Lesbók Morgunblaðsins - 20.04.1947, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 20.04.1947, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGUNBUAÐSINS [»: JfPT’F*'$ '* 'T¥ 'v' ? 7 119. framt syngur hann Salomonseyjum lof. Um sjálfan mig er það að segja, að mjer líður ekki vel, en samt þarf jeg að sjá um stjórn skipsins, stunda lækningar og skrifa smásögur. Að undan teknum þeim geðveiku, hefi jeg orðið verst úti allra um borð. Jeg ætla að reyna að komast til Astralíu með einhverju gufuskipi og leggjast í spítala. Auk þess, sem jeg hefr áður nefnt að að mjer amar, hef jeg fengið nýjan og dularfullan sjúkdóm. Sein- ustu vikuna hafa hendumar á mjer verið stokkbolgnar, eins og jeg hefði vatnssýki. Það er ákaflega sárt, ef jeg ætla að kreppa fingurna í lófann. Og óbærilegar kvalir tek jeg út ef jeg þarf að toga í kaðal. Þetta er ekki ó- svipað frostbólgu á háu stigi. Og svo flagnar skinnið af báðum höndum á mjög gmnSamlegan hátt, en nýja skinnið sem kemur er hart og þykt. Lækningabókin segir ekkert um þenn an sjúkdóm. Enginn veit neitt um hann. Síðar: Nii h efi jeg þó gert við " kronometrið. Við höfðum hrakist fram og aftur í stormi og regni í heila viku, en í dag sá til sólar og þá tókst mjer að miða stað skipsins nokkurn veg- inn. Og svo sigldi jeg í þá átt er Lord Howesey átti að vera og jeg hitti hana á sinni rjettu breiddargráðu. Hjer athugaði jeg kronometrið og komst að því, að það var hjer um bil þremur mímitum of fljótt. En þegar hver mínúta jafngildir fimtán míl- um, þá geta menn sjeð hvað skekkj- an er mikil. Með því að gera ítrek- aðar athuganir, komst jeg að þeirri niðurstöðu að kronometrið seinkaði sjer um 7/10 úr sekúndu á dag. Og þar sem það hafði nú seinkað sjer þannig allan tímann, hvernig í ósköp- unum gat þá staðið á því að það var þremur mínútum of fljótt? Getur slíkt átt sjer stað? Allir úrsmiðir segja nei, en jeg segi bara að þeir hafa aldr- ei kynt sjer gang klukkunnar á Sal- omonséyjum. Jeg álít að þetta sje loftslaginu að kenna. Að minsta kosti iS tnaáacja: Nöðrubit hefir rojer nú tekist að Iækna krono- metrið, þó að jeg geti ekki læknað geð- veikissjúklingana nje kýlin á Martin. Síðar: Martin er nú farin að reyna álún og syngur Salomonseyjum lof af meiri tilfinningu en nokkuru sinni fyr. Síðar: Á milli Manning Sunds og Pravava-eyja. Henry hefir fengið gigt í bakið. Skinnið hefir flagnað tíu sinn um af höndunum á mjer, og er nú að gera það í ellefta sinn. Tehei er brjál- aðri en nokkuru sinn fyr, og biður guð dag og nótt að drepa sig. Við Nakata liggjum báðir í hitasótt. Og það nýj- asta nýtt er, að í gærkvöldi fekk Na- kata kast af Ptomatin-eitrun og við vorum mest alla nóttina að dútla við hann. EFTIRMÁLI: Jeg fór til Ástralíu og lagðist í sjúkrahús. Þar lá jeg fimm vikur og síðan gisti jeg veikur og illa haldinn í fimm mánuði í gistfhúsum. Áströlsku sjerfræðingarnir botnuðu ekki neitt í þeim sjúkdóm, sem var í höndunum á mjer. Hann var algerlega óþektur. Þeir höfðu aldrei heyrt getið um neitt slíkt. Svo hljóp veikin líka í fæturna á mjer og stundum var jeg jafn ósjálfbjarga og nýfætt barn. Stundum voru hendunar á mjer hel- mingi stærri en ella, og skinnið flagn aði af í sjö dauðum og hálfdauðum lögum í einu. Stundum urðu neglurn- ar á tánum á mjer jafn þykkar á ein- um degi eins og þær voru langar. Þær voru sorfnar niður, en daginn eftir voru þær orðnar jafn þykkar. Jeg skal geta þess, að í viðbót við aðrar plágur, sem á mjer dundu, fekk jeg þá veiki sem ýmist er kölluð „hraustra manna veiki“, evropeisk holdsveiki eða biblíu-holdsveiki. Menn vita ekkert um þessa veiki, og enginn læknir hefir getað læknað hana. Þeir vita ekki orsakir hennar. En stundum læknast hún af sjálfu sjer. Það var eina vonin sem lækn- arnir gáfu mjer, og hún rættist þegar jeg komst í loftslag Kaliforníu. §a§> 'éS? Kafli úr bókinni „The Chero- kee Strip“, eftir Marquis James, sem varð metsölubók í Banda- ríkjunum árið sem leið. f Vesturbotni ræktuðum við vatnömelónur og var melónugarð- urinn að hlöðubaki. Einn góðart veðurdag tók jeg mjer komskurð- arhníf í hönd og fór út í garðinií til þess að fá mjer góða melónu handa sjálfum mjer. Mjer hafðí verið harðbannað að snerta kom- skurðarhnífinn, því að blaðið á hon um var lengra en handleggurinn á mjer. En þetta var besta verkfæri til að kljúfa vatnsmelónur. Þaðl þurfti ekki annað en bregða hon- um snögglega á, og melónan fór í tvent. Jeg óð inn á milli melónanna til þess að velja mjer eina, sem værl fullþroskuð, en alt í einu var eins og glóandi nál væri stungið í fót- inn á mjer. Jeg vissi fyrst í staði ekki hvað þetta var, en þegar jeg leit í kring um mig, sá jeg að þar var hvæsinaðra. Jeg hafði aldrei heyrt þess getið að þessar nöðrur biti menn án þesg að hvæsa fyrst. Seinna var giskað á, að hún hefði ekki haft tíma til að hvæsa, jeg mundi svo að segja hafa stigið ofan á hana. Jeg fór að háöskra og hljóp heimj Jeg var viss um það, að jeg mundi deyja. Það var hið eina, sem komst að í huga mínum. Mamma tók af sjer svuntuna og reif hana í lengjur og reyrði böndi in sem fastast um fótinn á mjer fyrir ofan knje. Svo skipaði hún mjer að leggjast á legubekk. Enginn karlmaður var heima ogl enginn hestur. Næsti nágranni okk ar var Mr. Howell, én hann áttí

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.