Lesbók Morgunblaðsins - 11.01.1948, Síða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 11.01.1948, Síða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7 Hjer á Suðurlandi hefur verið auð jörð fram að þessu, en nú er snjórinn kominn og um leið leggja skíðamenn Reykjavífeur leið sína upp í fjöllin og æfa sig af kappi. — Myndin er tekin hjá skíððastökkbrautinni hjá Kolviðarhóli. NÚ BYRJA SKÍÐAMENN AÐ ÆFA SIG v Eitt sinn kom til hans fátæklegur gest ur, sem hafði braskað í mörgu og seinast verslað með gömul föt. Nú var hann allslaus, nema hvað hann hafði fullan hug á að bjarga sjer og byrja verslun að nýju. Hann sagði við Gold- berg: „Mig vantar peninga, en jeg vil ekki níðast á vinum mínum. Þess vegna fór jeg í bankann í morgun og talaði við Howard bankastjóra um lán. En hvað þekki jeg til bankastarfsemi ? Bókstaí- lega ekkert. Hann segir mjer að jeg skuli koma með víxil með ábeking. Jeg spurði hann hvað víxill væri og hvað ábekingur væri. En þá spyr hann mig hvort jeg þekki nokkurn ríkan mann hjer í nágrenninu. Jeg held nú það. Jeg segi honum að jeg þekki þig, að við höfum farið saman í æsku ftá Póllandi hingað vestur. Þá fær hann mjer þetta blað og segir mjer að fara til þín og láta þig skrifa nafnið þitt aftan á það og svo skuli jeg koma til sín aftur og fá 2000 dollara. Og nú er jeg kominn hjer, Goldberg.“ Mr. Goldberg var svo mikið niðri fyrir að hann talaði í hálfum hljóð- um. „Moe,“ sagði hann, „mjer sárnar ákaflega við þig. Höfum við ekki altaf verið vinir, bæði heima í gamla land- inu og hjer? Hefur mjer ekki altaf þótt eins vænt um þig og þú værir bróðir minn? Hvers vegna kemurðu þá ekki beint til mín, þegar þig vant- ar peninga? Hvers vegna ferðu fyrst til Howards? Það hryggir mig sárt að þú skyldir gera það. Það er jeg sem á að hjálpa þjer, en ekki bankinn. — Farðu nú strax með þetta blað til hans Howards aftur og segðu honum að skrifa nafnið sitt aftan á það, og komdu svo til mín og fáðu peningana hjá mjer.“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.