Lesbók Morgunblaðsins - 11.01.1948, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 11.01.1948, Blaðsíða 4
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS BISKUrSSETl’R Að Hannesi biskupi látnum giftist ekkja hans sr. Steingrími Jónssyni, er síðar varð biskup, og við það eignaðist hann Laugarnes. Steingrímur var kosinn biskup 1824, sigldi þá um sumarið og var vígður á jóladag í Trinitatiskirkju í Kaup- mannahöfr., vegna þess að Frúar- kirkja, þar sem vígslr.n hefði átt að íara fram, var þá í lamasessi eítir skcthríð Englendinga á Kaupmanna- höfn. Vorið eftir kom Steingrímur biskup út og tók við embætti sínu. Hafði hann í utanferðinni fengið 12 þúcundir dala hjá honungi ti! þess að reisa múrhús á eignarjörð sinni Laug- arnesi, og var það hús jaínan kallað ,,stofan“ í Laugarnesi. Danskur múr- arameistari og danskir verkamenn voru fengnir til þess að byggja stof- una og fluttist biskup þangað síðla sumars 1825. Árið 1838 keypti svo konungur jörð ina Laugarnes af biskupi fyrir 2800 ríkisdali, og var svo ákveðið að hún skyldi verða »varandi biskupssetur á íslandi. Þá höfðu hjáleigurnar verið lagðar niður. , Meðal merkra manna, sem hafa átt heima í Laugarnesi, má nefna Jón Sigurðsson forseta. Hann gerðist skrifari hjá Steingrími biskupi og var hjá honum í þrjú ár (1830—1833). Er talið líklegt að þá fyrst hafi vakn- að áhugi Jóns fyrir fornri menningu og fornum skjölum íslendinga, því að biskupsskjalasafnið var þá merkasta safn sinnar tegundar hjer á landi og Steingrímur biskup mesti fróðleiks- maður sinnar aldar. SAGA STOFUNNAR Espholin segir að stofusmíðin í Laugamesi hafi kostað konung nær 30 þúsundum ríkisdala, en þá mun jarðarverðið reiknað þar með. Stofan var mikið hús á að líta og risulegt, en reyndist mesja hrákasmíð. Þurfti oft að gera við hana og seinast fyrir 3000 dali, en hún batnaði lítið við það. Var þar bæði dragsúgur og leki, þegar eitt hvað var að veðri, eins og sjá má á skopbrag, sem orktur var um hana. í þeim brag eru þessar vísur: Steinhúsið með stórum sal, sem stormur enginn skekur. margt sem gerði mannaval, mest af öllu lekur. íslenskan jeg einhvern finn sem eins vel nagla rekur og kákar hægt við kofann sinn, sem kannske ekki lekur. Stormurinn í stofugrind stóru frá sjer ekur, þar má hafa þerrivind þegar ekki lekur. Eins og sjá má af vísum þessum er höfundurinn (Halldór Guttormsson) að skopast að því, að hingað skyldi fluttir erlendir smiðir til að sjá um bygginguna, og hún skyldi svo ekki reynast betur en þetta. Yfirsmiðurinn hjet Frederik August Maltesov. Er enn til samningur sá, er Steingr. biskup gerði við hann í Kaupmannahöfn um stofusmíðina. Þar áskilur meistarinn sjer og mönnum sínum, að hver þeirra fái nægilegt öl daglega og pela af brennivíni á dag frá því að þeir fari að heiman og þangað til þeir komi hc-im aftur. Þessi daglegi skammtur hefur máske átt sinn þátt í því að vinnubrögðin reyndust svo svikul. — Varð þessi stofusmíð raunasaga frá upphafi, því að þegar grafið hafði verið fyrir grunni hennar kom þar upp svo mikið vatn, að leitá varo að öðrum stað. En þar fór á sömu leið. Var því þrisvar grafið fyrir grunni áður en smíðin byrjaði. Varð þetta svo útdráttarsamt, að um haustið var byggingarstyrkur konungs upp etinn, og þorði biskup ekki að fara fram á meira fje og mun því sjálfur hafa lagt allverulegan skerf til stofugerð- arinnar. Steingrímur biskup bjó í Laugar- nesi alla biskupstíð sína. Hann and- aðist þar 14. júní 1845. Útför hans fór fram frá dómkirkjunni í Reykja- vík 10 dögum seinna og með hinni mestu viðhöfn. Meðal annars má geta þess að franskir sjóliðar fluttu kistuna frá Laugarnesi til Reykjavíkur. Þá var Helgi Thordersen kjörinn biskup. Fór hann utan um sumarið. tók vígslu og kom heim aftur með Eyr arbakkaskipi í ágúst. Settist hann þá

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.