Lesbók Morgunblaðsins - 20.04.1947, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 20.04.1947, Blaðsíða 13
lengri tíma til að þroskast. Þetta er rjett um fíla, því að meðgöngutím- inn hjá þeim er hátt upp í tvö ár. Kálfitr þeirra eru 70—90 kg. nýfædd- ir, en móðirin vegur um 4000 kg. Kálfarnir ganga undir mæðrumj-sín- um í 3—4 ár, og eru ekki kynþroska fyr en þeir eru 15—18 ára gamlir. En stærsta spendýr jarðarinnar, bláhval- urinn, sem vegur alt að 40 smálestir, gengur ekki með nema eitt ár; kálfur hans vegur um 7 smálestir nýfæddur, og fimm ára gamall cr hann fullþrosk- aður. Leðurblökurnar eru einu spendýr- in, sem geta flogið. Þær sýna ungum sínum mjög mikla umhyggjusemi og þeir hanga á þeim í skjóli vængjanna á meðan þeir eru litlir, en fimm mán- aða gamir eru þeir fullþroska. Pungdýrin — kengúrur og opöss- um — ganga ekki með lengur en í 40 daga, máske skemur. Um leið og þau gjóta, stinga þau afkvæmunum í kviðpoka sinn og þar eru þau í nokk- urs konar vöggu. Opossum á 12 hvolpa, en þeir eru svo litlir, að allir gæti komist fyrir í matskeið. Einkennilegast allra dýra er nef- dýrið í Ástralíu. Það gengur á fjór- um fótum, búkurinn er eins og á broddgelti, það hefir langa tungu eirls og maurasleikjan, en nef eins og önd. Það verpir eggjum, en á þeim er ekki skurn, heldur húð. Eggið geymir það í magapoka og ungar því þar út, og þar niðri í pokanum eru brjóstin og' fæðist unginn við mjólk. Fuglarnir hafa margbreytta háttu í því að unga út eggjum sínum. Pampashænan í Suður-Ameríku verp- ir einu eggi og afrækir það þegar, en karlfuglinn verður að liggja á því í 36 daga samfleytt. Og svo þegar hann hefir ungað því út, er hænan vís til að koma aftur og verpa öðru eggi, og þá verður karlfuglinn bæði að unga því út og sjá fyrir unganum úr fyrra egginu. Nashyrningsfuglinn í Afríku fer öðru vísi að. Kvenfuglinn verpir í / LESBÓK MORGUNBLAÐSINS *' ’ " ~ ' 121 holu í trje, en karlfuglinn „múrar“ hana þar inni með leir, svo að ekki er eftir nema ofurlítið op, sem hún getur stungið nefinu út um til þess að taka á móti þeirri fæðu, sem karl- fuglinn færir henni. Álkan, sem hefst við í suðurheim- skautslöndunum, verpir aðeins einu eggi. En vegna þess að þar er ekkert nema ís, og ekki hægt að gera sjer hreiður, geymir hún eggið í hamfell- ingu á kviðnum. Stundum kemur það fyrir að hún týnir egginu, annað hvort, á váppi sínu, eða á sundi, en þá eru það óskráð „álkulög“ að hvaða fugl sem finnur það, er skyldur að taka það til geymslu og útungunar. Stund- um týnist eggið oftar en einu sinni, og géta það orðið margir, bæði karl- • fuglar og kvenfuglar, sem hjálpast að því að unga því út. Og þá eru það ekki foreldrarnir, sem sjá fyrir af- kvæml sínu, heldur einhver fóstra eða fóstri. Flest skriðdýr verpa eggjum. Þó fæða slöngur og ferfætlur lifandi unga. Slöngurnar ganga með í 4—5 mánuði. Helstu eiturslöngurnar eiga sjaldan fleiri en 10—12 afkvæmi í einu. En aðrar slöngur eiga alt að 70 í einu. Getið er um Anaconda-slöngu frá Trinidad, sem vóg 80 kg., var 5^4 metri á lengd og 25 cm. í þvermál, að einn morgun þegar komið var að henni í búrinu, þá voru hjá henni-72 nýfæddar Anaconda slöngur, og var hver þeirra einn metri á lengd og um 5 cm. í þvermál. Pöddur verpa eggjum, fjölda eggja, og skilja þau eftir þar sem þeim sýn- ist, enda fer mikið af þeim forgörð- um. En hjá sumum hefir karlpaddan þann sið, að troða öllum eggjunum í holur á baki kvenpöddunnar og þar klekjast þau út. Hjá fiskategundunum er viðkoman ákaflega misjöfn. Langan er einna fremst í flokki, hún gýtur 28 miljón- um hrogna í einu. Þorskurinn gýtur 6—10 miljónum hrogna og laxinn 15 þúsundum. í einni síld geta verið 25.000—150.000 hrogna. En nokkrar fiskategundir gjóta ekki nema 100 hrognum, og j>ær búa sjer til hreiður og verja hrognin. Sumar fiskategund- ir klekja lírognum sínmn út í gin- inu. Sæhesturinn, lítill fiskur, safnar hrognunum saman og felur þau í poka á kviði gotfisksins. Einstaka fiskar ala lifandi afkvæmi. Meðal skordýranna má margt merkilegt finna um tímgun. Ilin svo- nofnda olíubjalla verpir víum sínum í háiffúin lauf. Þegar ormarnir kvikpa hafa þeir þar ekkert lífsviðurværi. En þeir hafa komist að því — og það er ein af ráðgátum náttúrunnar — að gott sje að lifa í býflugnaeggjum. Þeir skríða því upp í einhverja blóm- krónu, og þegar býfluga kemur þang- að til að sjúga hunang, skríður orm- urinn upp á bakið á henni og lætur hana bera sig heim í búið. Þgr lifir hann svo fyrst á eggjum, þangað til hann skiftir ham og síðan á hunangi þangað til hann skiftjr seinast ham. Skordýr, sem nefnist cikade, ber víurnar í trje. Þegar ormarnir kvikna, detta þeir niður og grafa sig niður í jörðina og lifa þar í 17 ár samfleytt á rótavökva. Það er þroskatími þeirra. Að honum loknum skríða þeir upp á yfirborðið og þá brestur hamurinn og út úr honum flýgur skrautlegt fiðr- ildi. Þá byrjar ástalífið, en það stend- ur ekki ncma fáar vikur og svo deyr fiðrildið. Þannig mætti lengi telja. Lífið er í ótal myndum og þróunin jafn fjöl- breytt. Náttúran hefir sínar eigin að- ferðir til þess að viðhalda lífinu, og skilningur á því er leið til þcss að skilja uppruna og þróun alls lífs. (Úr „Natural Ilistory). ^ ^ ^ Það er ekki hægt að brjóta pappírsblað oftar saman í miðju en átta sinnum. Alveg sama hvort það er lítið blað eða stór örk. Reynið sjálf.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.