Lesbók Morgunblaðsins - 20.04.1947, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 20.04.1947, Blaðsíða 2
110 " ' ’ • ' LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Þeir á herskipinu höfðu sjeð slysið og voru að leysa skipsbát, því að sá bátur, sem venjulega var hafður á takteinum, var í landi. A Sveinseyri ' var einnig gengið að því að hriuda fram báti, en þarna er útfiri mikið og var nú háfjara, svo að seinlegt var að koma bátnum á flot. Mátti ,svo kalla að bátarnir kæmi samtímis á slysstaðinn, og voru sjóliðarnir incð björgunartæki til þess að ná fólkinu upp úr sjónum. Var þarna grunt og r sandur í botni, svo að fólkið sást. Gekk tiltölulega fljótt að ná stúlkun- um, en erfiðlegast gekk með Jón. Virt- ist alt fólkið dáið. Franskur herlæknir var þarna og tók hann þegar að gera lífgunartil- raunir á fólkinu. Skipaði hann svo fyrir að koma með tómar tunnur og leggja fólkið þar á. Báru þessar til- raunir fljótlega þann árangur, að lífs- mark sást með einni stúlkunni. Hún hjet Elinborg. Kom upp úr henni mikill sjór og sandur, en smám sam- an fekk hún meðvitund og hrestist. En enginn árangur sást af tHraunun- um við hitt Tólkið. Sagði hcrlæknir- inn þá, að citt væri cnn óreynt, cn ]>að væri ef einhver vildi berhátta hjá stúlkunum og hlýja þeim ])annig. Kvaðst hann ekki vonlaus um að líf leyndist með þeim báðum, en Jón væri áreiðanlega dáinn. Móðir mín, Jónína Eiríksdóttir, átti þá hoima á Sveinseyri. IIúu bauðst þegar til að gera þetta þegar húu sá að hik var á ölluih öðrum. Kvaðst hún ]>ó hafa orðið að hleypa í sig kjarki til þess að taka þcssa ákvörðun, en hugsað sein svo, að hjer væri um líf og dauða að tefla. Voru nú stúlkurnar fluttar heim á Sveinseyri, færðar úr fötum og Iagðar í rúm og skyldi móðir mín liggja á milli þeirra. Gat hún ]>á ekki annað sjeð en þarna væri tvö lík. Læknir- inn gaf henni inn eitthvert hressandi lyf áður en hún fór upp í rúmið og svo lagðist hún niður milli líkanna og yafði þau þjett að sjer. Læknirinn vjek ekki frá rúminu og hafði vakandi auga á þeim. Var auð- sjeð að hann beið þess mcð mikilli eftirvæntingu hvernig þessi tHraun mundi takast. Langur tími leið án þess að nokkur"árangur sæist. En eftir t\<tr klukkustundir þóttist hann merkja það, að líf væri að færast í stúlkurnar. llóf hauu þá þcgar lífg- unartilraunir á ný, og fór það svo, að þær lifnuðu báðar við. En lengi voru þær veikar á cflir. Nulu þær hinnar bestu aðhlynningar hjá hjóuunum á Sveinseyri, sem voru orðlögð fyrir gestrisni, og munu hafa náð sjcr aft- ur að mestu lcyti. Var það allru manna mál, að hefði læknirinn ekki verið þarna á staðnum, mundu stúlk- urnar ekki hafa vaknað aftur til þessa lífs. Orsök slyssins var sú, að Jón var ölvaður. Vildi haun endilega vinila upp segl, þótt Torfi bannaði það. Kleif Jón upp í sigluna, en við það hvolfdi bátnum. Veður var ágætt, og engar Jíkur til þess að bátnum hefði getað hlekst á, ef Bakkus hefði ckki þá sem oftar haft jfirráðin. II. N'ú langar mig til þess að tengja við þessa frásögn annan atburð, sem gerðist nokkruin árum scinna, cn var bein afleiðiug að komu herskipa til Tálknafjarðar. Herskipin voru því vön að hafa þarna skotæfingar, bæði ineð lang- drægum fallbyssum og eins var farið með sjóliðana í land til skotæfinga. Skifti enginn sjcr af þessu. » Þegar hjer var komið var ein stúlk- au, sem lenti í slysinu hjá Sveinseyri — Anna hjet hún — gift kona og bjuggu þau hjónin á koti nokkru þar í firðinum. Maðuriun var þjóðhaga- smiður, cinkum á járn, og átti smiðju á bæ sínum og stundaði smíðarnar af kappi. En konan varð sjálf að smala ánum. FjöII liggja inn með firðinum til bcggja handa, og er undirlendi lít- ið, en smádalir skerast inn í fjallgarð- inn og er smalað inn á fjallið sjálft. Nú var það eitt sinn þegar konan var í smalamensku, að hún fann uppi í fjallinu glóandi fagra látúnsskúlu. llugsaði hún gott til að færa manni sínum þennan grip, því að hann vant- aði oft tilfinnanlega smíðarefni. Varð maður hcnnar og mjög glaður við þegar hún færði honum gripinn og fór þegar með hann út í smiðju. Með honum fór drcngur, 0 ára gamall. Bóndi setur nú kúluna á steðjann og slær á hana. Varð þá sprenging mikil og kom skotið í vinstri handlegg mannsins, en sprengjubrot særðu drcnginn á höfði. Var það ógurlegt fyrir konuna og móðurina að koma þarna að þeim þannig útleiknum. Þá var ekki nema einn hjeraðslækn- ir í sýslunni. Var það Davíð Scheving Thorsteinsson og sat hann á Brjáms- læk, en það er 6 stunda ferð frá Tálknafirði. Var nú þegar seudur maður eftir lækninum, og var oft til þess tekið hvað hann brást fljótt við þegar hans var leitaijS, og ekki síst nú. Kom hann svo norður í Tálknafjörð, eftir erfitt ferðalag, en þar biðu hans vandasam- ar læknisaðgerðir, að ná kúlubrotun- um úr höfði drengsins og taka hand- legginn af manninum. Þetta varð liann að gera aðstoðarlaust og við hin verstu skilyrði. En þetta heppn- aðist ágætlega og fengu þeir báðir furðu fljótt bata. Maðurinn, sem fyrir slysinu varð og misti handlegginn, hjet Olafur Björnsson. Var krafist skaðabóta fyrir hann hjá fröusku sljórninni og fekk haun lítiísháttar.lífeyri hjá henni. En mikið áfall var það fyrir fátækan mann að missa aðra höndiua. Ilann bjargaðist þó furðanlega. Utbjó hann sjcr sjálfur hjálpartæki til þcss að nota við handleggsstúfinn og var mesta furða hvað hann gat gcrt með því. Ilann var mjög laginn, eins og áður er sagt og hafði verið besta skytta. Byssuna fór hann með eins og áður, og skaut bæði refi og fugla þótt hann hefði ekki nema eina höndina.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.