Lesbók Morgunblaðsins - 20.04.1947, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 20.04.1947, Blaðsíða 12
120 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS engan hest. Þar næstur var Jens) Utsler, en þangað var hálf míla. Mamma hljóp þangað. Einn af Utslers-drengjunum stökk þegar á bak hesti og reið í loftinu til þorps ins. Mamma kom heim og settist við glugga, til að horfa út á veg- inn. Bráðlega sá hún hvar pabbi kom akandi í vagni og fór mikinn. Við hliðina á honum sat Fairgrieve læknir. Mamma sagði seinna að læknirinn hefði verið álíka hrædd ur og jeg. Læknirinn tók mjer blóð á fæt- inum. í sama bili kom Mr. Howell aðvífandi. Hann spurði hvers vegna mamma hefði ekki sótt sig? Hann vissi alveg hvernig ætti að fara með nöðrubit! Fairgrieve læknir skipaði hon- um þá að fara niður að læknum og sækja þangað nokkuð af brenni- steinsieðju. Mr. Howell sagði: „Ætlarðu að drepa drenginn?“ Það var gott að jeg heyrði það ekki, því að satt að segja hafði jeg langmesta trú á Howell til þess að vita hveraig fara ætti með 4 nöðrubit. Mamma sagði: „f guðs nafni gerið þjer það sem læknirinn segir Mr. Howell“. Nú var leðjan lögð við fótinn á mjer oog skift um hvað eftir ann- að. En vænst þótti mjer um það þegar læknirinn leysti svuntu- bandið hennar mömmu af lærinu á mjer. Hann sagði: „Jeg ætti nú skilið að fá hress- ingu“. „Ef þú bjargar drengnum, þá skaltu fá alt það whisky, sem til er í þorpinu", sagði pabbi. Daginn eftir hefi jeg svo víst verið úr allri hættu, því að pabbi bað læknirinn að koma með sjer til Eiud til að fá boorgun sína. Mamma sagðist aldrei hafa heyrt þess getið að nokkur lifandi mað- ur hefði sloppið jafn vel og jeg frá nöðrubiti. Hún hrósaði lækninum mjög og dáðist að því að hann skyldi vita það, að brennisteins- leðja væri besta meðalið. 0g nú kom betri hliðin á þessu, máli. Jeg hafði sögu að segja, sem jafnvel fullorðna fólkið hlustaði á. Og það varð engin smávegis saga, því að pabbi hafði farið út í melónu • garðinn og þar fann hann eigi að- eins kornsaxið, heldur einnig hvæsinöðrunaj höggna sundur í tvent. Jeg vissi það ekki fyr en þá, að jeg hafði drepið nöðruna, eða reynt til þess. Jeg hefi verið svq hræddur að jeg vissi ekki hvað jeg gerði og einhvemveginn hafði jeg höggvið nöðruna með saxinu. Pabbi fór með nöðrubútana í skrif stofu sína og sýndi þá öllum, sem komu og sagði frá því frægðar- verki mínu, að jeg hefði ekki flúið þegar naðran beit mig, heldur ráð ist á hana og drepið hana. Það var því pabba mikið að þakka að frá- sögn mín varð svo merkileg. Smám saman batnaði mjer í fæt inum. Eitt kvöld sagði Mr. Howell: „Okkur varð ekki mikið fyrir því að lækna drenginn". „Já, það var mikil guðs mildi að við skyldum hafa þessa brenni- steinsleðju", sagði mamma. „Jeg vissi að hún mundi duga“, sagði Mr. Howell af þeirri einlægni sem gerði allar sögur hans trúan- legar. „Jeg minnist þess enn í dag þegar jeg reyndi brennisteins leðju í fyrsta sinn við nöðrubiti. Það var í Texas, þegar jeg var þar á flakki“. ÍW ÍW GAGNKVÆMT TRAUST. I’að er sjaldan ein bára stök, og livert ó- Iiappið öðru meira hafði dunið yfir heimili Hönnu frænku. En hún var ákaflega J»olin- móð og bar l>essar ruunir allar eins og lietja. En svo datt mamma hennar og injaðmar- brotnaði, og þá \ arð Hönnu að orði það, sein síðan er orðið að máltæki í fjölskyldunni: „Jeg veit þuð, að guð leggur ekki meira á mig held- ur en jeg get borið, en jeg lielt að lianu hefði ekki svona mikið álit ú mjer“t Viðkoma dýranna Sú margbreytni, sem kemur fram í tímgun dýranna, er eitt af mörgu óskiljaiflegu í heimsstjórn náttúrunn- ar. Hvernig stendur t. d. á því að lömb og kálfar og folöld geta gengið um leið og þau fæðast, en hvolpar og húnar fæðast blindir og eru lengi ó- sjálfbjarga? Eru það aðeins kenjar úr náttúrunni, að fíllinn gengur með í 21 mánuð, en niúsin ekki nema 21 dag? Eða þá að selur, sem er 50 kg. fæðir kóp, sem er 10 kg., cn stökk- músin, sem er stærri, fæðir svo lítið fóstur, að það er ekki eins stórt og litlifingur manns? í dýragarði nokkrum var mjer einu sinni sýndur hvolpur afríkansks fjalla- grefils (sem er svipaður marsvíni). llann var ekki nema vikugamall, en vóg Vi af þunga móðurinnar. Stygð var komið að þeim, og móðirin stökk upp á hillu, sem var í meterhæð í búrinu, og hvolpurinn á eftir. lljctt þar hjá var stökkmús á hæð við mann. Upp úr kviðpoka hennar gægð- ist fjögurra mánaða grislingiu;, sem var ósjálfbjarga enn. Þegar hann fæddist var hann ekki nema 2% cm. á lengd og vóg 3 þúsundustu hluta af þunga móðurinnar Hvílíkur munur á honum og greflinum! Stóru aparnir, Gorilla, Chimpanse og Orangutang, líkjast manninum mest af öllum skepnum. Apynjurnar eiga að jafnaði eitt barn, eins og kon- an og leggja það á brjóst og hjúkra því eins og konan. En meðgöngutím- inn er styttri og apakrakkar þroskast fyr en börn. Orangutang, sem vegur 70 kg., á t. d. krakka sem er 21/; kg., en hann er orðinn kynþroska þegar hann er 8 ára. Ætla mætti, að eftir því sem dýr cr stærra, eftir því væri meðgöngu- tíminn lengri, fóstrið muni þurfa

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.