Lesbók Morgunblaðsins - 20.04.1947, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 20.04.1947, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 123 Vitur sauður Jeg muu liata verið ellefu ára, er jeg með fieirum kom úr Brekkurjett í Norðurárdal. Jeg 'ar þá til heimilis á S\'arlagiii í sömu sveit. \ ið rákum margt íjc og var yfir tvær ár að fara. Jeg tók eítir því að fallegt geldingslamb raun hiklaust altaf á undan og stansaöi ekki við árnar það minsta. Jcg get ekki muuað hver átti Iambið, en jeg bað húsbónda minn, sem v ar Jón Magnússon (fór til Ameríku 1875), að kaupa lambið, sem haun gerði. Hvítur, s\o var hann kallaður, dafuaði vel, og helt sínum forustuhæfileikum til elli. Altaf kom haim í fyrstu rjett og var hægur og spakur, s\o að strjúka mátti liann og kjassa, hvar sem hann stóð úti, þar til á vorin að veð- ur fór að batua, þá varð hann styggur svo að eigi var hægt að koma honum i hús. Hann var altaf í tvístæðu húsi og stóð og lá altaf uppi í garðanum (jötunni). 1‘tgar fjenu var hleypt út og rekið á haga, þá hentist haun altaf fyrstur út, en kæmi það fyrir að hann stæði eftir þegar fjeð var alt komið út og jeg ætlaði að reka hann út, þá lenti það altaf í talsverðum eltingaleik, að koma honum út. En i þau sldfti sem þetta vildi til gerði altaf ófært veður. Jeg held að mjer sje óhætt að segja að hann hafi tvisvar bjargað lifi mínu og fjárins. Svartagi! er neðsti bærinn í dalnum og stend- ur norðan undir hálsi þeim er skilur Norður- árdal og Þverárblíð og dregur nafn af gili vestanvert við bæinn. t>ar er tæp gata að' vestanvVrðu sem má fara með hesta og annað, en að austanverðu, uppundan bænum, cr brött skriða og klettabelti austar, en má þó fara þarna með fje. Beitilandið er á tjeðum hálsi og er altaf notað vetur og sumar. Það var viku eftir fyrstu rjelt, eitt sinn, að jeg var að smala saman fjenu uppi ii hálsi, og var búinn að ná því saman, að þá skall á norðan rok með ákafri fannkomu, jeg sá ekkert frá mjer og stóð nokkuð lengi í ráða- leysi, en þá datt mjer í hug að reka fjeð nið- ur, þvi jeg var alllaf viss um að Hvítur mundi rata og liitta götuna austan gilsins. Jcg náði fjenu fljótt í þjetlan hnapp og rak svo af stað. llvítur raim strax á slað og víst alveg rjetta leið og aheg heiin að fjárhúsum. Jeg v ar cini karlmaðurinn á bænum, því húsbóndi tninn fór þennan sama morgun fram í Sand- dal, því það átti að smala til seinni rjettar daginn eftir, sem \arð þó ekki hægt fyr en hálfum mánuði síðar veðurs \ egna. Jeg tók nú fyrir að reyna að koma fjenu í húsi og tókst það á endanum. Þessa nótt fennti fje í stórum stil um allan dalinn og viðar annarsstaðar. I þetta sinn fanst mjer jeg eiga Hvít líf að launa, því að jeg efa að jeg hefði komist heim ómeiddur, ef lians hefði ekki notið við. Jeg skal geta þess, að þennan sama dag lögðu bændur úr Reykhollsdal og Hálsasveit suður fjöll fyrir Ok, með 500 fjár og hesta, en komust ekki nema suður í svonefnda Skurði, urðu að tjalda þar og binda hestana á streng. Af þeim hóp muu ekki hafa komist af hfandi ncma ein kind og svo memi og hestar, þó illa til reika, eftir tvo eða þrjá daga, að mig minnir. Jeg man aldrei eftir öðrum eins sköflum og harðfenui og eftir þennan byl. Jeg var altaf látinn stauda yfir fjenu á veturna, ef uokkuð var að veðri. Það var citt sinn að jeg átti að reka fjeð á haga. Jeg fór og opnaði fyrir þvf og það rann út, en i Hvítur kom ekki út, svo jeg fór inn. Þá stóð kann inni í garða og jeg hafði mikið fyrir að koma honum út, samt tókst það og jeg fór með fjeð vestur í svokölluð Vatnsholt og var hjá því nokkurn tíma Þá skall á mjög skyndi- lega svo svarlur austau bylur, að jeg minnist þess ekki að hafa komið út í jafn \ondan byl. Jeg var nú búinn að koma fjenu saman í harðan hnapp, en kom því ekkert áfram. Hvít- ur stóð fremstur og horfði í \eðrið, en hreyfði sig ekki það minsta. Jeg sigaði hundinum og gerði alt sem jeg gat, þar til að gömul rolla, sem var talsvert framgjörn, stökk af stað og livarf fljótlega, en cngin kind hreyfði sig, þar til loks að Hvítur leggur af stað hægum skref- um og allur hópurinn á eftir honum. Jeg vissi tæpast fyr en alt stansaði, svo jeg fór að þreifa fyrir mjer i kring um hópinn og var hann þá við fjárkúsdyrnar, og þar stóð gamla rollan. Þetta tel jeg i annað sinn sem llvítur hafi bjargað mjer og fjenu, því húsbóndi minn sagðist engan veginn hafa treyst sjer að koma mjer til kjálpar, og \ar hann þó karlmenni. Það var einn \etur lítið um haga og var þá fengin beit á Hreðavatni, sem er þar beint á móti. Áin var á ís svo það var borinn sand- ur á ísinn og gerð braut á ána rjelt fyrir ofan fossinn Glamia. Jeg var hjá fjenu á dag- inn. Þá bar það til einn dag seint í apríl, í logui og blíðu, að jeg kom ekki fjenu út á ána og llvítur var þá svo styggur og óvið- ráðanlegur að það var ekki hægt að koma lionum neinsstaðar nærri. Jeg varð svo að hætta við að koma fjeuu yfir og var þarna yfir því svo sem Iiátt á annan tima, cn þá dellur ísinn alt í einu með braki og brestum. Það er enginn cfi að Hvítur liefir fundið þetta á sjer. Já, það var-margt merkilegt við Hvít, það var eins og hver kind hlýddi vilja hans. A útmánuðum jiegar veður fóru að batna f og hann vildi ekki lengur í hús, þá fylgdu hon- um æfinlega nokkrar kindur, sem urðu þá styggar og óviðráðanlegar eins og hann. Þess utan var hann, eius og fyr segir, undarlega hægur og spakur, svo jeg gat hvar sem stóð gengið að honum og strokið og kjassað. Ekki \issi jeg hver klaut hann á uppboði er fór fram á búinu árið 1875, þvi þá var jeg við sjó, en jeg sakuaði hans og minnist hans sem mcrkilegs vinar á m^ðan jeg hfi, og mjer þætti ekki ólíklegt að hanu hafi fengið annað og betra hf. Eiríkur Torjason, Bárugötu 3á. ^ ^ i d uon ? Þegar Leo Tohstoj var orðinn frœg- ur rithöfundur, olli frœgðin honum fremur gremju en gleði, því að allir vildu fá að sjá hann og tala við hann. Ein gestkoma varð honum þó til skemmtunar, eftir því sem hann segir sjálfur frá. Tvœr amerískar konur komu til þess að sjá hann. Þœr skýrðu honum frá því að þœr hefði sett nýtt met: Þœr hefði lagt samtímis á stað frá Bandarikjunum, önnur í austurátt og hin í vesturátt og komið sjer saman um að hittast í Moskva og heilsa upp á hann í fjelagi. Og nú vœri þœr komnar. Tolstoj sagði aðeins: — Þið hefðuð getað farið betur með timann. Þá gall önnur við: — Atti jeg ekki á von! Jcg liafði einmitt búist við svona svari af Leo Tolstoj! ^ V GIUÐINGASTALRAR fúna’ekki, ef þeir eru varðir með kreosót, cn það skal gert á þennau hátt: Boruð er hola upp í staurinn að neðan eins langt upp og slaumum er ætlað að rekast niður. Síðan er boruð önnur hola skáhalt inn í staurinn þangað til hinni holunni er náð. Þá er gengið frá staurn- um eins og hann á að vera,»en kreosóti síðan helt í skáholuna þangað til fult er og þá rek- inn tappi í. Þetta þarf að endurtaka meðan trjeð drekkur kreosótið í sig.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.