, og engar stjöm- ur um nætur, því að það hefir verið húðarrigning í marga daga. Kokkur- inn er strokinn. Nakata ætlaði að bæta störfum hans á sig, en liggur fár veikur. Martin er aðeins laus við eitt hitasóttarkastið, og á von á því næsta. Charmian fær hitasóttarköstin með vissu millibili og nú er hún að gá í almanakið til að sjá hvenær hún fái næsta kast Yfir mig sjálfan koma köstin eins og reiðarslög, og jeg get altaf átt það á hættu að hníga niður á þilfarið. Við erum ver haldnir af kýlum en nokkru sinni áður og þau eru með mesta móti. Við gleymdum sublimatini í Pendruffyn; og jeg reyni nú að lækna okkur með lyscl og Antiphologystin. Það er áreiðan- legt, að ef jeg verð ekki nafnfrægur læknir, þá er það ekki skorti á æfingu t * að kenna. Síðar: Það er nú hálfur mánuður síðan jeg skrifaði þetta, og nú hefir Tehei, sá eini sem altaf var frískur, legið þungt haldinn í tvo daga af hita sótt, og cr það kast miklu verra en nokkurt, sem vi?5 höfum fengið. Hann er veikur enn. Síðar: Á hafi úti milli Tasman koralrifs og Manningsunds. Veiki Teheis snerist upp í „blach water“- hitasótt, allra verstu tegund af mal- ariu, og er smitandi eftir því sem iæknabókin segir. Jeg hefi nú náð úr honum hitanum, en þá tekur ekki betra við, því að hann er orðinn brjál- aður. Jeg er viðvaningur i því að lækna brjálsemi. Þetta er í annað skipti að maður brjálast á skipinu. Síðar: Jeg ætla einhvern tíma að skrifa bók (fyrir fagmenn) og nefna hana „Umhverfis jörðina á sjúkra- skipinu Snark“. Húsdýrin, sem við höfum um borð, hafa ekki sloppið fremur en við. Tvö voru innan borðs þegar við fórum frá Meringe, írskur kjölturakki og hvít kakadúfa. Seppi datt niður klefastigann og braut hægra afturfót, og svo ljek hann sjer að þessu aftur og braut þá* vinstri framfót. Nú sem stendur er hann á tveimur löppum aðeins, en til allrar hamingju eru þær sin hvoru megin á honum, og sín undir hvorum enda, svo að hann getur haltrað ofurlítið um. Kakadúfan klemdist undir þilfars glugga og við urðum að drepa hana. Það var fyrsta litförin um borð — jæja, hænsin, sem við höfðum og áttu að verða sjúkrafæða, flugu út á sjó og drukknuðu. Það eru aðeins kakelakkarnir, sem dafna vel. Hvorki sýkjast þeir, nje verða fyrir slvsum. Þeir verða stærri og blóðþyrstari með hverjum degi sem liður. og þeir naga á okkur tvær og fingur á meðan við sofum. Síðar: Charmian hefir fengið nýtt hitasóttarkast. Martin hefir í örviln- un byrjað þá hrossalækningu að nota blástein við kýli síi\ og jafn-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.